Yfirvegun - ekki flumbrugang Janus Arn Guðmundsson skrifar 24. júní 2020 14:00 Forsetakosningar fara fram á laugardaginn kemur. Það hefur stundum hvarflað að mér við slík tilefni, einkum þegar sitjandi forseti býður sig fram til endurkjörs, og aðrir telja sig geta gert betur, að þá upphefjist gjarnan með þjóðinni svolítið skrýtin stemming sem erfitt er að henda reiður á. Kannski eitthvað, ekki ósvipað því sem gerist í afskekktum smábæjum úti í hinum stóra heimi, þegar allir eru að drepast úr leiðindum og heil sirkuslest stormar í bæinn, öllum að óvörum, með allri sinni skemmtan og skringilegheitum. Því er nefnilega ekki að neita að forleikir íslenskra forsetakosninga hafa oft verið töluverð skemmtan þar sem hugmyndaríkir frambjóðendur hafa látið gamminn geysa. Annað við þessi skemmtilegheit er sjálf kosningabaráttan og fjölmiðlaumræðan þar að lútandi. Þá taka menn úr pússi sínu ýmsar misraunhæfar hugmyndir um forsetaembættið og stjórnskipan landsins og fara að blaða í okkar ágætu stjórnarskrá. Í þessu sambandi er 26. grein stjórnarskrárinnar oft sérstaklega til umræðu. Margir virðast frambjóðendurnir vita upp á hár hve oft þeir ætla að leyfa okkur að kjósa um hin og þessi mál, rétt eins og það sé eitthvað kappsmál að við fáum að kjósa um sem flest mál og helst sem oftast. En hér erum við því miður komin út á hálan ís er varðar eðli og einkenni íslenskrar stjórnskipunar sem við köllum þingræði. Gætum okkar á yfirborðskenndum popúlisma Því miður er það að verða lenska hér á landi að meta frambjóðendur eða sitjandi forseta út frá þeirri mælistiku hversu oft viðkomandi hafi, eða ætli sér, að nýta málskotsréttinn. Þetta er afar vafasamur mælikvarði á hæfi forseta Íslands. Við megum ekki falla í þá gryfju að meta forsetann og störf hans út frá því, einu sér, hversu oft hann beitir málskotsréttinum. Hér verðum við að gæta okkar á yfirborðskenndum popúlisma: Forseti verður hvorki betri né verri við það að beita málskotsréttinum, óháð því grundvallaratriði hvaða málefni kemur til álita og hvernig hann réttlætir þá ákvörðun sína. Málefnið og rökstuðningur forsetans er inntakið sem hér um ræðir en ekki fjöldi þeirra skipta sem hann tekur slíka ákvörðun. Forseti lýðveldisins þarf að sýna ábyrgð og bera virðingu fyrir megin einkennum okkar stjórnskipunar. Í kosningabaráttunni sumarið 1980, sagði frú Vigdís Finnbogadóttir í sínu lokaávarpi í sjónvarpssal: „Ég er þingræðissinni“. Þau orð hennar ber að sjálfsögðu að túlka á þann veg að hún beri virðingu fyrir Alþingi, störfum þess, valdi og ákvörðunum. Hún hafi því ekki ætlað sér að fara að grípa fram fyrir Alþingi nema að ærna ástæðu bæri til. Þetta hljóta allir ábyrgir forsetar að hafa í huga. Röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl Þriðja skemmtiatriðið við forsetakosningar eru hinir háttvirtu og góðu frambjóðendur, einkum þeir sem aldrei hafa fengið að búa á Bessastöðum. Þetta eru oft röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl sem gjarnan vilja brjóta blað svo eftir verði tekið. Einn, sem knúði lengi dyra, án árangurs, ætlaði að breyta Bessastöðum í alheimsfriðarmiðstöð. Annar lofaði að endurreisa stórbúskap þar, eins og þegar Snorri Sturluson var á dögum með stórgripabú á Bessastöðum. Og nú er kominn fram mótframbjóðandi við sitjandi forseta, sem hefur brennandi áhuga á 26. greininni. Aukin heldur hefur hann uppgötvað 25. grein stjórnarskrárinnar sem ku kveða á um að forsetinn geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Í þeim efnum ætlar hann heldur betur að bretta upp ermar og láta til sín taka, auk þess sem hann ætlar að kenna embættismönnum að spara. Yfirvegun lykilorðið Allt er þetta eins og að horfa á góða kvikmynd, góð skemmtun. Ég hef hins vegar ekki gleymt því í öllum skemmtilegheitunum að Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, er ekki bara sómakær alþýðumaður eins og þau öll hin sem þessu embætti hafa gegnt. Hann er auk þess virtur sagnfræðingur og prýðilegur penni sem hefur ritað ágæt fræðirit um eðli og störf forseta Íslands og þar með flest þau atriði sem til álita koma þegar að embættið ber á góma. Hann þekkir því flestum betur það embætti sem hann hefur nú gegnt með miklum sóma í eitt kjörtímabil. Guðni er drengur góður, einlægur og hlýr í viðmóti, mannasættir og yfirvegaður. Ég treysti honum því fullkomlega til að axla þá ábyrgð sem embættinu fylgir. Því þessu háa embætti fylgir nefnilega töluverð ábyrgð. Þar er yfirvegun lykilorðið – fremur en hvatvísin sem stundum örlar á í forleiknum að forsetakosningum okkar. Höfundur er pistlahöfundur hjá Rómi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Forsetakosningar 2020 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar fara fram á laugardaginn kemur. Það hefur stundum hvarflað að mér við slík tilefni, einkum þegar sitjandi forseti býður sig fram til endurkjörs, og aðrir telja sig geta gert betur, að þá upphefjist gjarnan með þjóðinni svolítið skrýtin stemming sem erfitt er að henda reiður á. Kannski eitthvað, ekki ósvipað því sem gerist í afskekktum smábæjum úti í hinum stóra heimi, þegar allir eru að drepast úr leiðindum og heil sirkuslest stormar í bæinn, öllum að óvörum, með allri sinni skemmtan og skringilegheitum. Því er nefnilega ekki að neita að forleikir íslenskra forsetakosninga hafa oft verið töluverð skemmtan þar sem hugmyndaríkir frambjóðendur hafa látið gamminn geysa. Annað við þessi skemmtilegheit er sjálf kosningabaráttan og fjölmiðlaumræðan þar að lútandi. Þá taka menn úr pússi sínu ýmsar misraunhæfar hugmyndir um forsetaembættið og stjórnskipan landsins og fara að blaða í okkar ágætu stjórnarskrá. Í þessu sambandi er 26. grein stjórnarskrárinnar oft sérstaklega til umræðu. Margir virðast frambjóðendurnir vita upp á hár hve oft þeir ætla að leyfa okkur að kjósa um hin og þessi mál, rétt eins og það sé eitthvað kappsmál að við fáum að kjósa um sem flest mál og helst sem oftast. En hér erum við því miður komin út á hálan ís er varðar eðli og einkenni íslenskrar stjórnskipunar sem við köllum þingræði. Gætum okkar á yfirborðskenndum popúlisma Því miður er það að verða lenska hér á landi að meta frambjóðendur eða sitjandi forseta út frá þeirri mælistiku hversu oft viðkomandi hafi, eða ætli sér, að nýta málskotsréttinn. Þetta er afar vafasamur mælikvarði á hæfi forseta Íslands. Við megum ekki falla í þá gryfju að meta forsetann og störf hans út frá því, einu sér, hversu oft hann beitir málskotsréttinum. Hér verðum við að gæta okkar á yfirborðskenndum popúlisma: Forseti verður hvorki betri né verri við það að beita málskotsréttinum, óháð því grundvallaratriði hvaða málefni kemur til álita og hvernig hann réttlætir þá ákvörðun sína. Málefnið og rökstuðningur forsetans er inntakið sem hér um ræðir en ekki fjöldi þeirra skipta sem hann tekur slíka ákvörðun. Forseti lýðveldisins þarf að sýna ábyrgð og bera virðingu fyrir megin einkennum okkar stjórnskipunar. Í kosningabaráttunni sumarið 1980, sagði frú Vigdís Finnbogadóttir í sínu lokaávarpi í sjónvarpssal: „Ég er þingræðissinni“. Þau orð hennar ber að sjálfsögðu að túlka á þann veg að hún beri virðingu fyrir Alþingi, störfum þess, valdi og ákvörðunum. Hún hafi því ekki ætlað sér að fara að grípa fram fyrir Alþingi nema að ærna ástæðu bæri til. Þetta hljóta allir ábyrgir forsetar að hafa í huga. Röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl Þriðja skemmtiatriðið við forsetakosningar eru hinir háttvirtu og góðu frambjóðendur, einkum þeir sem aldrei hafa fengið að búa á Bessastöðum. Þetta eru oft röggsamar manneskjur með frjótt ímyndunarafl sem gjarnan vilja brjóta blað svo eftir verði tekið. Einn, sem knúði lengi dyra, án árangurs, ætlaði að breyta Bessastöðum í alheimsfriðarmiðstöð. Annar lofaði að endurreisa stórbúskap þar, eins og þegar Snorri Sturluson var á dögum með stórgripabú á Bessastöðum. Og nú er kominn fram mótframbjóðandi við sitjandi forseta, sem hefur brennandi áhuga á 26. greininni. Aukin heldur hefur hann uppgötvað 25. grein stjórnarskrárinnar sem ku kveða á um að forsetinn geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Í þeim efnum ætlar hann heldur betur að bretta upp ermar og láta til sín taka, auk þess sem hann ætlar að kenna embættismönnum að spara. Yfirvegun lykilorðið Allt er þetta eins og að horfa á góða kvikmynd, góð skemmtun. Ég hef hins vegar ekki gleymt því í öllum skemmtilegheitunum að Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, er ekki bara sómakær alþýðumaður eins og þau öll hin sem þessu embætti hafa gegnt. Hann er auk þess virtur sagnfræðingur og prýðilegur penni sem hefur ritað ágæt fræðirit um eðli og störf forseta Íslands og þar með flest þau atriði sem til álita koma þegar að embættið ber á góma. Hann þekkir því flestum betur það embætti sem hann hefur nú gegnt með miklum sóma í eitt kjörtímabil. Guðni er drengur góður, einlægur og hlýr í viðmóti, mannasættir og yfirvegaður. Ég treysti honum því fullkomlega til að axla þá ábyrgð sem embættinu fylgir. Því þessu háa embætti fylgir nefnilega töluverð ábyrgð. Þar er yfirvegun lykilorðið – fremur en hvatvísin sem stundum örlar á í forleiknum að forsetakosningum okkar. Höfundur er pistlahöfundur hjá Rómi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun