Fyrsta skrefið er að taka RÚV af auglýsingamarkaði Jón Kaldal skrifar 15. apríl 2020 09:30 Hér er tillaga til fólksins á Alþingi: setjum í salt hugmyndir um að veita fé úr ríkissjóði til einkarekinna fjölmiðla. Mun árangursríkari leið til að styrkja íslenska fjölmiðlun er að taka Ríkisútvarpið (RÚV) af auglýsingamarkaði. Auglýsingafjármagnið sem myndi þá leita annað yrði öflug vítamínsprauta fyrir einkareknu miðlana. Ef frumvarp menntamálaráðherra (lagt fram á Alþingi í desember) verður að lögum munu um 400 milljón krónur fara í endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar til einkarekinna fjölmiðla. Til samanburðar sótti RÚV rúmlega 2,3 milljarða króna á auglýsingamarkað í fyrra, eða um sex sinnum hærri upphæð. Súrefnið minnkar Síðastliðinn áratug hafa aðstæður íslenskra fjölmiðla til að fjármagna starfsemi sína gjörbreyst. Áður kepptu þeir nánast eingöngu sín á milli í tekjuöflun með sölu á auglýsingum og áskriftum, en nú hafa alþjóðleg stórfyrirtæki, Facebook, Google, Spotify, Netflix og fleiri blandað sér í slaginn og mun hlutur þeirra aðeins fara vaxandi á næstu árum. Þessi þróun veldur því óhjákvæmilega að minna fjármagn verður til að standa undir innlendri efnisframleiðslu og samkeppnin um fjármagnið harðnar. Í þessu rekstrarumhverfi þar sem súrefnið hefur farið minnkandi þrengja mikil umsvif RÚV á auglýsingamarkaði enn meira en áður að einkareknum fjölmiðlum. Sterk staða útvarps- og sjónvarpsrása RÚV í áhorfi og hlustun meðal þjóðarinnar og ágeng sölumennska tryggir ríkisfjölmiðlinum stóran hluta af andrými allra í samkeppninni um birtingafé fyrir auglýsingar. Meira íslenskt efni Vissulega er ekk hægt að gera ráð fyrir að allar auglýsingatekjur RÚV færist sjálfkrafa til einkamiðlanna. En þótt það væri ekki nema helmingur væri upphæðin um þrisvar sinnum hærri en gert er ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þannig væri hægt að efla rekstrarumhverfi miðlanna verulega og skapa pláss fyrir fleiri til að freisti gæfunnar í fjölmiðlarekstri og framleiðslu á innlendu efni. Staðreyndin er sú að til að styrkja stöðu sína í samkeppni um lestur/áhorf/hlustun gagnvart erlendum efnsveitum - og ekki síður sín á milli - verða innlend fjölmiðlafyrirtæki að bjóða upp á íslenskt efni. Það hefur sýnt sig í öllum löndum að fólk velur efni frá heimalandi sínu fram yfir erlent. Að bjóða upp á áhugavert íslenskt efni er því einfaldlega spurning um líf eða dauða fyrir fjölmiðla. Núverandi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði stendur í raun í vegi fyrir samkeppni og stuðlar að fábreyttari fjölmiðlun. Mikilvægt er að hafa í huga að RÚV mun eftir sem áður þurfa að sinna lögbundnu menningarhlutverki sínu, sem er fyrst og fremst framleiðsla á innlendu efni. Sjálfsagt væri að skoða hvort ekki mætti fella lestur dánarfregna og jarðarfaratilkynninga þar undir og hafa sem gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þjóðina. Þetta er séríslenskt útvarpsefni sem á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. Bjór og getraunir Til að auka tekjumöguleika einkarekinna fjölmiðla og jafna aðstöðumun milli þeirra og erlendra miðla sem eru aðgengilegir á netinu og víðar, hefur Alþingi í hendi sér að ganga lengra en að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta yrði gert með því að endurskoða hvaða vörur og þjónustu er leyfilegt að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Þannig væri til dæmis hægt að heimila auglýsingar á áfengum drykkjum með að lágmarki sömu skilyrðum og koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Sömuleiðis mætti heimila fjölmiðlum að birta auglýsingar og kynningar frá happdrættis- og getraunafyrirtækjum burtséð frá þjóðerni þeirra, einnig að lágmarki með þeim skilyrðum sem koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Einkaréttur innlendra happdrættis- og getraunafyrirtækja á að auglýsa starfsemi sína er tímaskekkja í netvæddum heimi. Þessi breyting ein og sér myndi skjóta styrkum stoðum undir íþróttafréttasíður, sem eru nú þegar fullar af vörumerkjum bjór- og getraunafyrirtækja sem auglýsa grimmt á búningum keppnisliða um allan heim. Ef ekkert ef þessu dugar má mögulega taka aftur fram frumvarp um beingreiðslur úr ríkissjóði til einkarekinni miðla að uppfylltum skilyrðum. Það væri þó afturför fyrir sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að vera upp á fjármagn frá ríkinu komið. Höfundur hefur starfað við einkarekna fjölmiðla í 27 ár, sem blaðamaður, ritstjóri og eigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Auglýsingamarkaður Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Hér er tillaga til fólksins á Alþingi: setjum í salt hugmyndir um að veita fé úr ríkissjóði til einkarekinna fjölmiðla. Mun árangursríkari leið til að styrkja íslenska fjölmiðlun er að taka Ríkisútvarpið (RÚV) af auglýsingamarkaði. Auglýsingafjármagnið sem myndi þá leita annað yrði öflug vítamínsprauta fyrir einkareknu miðlana. Ef frumvarp menntamálaráðherra (lagt fram á Alþingi í desember) verður að lögum munu um 400 milljón krónur fara í endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar til einkarekinna fjölmiðla. Til samanburðar sótti RÚV rúmlega 2,3 milljarða króna á auglýsingamarkað í fyrra, eða um sex sinnum hærri upphæð. Súrefnið minnkar Síðastliðinn áratug hafa aðstæður íslenskra fjölmiðla til að fjármagna starfsemi sína gjörbreyst. Áður kepptu þeir nánast eingöngu sín á milli í tekjuöflun með sölu á auglýsingum og áskriftum, en nú hafa alþjóðleg stórfyrirtæki, Facebook, Google, Spotify, Netflix og fleiri blandað sér í slaginn og mun hlutur þeirra aðeins fara vaxandi á næstu árum. Þessi þróun veldur því óhjákvæmilega að minna fjármagn verður til að standa undir innlendri efnisframleiðslu og samkeppnin um fjármagnið harðnar. Í þessu rekstrarumhverfi þar sem súrefnið hefur farið minnkandi þrengja mikil umsvif RÚV á auglýsingamarkaði enn meira en áður að einkareknum fjölmiðlum. Sterk staða útvarps- og sjónvarpsrása RÚV í áhorfi og hlustun meðal þjóðarinnar og ágeng sölumennska tryggir ríkisfjölmiðlinum stóran hluta af andrými allra í samkeppninni um birtingafé fyrir auglýsingar. Meira íslenskt efni Vissulega er ekk hægt að gera ráð fyrir að allar auglýsingatekjur RÚV færist sjálfkrafa til einkamiðlanna. En þótt það væri ekki nema helmingur væri upphæðin um þrisvar sinnum hærri en gert er ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þannig væri hægt að efla rekstrarumhverfi miðlanna verulega og skapa pláss fyrir fleiri til að freisti gæfunnar í fjölmiðlarekstri og framleiðslu á innlendu efni. Staðreyndin er sú að til að styrkja stöðu sína í samkeppni um lestur/áhorf/hlustun gagnvart erlendum efnsveitum - og ekki síður sín á milli - verða innlend fjölmiðlafyrirtæki að bjóða upp á íslenskt efni. Það hefur sýnt sig í öllum löndum að fólk velur efni frá heimalandi sínu fram yfir erlent. Að bjóða upp á áhugavert íslenskt efni er því einfaldlega spurning um líf eða dauða fyrir fjölmiðla. Núverandi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði stendur í raun í vegi fyrir samkeppni og stuðlar að fábreyttari fjölmiðlun. Mikilvægt er að hafa í huga að RÚV mun eftir sem áður þurfa að sinna lögbundnu menningarhlutverki sínu, sem er fyrst og fremst framleiðsla á innlendu efni. Sjálfsagt væri að skoða hvort ekki mætti fella lestur dánarfregna og jarðarfaratilkynninga þar undir og hafa sem gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þjóðina. Þetta er séríslenskt útvarpsefni sem á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. Bjór og getraunir Til að auka tekjumöguleika einkarekinna fjölmiðla og jafna aðstöðumun milli þeirra og erlendra miðla sem eru aðgengilegir á netinu og víðar, hefur Alþingi í hendi sér að ganga lengra en að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta yrði gert með því að endurskoða hvaða vörur og þjónustu er leyfilegt að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Þannig væri til dæmis hægt að heimila auglýsingar á áfengum drykkjum með að lágmarki sömu skilyrðum og koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Sömuleiðis mætti heimila fjölmiðlum að birta auglýsingar og kynningar frá happdrættis- og getraunafyrirtækjum burtséð frá þjóðerni þeirra, einnig að lágmarki með þeim skilyrðum sem koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Einkaréttur innlendra happdrættis- og getraunafyrirtækja á að auglýsa starfsemi sína er tímaskekkja í netvæddum heimi. Þessi breyting ein og sér myndi skjóta styrkum stoðum undir íþróttafréttasíður, sem eru nú þegar fullar af vörumerkjum bjór- og getraunafyrirtækja sem auglýsa grimmt á búningum keppnisliða um allan heim. Ef ekkert ef þessu dugar má mögulega taka aftur fram frumvarp um beingreiðslur úr ríkissjóði til einkarekinni miðla að uppfylltum skilyrðum. Það væri þó afturför fyrir sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að vera upp á fjármagn frá ríkinu komið. Höfundur hefur starfað við einkarekna fjölmiðla í 27 ár, sem blaðamaður, ritstjóri og eigandi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar