Hvað kostar lýðræðið? Björn Berg Gunnarson skrifar 26. maí 2020 07:30 Það mætti deila meira um hugtakið „óumdeilt“. Kannski hefur það ekki snúist jafn hressilega upp í andhverfu sína og orðin „kóngur“ og „meistari“ en þegar fólk er sagt óumdeilt verðum við að staldra stundarkorn við. Réttur okkar til að deila um og tjá skoðun á fulltrúum okkar og leiðtogum er með þeim mikilvægari sem við eigum. Slíkan rétt hafa ekki allir og metur The Economist stöðu lýðræðis í heiminum nú þá verstu frá árinu 2006, en einungis 4,5% jarðarbúa búa við fullt lýðræði og ríflega þriðjungur býr í löndum þar sem almenningur hefur engin áhrif á hvernig þeim er stjórnað. Þar fær fólk ekki tækifæri til að láta með formlegum hætti reyna á fullyrðingar sumra um að leiðtogarnir séu óumdeildir. Þar þætti lýðræðissinnum væntanlega ekki tiltökumál að inn á kjörseðilinn læddist einn og einn kverúlant sem við fyrstu sýn virðist eygja litla sigurvon eða að hart væri í ári og kosningar dýrar. Slíkt þætti tæplega tilefni til að flauta kosningarnar af, enda rétturinn til að tjá pólitískar skoðanir sínar umtalsvert dýrmætari en svo. Það er áhyggjuefni að hér á landi sé talað um að ástæða sé til að sleppa forsetakosningum, hvort sem ástæðan sem gefin er sé kostnaður, óheppilegir frambjóðendur eða vinsældir núverandi forseta. Það kostar vissulega 300-400 milljónir króna að kjósa í júní en það eru góð kaup, þrátt fyrir allt. Útfærsluatriði á borð við þann fjölda meðmæla sem safna þarf fyrir framboð er um að gera að ráðast í og laga að samtímanum áður en við göngum næst að kjörkössunum, en í stóra samhenginu skiptir það sáralitlu máli. Við skulum ekki gefa okkur að almenn sátt sé um fulltrúa okkar og þeir séu óumdeildir. Skoðanakannanir og fullyrðingar annarra koma aldrei í staðinn fyrir raunverulega þátttöku í frjálsum kosningum. Vonandi verður það á einhverjum tímapunkti óumdeilt. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Forsetakosningar 2020 Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það mætti deila meira um hugtakið „óumdeilt“. Kannski hefur það ekki snúist jafn hressilega upp í andhverfu sína og orðin „kóngur“ og „meistari“ en þegar fólk er sagt óumdeilt verðum við að staldra stundarkorn við. Réttur okkar til að deila um og tjá skoðun á fulltrúum okkar og leiðtogum er með þeim mikilvægari sem við eigum. Slíkan rétt hafa ekki allir og metur The Economist stöðu lýðræðis í heiminum nú þá verstu frá árinu 2006, en einungis 4,5% jarðarbúa búa við fullt lýðræði og ríflega þriðjungur býr í löndum þar sem almenningur hefur engin áhrif á hvernig þeim er stjórnað. Þar fær fólk ekki tækifæri til að láta með formlegum hætti reyna á fullyrðingar sumra um að leiðtogarnir séu óumdeildir. Þar þætti lýðræðissinnum væntanlega ekki tiltökumál að inn á kjörseðilinn læddist einn og einn kverúlant sem við fyrstu sýn virðist eygja litla sigurvon eða að hart væri í ári og kosningar dýrar. Slíkt þætti tæplega tilefni til að flauta kosningarnar af, enda rétturinn til að tjá pólitískar skoðanir sínar umtalsvert dýrmætari en svo. Það er áhyggjuefni að hér á landi sé talað um að ástæða sé til að sleppa forsetakosningum, hvort sem ástæðan sem gefin er sé kostnaður, óheppilegir frambjóðendur eða vinsældir núverandi forseta. Það kostar vissulega 300-400 milljónir króna að kjósa í júní en það eru góð kaup, þrátt fyrir allt. Útfærsluatriði á borð við þann fjölda meðmæla sem safna þarf fyrir framboð er um að gera að ráðast í og laga að samtímanum áður en við göngum næst að kjörkössunum, en í stóra samhenginu skiptir það sáralitlu máli. Við skulum ekki gefa okkur að almenn sátt sé um fulltrúa okkar og þeir séu óumdeildir. Skoðanakannanir og fullyrðingar annarra koma aldrei í staðinn fyrir raunverulega þátttöku í frjálsum kosningum. Vonandi verður það á einhverjum tímapunkti óumdeilt. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun