Af hverju ætla ég að kjósa Guðna? Fríða Stefánsdóttir skrifar 25. júní 2020 20:00 Fyrir fjórum árum tók ég þá ákvörðun að styðja við Guðna og hans framboð. Í kjölfarið fékk ég þá hugmynd að gaman væri að sýna honum vinnustaðinn minn, Sandgerðisskóla og hitta starfsfólk skólans, til að bera út boðskapinn eins og þarft er í kosningabaráttu. Guðni kom helst til snemma og hitti mig í kennslustofunni minni þegar ég var með bekkjarfund með nemendum mínum. Við sátum í hring á gólfinu og vorum að ræða vesen á fótboltavellinum eins og við gerðum reglulega á bekkjarfundum. Guðni tók sig til settist á gólfið með nemendum og tók þátt í líflegum samræðum um jákvæða íþróttamannslega hegðun og svo fór umræðan út í heldur alvarlegri mál eins og líðan, kvíða og áhyggjur. Guðni lýsti því af einstakri einlægni hvernig hann hefði verið feiminn í skóla og reynt að láta lítið fyrir sér fara og hvernig honum hafi tekist að komast yfir feimnina með tímanum. Krakkarnir hlustuðu af einlægni á forsetaframbjóðandann og náði hann til þeirra allra um leið með einstakri innsýn í líf barna á þessum mótunarárum þeirra. Ég kýs Guðna einmitt fyrst og fremst vegna þess hversu einlægur hann er og hversu auðséð það er að hann telur sig ekki vera yfir aðra hafinn. Hann er með eindæmum manneskjulegur og niðri á jörðinni. Hann ber ómetanlega virðingu fyrir lýðræði og forsetaembættinu. Hann þekkir sögu þess í þaula og sinnir embættinu með sóma. Ég kýs líka Guðna vegna þess að hann á alveg dásamlega konu sem er réttsýn, opin og frábær fyrirmynd fyrir aðra. Þau sinna bæði embætti sínu með virðingu og vinsemd. Guðni leggur áherslu á það góða, hvað hann vill frekar en hvað hann vill ekki. Hann er uppbyggjandi og talar sig ekki upp á kostnað annarra. Þannig manneskju vil ég sem forseta. Fríða Stefánsdóttir Bæjarfulltrúi Suðurnesjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum tók ég þá ákvörðun að styðja við Guðna og hans framboð. Í kjölfarið fékk ég þá hugmynd að gaman væri að sýna honum vinnustaðinn minn, Sandgerðisskóla og hitta starfsfólk skólans, til að bera út boðskapinn eins og þarft er í kosningabaráttu. Guðni kom helst til snemma og hitti mig í kennslustofunni minni þegar ég var með bekkjarfund með nemendum mínum. Við sátum í hring á gólfinu og vorum að ræða vesen á fótboltavellinum eins og við gerðum reglulega á bekkjarfundum. Guðni tók sig til settist á gólfið með nemendum og tók þátt í líflegum samræðum um jákvæða íþróttamannslega hegðun og svo fór umræðan út í heldur alvarlegri mál eins og líðan, kvíða og áhyggjur. Guðni lýsti því af einstakri einlægni hvernig hann hefði verið feiminn í skóla og reynt að láta lítið fyrir sér fara og hvernig honum hafi tekist að komast yfir feimnina með tímanum. Krakkarnir hlustuðu af einlægni á forsetaframbjóðandann og náði hann til þeirra allra um leið með einstakri innsýn í líf barna á þessum mótunarárum þeirra. Ég kýs Guðna einmitt fyrst og fremst vegna þess hversu einlægur hann er og hversu auðséð það er að hann telur sig ekki vera yfir aðra hafinn. Hann er með eindæmum manneskjulegur og niðri á jörðinni. Hann ber ómetanlega virðingu fyrir lýðræði og forsetaembættinu. Hann þekkir sögu þess í þaula og sinnir embættinu með sóma. Ég kýs líka Guðna vegna þess að hann á alveg dásamlega konu sem er réttsýn, opin og frábær fyrirmynd fyrir aðra. Þau sinna bæði embætti sínu með virðingu og vinsemd. Guðni leggur áherslu á það góða, hvað hann vill frekar en hvað hann vill ekki. Hann er uppbyggjandi og talar sig ekki upp á kostnað annarra. Þannig manneskju vil ég sem forseta. Fríða Stefánsdóttir Bæjarfulltrúi Suðurnesjabæjar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar