Minni kvóti: Hver tekur höggið? Svanur Guðmundsson skrifar 18. júní 2020 15:00 Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ef tekið er saman útflutningsverðmæti hverrar tegundar, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá nokkrum vinnslufyrirtækjum og áætlaður niðurskurður, þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós. All nokkrar tegundir dragast saman í veiði ef ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró. Ef metið er hvað þetta þýðir í útflutningstekjum nemur tekjutap vegna viðkomandi tegunda, sem dragast saman, um 12 milljörðum króna. Á móti er viðbót í grálúðu og ýsu en aukningin þar nemur 2,7 milljörðum króna. Ýsan vegur þar mest en þar er óvissan mikil í dag samkvæmt upplýsingum úr greininni bæði þegar kemur að verðum og veiði. Meðfylgjandi tafla sýnir ráðgjöf Hafró í helstu tegundum fyrir næsta ár og hver ráðgjöfin var á síðasta fiskveiðiári. Rauðar tölur sýna lækkaða veiðiráðgjöf. Þegar horft er til mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið og þeirra útflutningstekna sem hann skapar (um 230 milljarða króna) þá er ástæða til að spyrja hversu vel við rannsökum hafið og það vistkerfi sem gefur okkur þessa auðlind. Það er eðlilegt að ráðgjöf Hafró sé umdeild enda miklir hagsmunir í húfi. En getum við sett útá ráðgjöf þeirra þegar Hafró fær augljóslega ekki nægjanlega fjármuni til að rannsaka vistkerfið svo vel sé. Þessa niðursveiflu þarf sjávarútvegurinn einn að taka á sig en því miður munu áhrifanna gæta víða út í samfélaginu. Ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn muni keppast um að dæla fjármunum út til landsbyggðarinnar vegna þessarar tekjuskerðingar eins og gripið var til þegar COVID-19 faraldurinn dundi yfir okkur. Nei, höggið lendir á sjávarútveginum og fólkinu sem hefur lifibrauð sitt af honum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ef tekið er saman útflutningsverðmæti hverrar tegundar, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá nokkrum vinnslufyrirtækjum og áætlaður niðurskurður, þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós. All nokkrar tegundir dragast saman í veiði ef ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró. Ef metið er hvað þetta þýðir í útflutningstekjum nemur tekjutap vegna viðkomandi tegunda, sem dragast saman, um 12 milljörðum króna. Á móti er viðbót í grálúðu og ýsu en aukningin þar nemur 2,7 milljörðum króna. Ýsan vegur þar mest en þar er óvissan mikil í dag samkvæmt upplýsingum úr greininni bæði þegar kemur að verðum og veiði. Meðfylgjandi tafla sýnir ráðgjöf Hafró í helstu tegundum fyrir næsta ár og hver ráðgjöfin var á síðasta fiskveiðiári. Rauðar tölur sýna lækkaða veiðiráðgjöf. Þegar horft er til mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið og þeirra útflutningstekna sem hann skapar (um 230 milljarða króna) þá er ástæða til að spyrja hversu vel við rannsökum hafið og það vistkerfi sem gefur okkur þessa auðlind. Það er eðlilegt að ráðgjöf Hafró sé umdeild enda miklir hagsmunir í húfi. En getum við sett útá ráðgjöf þeirra þegar Hafró fær augljóslega ekki nægjanlega fjármuni til að rannsaka vistkerfið svo vel sé. Þessa niðursveiflu þarf sjávarútvegurinn einn að taka á sig en því miður munu áhrifanna gæta víða út í samfélaginu. Ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn muni keppast um að dæla fjármunum út til landsbyggðarinnar vegna þessarar tekjuskerðingar eins og gripið var til þegar COVID-19 faraldurinn dundi yfir okkur. Nei, höggið lendir á sjávarútveginum og fólkinu sem hefur lifibrauð sitt af honum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar