Leiða má líkum að því að kviknað hafi í út frá rafmagni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. maí 2020 12:00 Miklar skemmdir urðu á vinnubúðunum í brunanum. Vísir/Jóhann K. Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang. Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynning um eldinn klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og voru slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi sendir á staðinn. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi frá því í morgun. Í fyrstu talið að um hótel eða gistiheimili væri að ræða Vinnubúðirnar eru staðsettar við Þjóðveg 1 milli Hveragerðis og Selfoss og eiga að þjóna starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka sem vinna að tvöföldun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri segir að í fyrstu hafi ekki verið ljóst hvort um vinnubúðirnar væri að ræða eða gistiheimilið Hjarðarból sem er á svipuðum slóðum. „Svo kom í ljós að þetta voru vinnubúðirnar og við töldum líklegt að þær væru mannlausar, við höfðum það þó ekki staðfest en að kom í ljós þegar við vorum byrjaðir að þær voru mannlausar. Hér var heilmikill eldur þegar við komum á staðinn,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Eldurinn kom upp í mötuneyti vinnubúðanna og segir Pétur að leiða megi líkur að því að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir/Jóhann K. Reykurinn baneitraður Vinnubúðirnar eru reistar úr gámastæðum sem Pétur segir að séu meðal annars úr frauðplastefni sem gerði aðstæður og slökkvistarf erfiðara. „Þannig að það er mikil eldsmatur í þessu. Þetta er mjög eldfimt efni og alveg baneitraður reykur. Ekki bara fyrir öndunarfæri heldur líka inn um húð hjá slökkviliðsmönnum þannig að hér þarf að fara varlega,“ sagði Pétur. Ferja þurfti allt vatn á vettvang með tankbílum sem tafði slökkvistarf. Pétur segir að samt sem áður hafi slökkvistarf gengið vel. „Það hefur tekið tíma vegna þess að það er timbur inn á milli og var nokkuð erfitt að komast að þessu en með körfubíl og rekstútum, svokölluðum, þá hefur þetta gengið vel.“ sagði Pétur. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri ræðir við Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra á vettvangi í morgun.Vísir/Jóhann K. Ekki hægt að segja með fullri vissu út frá hverju kviknaði en leiða má líkur að rafmagni Formlegu slökkvistarfi lauk svo á sjöunda tímanum í morgun og var vettvangurinn afhentur lögreglu til rannsóknar. Er þetta mikið tjón? „Já ég hugsa að þetta sé heilmikið tjón á þessum hluta búðanna. Þetta virðist vera mötuneytið sem þeir eru að setja upp og já þetta er mikið tjón,“ sagði Pétur. Getið þið áttað ykkur á út frá hverju kviknaði? „Ég held að það sé ómögulegt að segja með fullri vissu á þessari stundu en það má leiða líkum að rafmagni að sjálfsögðu á svona stað,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Slökkvilið Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang. Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynning um eldinn klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og voru slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi sendir á staðinn. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi frá því í morgun. Í fyrstu talið að um hótel eða gistiheimili væri að ræða Vinnubúðirnar eru staðsettar við Þjóðveg 1 milli Hveragerðis og Selfoss og eiga að þjóna starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka sem vinna að tvöföldun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri segir að í fyrstu hafi ekki verið ljóst hvort um vinnubúðirnar væri að ræða eða gistiheimilið Hjarðarból sem er á svipuðum slóðum. „Svo kom í ljós að þetta voru vinnubúðirnar og við töldum líklegt að þær væru mannlausar, við höfðum það þó ekki staðfest en að kom í ljós þegar við vorum byrjaðir að þær voru mannlausar. Hér var heilmikill eldur þegar við komum á staðinn,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Eldurinn kom upp í mötuneyti vinnubúðanna og segir Pétur að leiða megi líkur að því að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir/Jóhann K. Reykurinn baneitraður Vinnubúðirnar eru reistar úr gámastæðum sem Pétur segir að séu meðal annars úr frauðplastefni sem gerði aðstæður og slökkvistarf erfiðara. „Þannig að það er mikil eldsmatur í þessu. Þetta er mjög eldfimt efni og alveg baneitraður reykur. Ekki bara fyrir öndunarfæri heldur líka inn um húð hjá slökkviliðsmönnum þannig að hér þarf að fara varlega,“ sagði Pétur. Ferja þurfti allt vatn á vettvang með tankbílum sem tafði slökkvistarf. Pétur segir að samt sem áður hafi slökkvistarf gengið vel. „Það hefur tekið tíma vegna þess að það er timbur inn á milli og var nokkuð erfitt að komast að þessu en með körfubíl og rekstútum, svokölluðum, þá hefur þetta gengið vel.“ sagði Pétur. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri ræðir við Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra á vettvangi í morgun.Vísir/Jóhann K. Ekki hægt að segja með fullri vissu út frá hverju kviknaði en leiða má líkur að rafmagni Formlegu slökkvistarfi lauk svo á sjöunda tímanum í morgun og var vettvangurinn afhentur lögreglu til rannsóknar. Er þetta mikið tjón? „Já ég hugsa að þetta sé heilmikið tjón á þessum hluta búðanna. Þetta virðist vera mötuneytið sem þeir eru að setja upp og já þetta er mikið tjón,“ sagði Pétur. Getið þið áttað ykkur á út frá hverju kviknaði? „Ég held að það sé ómögulegt að segja með fullri vissu á þessari stundu en það má leiða líkum að rafmagni að sjálfsögðu á svona stað,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Slökkvilið Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Sjá meira
Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent