Hetjurnar þjálfuðu unga iðkendur: „Hefði sjálfur viljað eiga kost á svona“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 10:00 Það var svo sannarlega létt yfir Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni sem jusu úr viskubrunni sínum fyrir unga iðkendur í Kaíró-skólanum. mynd/stöð 2 „Þetta eru svona mini-landsliðsbúðir,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem stóð fyrir handboltaskóla í Vestmannaeyjum í vikunni. Stórskemmtilegt innslag um skólann má sjá hér neðst í greininni. Um er að ræða þriggja daga skóla þar sem ungir og efnilegir iðkendur fengu að upplifa það að æfa eins og atvinnumenn. „Kaíró-skólinn“ er prufuverkefni Kára Kristjáns og með honum var þjálfari hollenska landsliðsins og ÍBV, Erlingur Richardsson. Þátttakendur voru á aldrinum 15-17 ára en í þjálfarateyminu voru einnig landsliðsmennirnir í handbolta; Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þeir eru frábærir á vellinum en vonlausir þjálfarar… nei, þeir eru geggjaðir. Þetta er búið að vera frábært, og þvílíkt „kudos“ á þá að hafa komið. Maður finnur að þeir njóta þess að gefa af sér og það er frábært fyrir krakkana að fá að vera með þessum hetjum, því þetta eru svo sannarlega hetjur,“ segir Kári léttur í bragði við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Tveir af bestu leikmönnum sögunnar og Aron Guðjón Valur hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun eftir langan og afar farsælan feril sem leikmaður, og snerist ekki hugur eftir „fyrstu skrefin“ í þjálfun: „Jaaá, ég er alla vega ekki enn hættur við. Þetta kemur held ég. Nei, nei, ég hlakka mikið til og það er gaman að hafa fengið að koma hérna og prufa svolítið. Krakkarnir eru æðislegir, hafa mikinn áhuga og virðast hafa gaman af. Þetta er búið að heppnast mjög vel og er vonandi komið til að vera.“ „Þetta eru bara flottir krakkar og þetta var skemmtilegra en ég þorði að vona,“ sagði Aron, og Bjarki félagi hans, markakóngur í þýsku 1. deildinni, tók undir: „Þeir eru efnilegir margir hverjir og eiga framtíðina fyrir sér. Maður hefði sjálfur viljað eiga kost á svona. Hér eru kannski tveir af bestu handboltamönnum sögunnar og svo ertu líka með Aron Pálmarsson,“ grínaðist Bjarki, og ljóst að stjörnurnar nutu sín í botn með hinum efnilegu handboltakrökkum. Klippa: Sportpakkinn - Stjörnur stýrðu handboltaskóla í Eyjum Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
„Þetta eru svona mini-landsliðsbúðir,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem stóð fyrir handboltaskóla í Vestmannaeyjum í vikunni. Stórskemmtilegt innslag um skólann má sjá hér neðst í greininni. Um er að ræða þriggja daga skóla þar sem ungir og efnilegir iðkendur fengu að upplifa það að æfa eins og atvinnumenn. „Kaíró-skólinn“ er prufuverkefni Kára Kristjáns og með honum var þjálfari hollenska landsliðsins og ÍBV, Erlingur Richardsson. Þátttakendur voru á aldrinum 15-17 ára en í þjálfarateyminu voru einnig landsliðsmennirnir í handbolta; Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þeir eru frábærir á vellinum en vonlausir þjálfarar… nei, þeir eru geggjaðir. Þetta er búið að vera frábært, og þvílíkt „kudos“ á þá að hafa komið. Maður finnur að þeir njóta þess að gefa af sér og það er frábært fyrir krakkana að fá að vera með þessum hetjum, því þetta eru svo sannarlega hetjur,“ segir Kári léttur í bragði við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Tveir af bestu leikmönnum sögunnar og Aron Guðjón Valur hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun eftir langan og afar farsælan feril sem leikmaður, og snerist ekki hugur eftir „fyrstu skrefin“ í þjálfun: „Jaaá, ég er alla vega ekki enn hættur við. Þetta kemur held ég. Nei, nei, ég hlakka mikið til og það er gaman að hafa fengið að koma hérna og prufa svolítið. Krakkarnir eru æðislegir, hafa mikinn áhuga og virðast hafa gaman af. Þetta er búið að heppnast mjög vel og er vonandi komið til að vera.“ „Þetta eru bara flottir krakkar og þetta var skemmtilegra en ég þorði að vona,“ sagði Aron, og Bjarki félagi hans, markakóngur í þýsku 1. deildinni, tók undir: „Þeir eru efnilegir margir hverjir og eiga framtíðina fyrir sér. Maður hefði sjálfur viljað eiga kost á svona. Hér eru kannski tveir af bestu handboltamönnum sögunnar og svo ertu líka með Aron Pálmarsson,“ grínaðist Bjarki, og ljóst að stjörnurnar nutu sín í botn með hinum efnilegu handboltakrökkum. Klippa: Sportpakkinn - Stjörnur stýrðu handboltaskóla í Eyjum
Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira