Af hverju ætla ég að kjósa Guðna? Fríða Stefánsdóttir skrifar 25. júní 2020 20:00 Fyrir fjórum árum tók ég þá ákvörðun að styðja við Guðna og hans framboð. Í kjölfarið fékk ég þá hugmynd að gaman væri að sýna honum vinnustaðinn minn, Sandgerðisskóla og hitta starfsfólk skólans, til að bera út boðskapinn eins og þarft er í kosningabaráttu. Guðni kom helst til snemma og hitti mig í kennslustofunni minni þegar ég var með bekkjarfund með nemendum mínum. Við sátum í hring á gólfinu og vorum að ræða vesen á fótboltavellinum eins og við gerðum reglulega á bekkjarfundum. Guðni tók sig til settist á gólfið með nemendum og tók þátt í líflegum samræðum um jákvæða íþróttamannslega hegðun og svo fór umræðan út í heldur alvarlegri mál eins og líðan, kvíða og áhyggjur. Guðni lýsti því af einstakri einlægni hvernig hann hefði verið feiminn í skóla og reynt að láta lítið fyrir sér fara og hvernig honum hafi tekist að komast yfir feimnina með tímanum. Krakkarnir hlustuðu af einlægni á forsetaframbjóðandann og náði hann til þeirra allra um leið með einstakri innsýn í líf barna á þessum mótunarárum þeirra. Ég kýs Guðna einmitt fyrst og fremst vegna þess hversu einlægur hann er og hversu auðséð það er að hann telur sig ekki vera yfir aðra hafinn. Hann er með eindæmum manneskjulegur og niðri á jörðinni. Hann ber ómetanlega virðingu fyrir lýðræði og forsetaembættinu. Hann þekkir sögu þess í þaula og sinnir embættinu með sóma. Ég kýs líka Guðna vegna þess að hann á alveg dásamlega konu sem er réttsýn, opin og frábær fyrirmynd fyrir aðra. Þau sinna bæði embætti sínu með virðingu og vinsemd. Guðni leggur áherslu á það góða, hvað hann vill frekar en hvað hann vill ekki. Hann er uppbyggjandi og talar sig ekki upp á kostnað annarra. Þannig manneskju vil ég sem forseta. Fríða Stefánsdóttir Bæjarfulltrúi Suðurnesjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum tók ég þá ákvörðun að styðja við Guðna og hans framboð. Í kjölfarið fékk ég þá hugmynd að gaman væri að sýna honum vinnustaðinn minn, Sandgerðisskóla og hitta starfsfólk skólans, til að bera út boðskapinn eins og þarft er í kosningabaráttu. Guðni kom helst til snemma og hitti mig í kennslustofunni minni þegar ég var með bekkjarfund með nemendum mínum. Við sátum í hring á gólfinu og vorum að ræða vesen á fótboltavellinum eins og við gerðum reglulega á bekkjarfundum. Guðni tók sig til settist á gólfið með nemendum og tók þátt í líflegum samræðum um jákvæða íþróttamannslega hegðun og svo fór umræðan út í heldur alvarlegri mál eins og líðan, kvíða og áhyggjur. Guðni lýsti því af einstakri einlægni hvernig hann hefði verið feiminn í skóla og reynt að láta lítið fyrir sér fara og hvernig honum hafi tekist að komast yfir feimnina með tímanum. Krakkarnir hlustuðu af einlægni á forsetaframbjóðandann og náði hann til þeirra allra um leið með einstakri innsýn í líf barna á þessum mótunarárum þeirra. Ég kýs Guðna einmitt fyrst og fremst vegna þess hversu einlægur hann er og hversu auðséð það er að hann telur sig ekki vera yfir aðra hafinn. Hann er með eindæmum manneskjulegur og niðri á jörðinni. Hann ber ómetanlega virðingu fyrir lýðræði og forsetaembættinu. Hann þekkir sögu þess í þaula og sinnir embættinu með sóma. Ég kýs líka Guðna vegna þess að hann á alveg dásamlega konu sem er réttsýn, opin og frábær fyrirmynd fyrir aðra. Þau sinna bæði embætti sínu með virðingu og vinsemd. Guðni leggur áherslu á það góða, hvað hann vill frekar en hvað hann vill ekki. Hann er uppbyggjandi og talar sig ekki upp á kostnað annarra. Þannig manneskju vil ég sem forseta. Fríða Stefánsdóttir Bæjarfulltrúi Suðurnesjabæjar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar