Hetjurnar þjálfuðu unga iðkendur: „Hefði sjálfur viljað eiga kost á svona“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 10:00 Það var svo sannarlega létt yfir Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni sem jusu úr viskubrunni sínum fyrir unga iðkendur í Kaíró-skólanum. mynd/stöð 2 „Þetta eru svona mini-landsliðsbúðir,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem stóð fyrir handboltaskóla í Vestmannaeyjum í vikunni. Stórskemmtilegt innslag um skólann má sjá hér neðst í greininni. Um er að ræða þriggja daga skóla þar sem ungir og efnilegir iðkendur fengu að upplifa það að æfa eins og atvinnumenn. „Kaíró-skólinn“ er prufuverkefni Kára Kristjáns og með honum var þjálfari hollenska landsliðsins og ÍBV, Erlingur Richardsson. Þátttakendur voru á aldrinum 15-17 ára en í þjálfarateyminu voru einnig landsliðsmennirnir í handbolta; Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þeir eru frábærir á vellinum en vonlausir þjálfarar… nei, þeir eru geggjaðir. Þetta er búið að vera frábært, og þvílíkt „kudos“ á þá að hafa komið. Maður finnur að þeir njóta þess að gefa af sér og það er frábært fyrir krakkana að fá að vera með þessum hetjum, því þetta eru svo sannarlega hetjur,“ segir Kári léttur í bragði við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Tveir af bestu leikmönnum sögunnar og Aron Guðjón Valur hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun eftir langan og afar farsælan feril sem leikmaður, og snerist ekki hugur eftir „fyrstu skrefin“ í þjálfun: „Jaaá, ég er alla vega ekki enn hættur við. Þetta kemur held ég. Nei, nei, ég hlakka mikið til og það er gaman að hafa fengið að koma hérna og prufa svolítið. Krakkarnir eru æðislegir, hafa mikinn áhuga og virðast hafa gaman af. Þetta er búið að heppnast mjög vel og er vonandi komið til að vera.“ „Þetta eru bara flottir krakkar og þetta var skemmtilegra en ég þorði að vona,“ sagði Aron, og Bjarki félagi hans, markakóngur í þýsku 1. deildinni, tók undir: „Þeir eru efnilegir margir hverjir og eiga framtíðina fyrir sér. Maður hefði sjálfur viljað eiga kost á svona. Hér eru kannski tveir af bestu handboltamönnum sögunnar og svo ertu líka með Aron Pálmarsson,“ grínaðist Bjarki, og ljóst að stjörnurnar nutu sín í botn með hinum efnilegu handboltakrökkum. Klippa: Sportpakkinn - Stjörnur stýrðu handboltaskóla í Eyjum Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
„Þetta eru svona mini-landsliðsbúðir,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem stóð fyrir handboltaskóla í Vestmannaeyjum í vikunni. Stórskemmtilegt innslag um skólann má sjá hér neðst í greininni. Um er að ræða þriggja daga skóla þar sem ungir og efnilegir iðkendur fengu að upplifa það að æfa eins og atvinnumenn. „Kaíró-skólinn“ er prufuverkefni Kára Kristjáns og með honum var þjálfari hollenska landsliðsins og ÍBV, Erlingur Richardsson. Þátttakendur voru á aldrinum 15-17 ára en í þjálfarateyminu voru einnig landsliðsmennirnir í handbolta; Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þeir eru frábærir á vellinum en vonlausir þjálfarar… nei, þeir eru geggjaðir. Þetta er búið að vera frábært, og þvílíkt „kudos“ á þá að hafa komið. Maður finnur að þeir njóta þess að gefa af sér og það er frábært fyrir krakkana að fá að vera með þessum hetjum, því þetta eru svo sannarlega hetjur,“ segir Kári léttur í bragði við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Tveir af bestu leikmönnum sögunnar og Aron Guðjón Valur hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun eftir langan og afar farsælan feril sem leikmaður, og snerist ekki hugur eftir „fyrstu skrefin“ í þjálfun: „Jaaá, ég er alla vega ekki enn hættur við. Þetta kemur held ég. Nei, nei, ég hlakka mikið til og það er gaman að hafa fengið að koma hérna og prufa svolítið. Krakkarnir eru æðislegir, hafa mikinn áhuga og virðast hafa gaman af. Þetta er búið að heppnast mjög vel og er vonandi komið til að vera.“ „Þetta eru bara flottir krakkar og þetta var skemmtilegra en ég þorði að vona,“ sagði Aron, og Bjarki félagi hans, markakóngur í þýsku 1. deildinni, tók undir: „Þeir eru efnilegir margir hverjir og eiga framtíðina fyrir sér. Maður hefði sjálfur viljað eiga kost á svona. Hér eru kannski tveir af bestu handboltamönnum sögunnar og svo ertu líka með Aron Pálmarsson,“ grínaðist Bjarki, og ljóst að stjörnurnar nutu sín í botn með hinum efnilegu handboltakrökkum. Klippa: Sportpakkinn - Stjörnur stýrðu handboltaskóla í Eyjum
Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira