Minni kvóti: Hver tekur höggið? Svanur Guðmundsson skrifar 18. júní 2020 15:00 Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ef tekið er saman útflutningsverðmæti hverrar tegundar, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá nokkrum vinnslufyrirtækjum og áætlaður niðurskurður, þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós. All nokkrar tegundir dragast saman í veiði ef ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró. Ef metið er hvað þetta þýðir í útflutningstekjum nemur tekjutap vegna viðkomandi tegunda, sem dragast saman, um 12 milljörðum króna. Á móti er viðbót í grálúðu og ýsu en aukningin þar nemur 2,7 milljörðum króna. Ýsan vegur þar mest en þar er óvissan mikil í dag samkvæmt upplýsingum úr greininni bæði þegar kemur að verðum og veiði. Meðfylgjandi tafla sýnir ráðgjöf Hafró í helstu tegundum fyrir næsta ár og hver ráðgjöfin var á síðasta fiskveiðiári. Rauðar tölur sýna lækkaða veiðiráðgjöf. Þegar horft er til mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið og þeirra útflutningstekna sem hann skapar (um 230 milljarða króna) þá er ástæða til að spyrja hversu vel við rannsökum hafið og það vistkerfi sem gefur okkur þessa auðlind. Það er eðlilegt að ráðgjöf Hafró sé umdeild enda miklir hagsmunir í húfi. En getum við sett útá ráðgjöf þeirra þegar Hafró fær augljóslega ekki nægjanlega fjármuni til að rannsaka vistkerfið svo vel sé. Þessa niðursveiflu þarf sjávarútvegurinn einn að taka á sig en því miður munu áhrifanna gæta víða út í samfélaginu. Ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn muni keppast um að dæla fjármunum út til landsbyggðarinnar vegna þessarar tekjuskerðingar eins og gripið var til þegar COVID-19 faraldurinn dundi yfir okkur. Nei, höggið lendir á sjávarútveginum og fólkinu sem hefur lifibrauð sitt af honum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur nýlega birt ráðgjöf sína um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ljóst er að ráðgjöfin kemur til með að hafa nokkur áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsins og lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða. Ef tekið er saman útflutningsverðmæti hverrar tegundar, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá nokkrum vinnslufyrirtækjum og áætlaður niðurskurður, þá kemur eftirfarandi niðurstaða í ljós. All nokkrar tegundir dragast saman í veiði ef ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró. Ef metið er hvað þetta þýðir í útflutningstekjum nemur tekjutap vegna viðkomandi tegunda, sem dragast saman, um 12 milljörðum króna. Á móti er viðbót í grálúðu og ýsu en aukningin þar nemur 2,7 milljörðum króna. Ýsan vegur þar mest en þar er óvissan mikil í dag samkvæmt upplýsingum úr greininni bæði þegar kemur að verðum og veiði. Meðfylgjandi tafla sýnir ráðgjöf Hafró í helstu tegundum fyrir næsta ár og hver ráðgjöfin var á síðasta fiskveiðiári. Rauðar tölur sýna lækkaða veiðiráðgjöf. Þegar horft er til mikilvægi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið og þeirra útflutningstekna sem hann skapar (um 230 milljarða króna) þá er ástæða til að spyrja hversu vel við rannsökum hafið og það vistkerfi sem gefur okkur þessa auðlind. Það er eðlilegt að ráðgjöf Hafró sé umdeild enda miklir hagsmunir í húfi. En getum við sett útá ráðgjöf þeirra þegar Hafró fær augljóslega ekki nægjanlega fjármuni til að rannsaka vistkerfið svo vel sé. Þessa niðursveiflu þarf sjávarútvegurinn einn að taka á sig en því miður munu áhrifanna gæta víða út í samfélaginu. Ekki geri ég ráð fyrir að ráðamenn muni keppast um að dæla fjármunum út til landsbyggðarinnar vegna þessarar tekjuskerðingar eins og gripið var til þegar COVID-19 faraldurinn dundi yfir okkur. Nei, höggið lendir á sjávarútveginum og fólkinu sem hefur lifibrauð sitt af honum. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar