Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 10:57 Trump (t.v.) og Fauci. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Í tístinu sem Trump deildi var Fauci gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla um viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldri kórónuveirunnar sem nú geisar víðs vegar um heiminn. Hann sagði að ef fyrr hefði verið gripið til aðgerða hefði mátt bjarga lífi margra Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um er að ræða tíst frá Repúblikananum DeAnna Lorraine. Hún bauð sig fram í síðustu kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en hafði ekki erindi sem erfiði. Í tísti sínu segir hún skjóta skökku við að Fauci segi nú að Trump hefði átt að hlusta á sérfræðinga, þar sem Fauci hafi sjálfur í lok febrúar sagt að Bandaríkjamenn hefðu ekkert að óttast. Sorry Fake News, it s all on tape. I banned China long before people spoke up. Thank you @OANN https://t.co/d40JQkUZg5— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2020 Þá sagði hún kominn tíma til að reka Fauci, sem gegnt hefur embætti forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna síðan 1984 og þannig farið fyrir viðbragðsaðgerðum við HIV-faraldrinum, Ebólu í Bandaríkjunum og nú Covid-19. Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki í faraldrinum vestan hafs og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir hér heima. Með færslunni skrifaði Trump sjálfur að „falsfréttamiðlar,“ sem honum er tíðrætt um, gætu ekki gert sér trúverðugan mat úr ummælum Fauci. Það væri vel skrásett að forsetinn hefði bannað ferðir fólks frá Kína til Bandaríkjanna áður en háværar kröfur um aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar fóru að heyrast. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Í tístinu sem Trump deildi var Fauci gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla um viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldri kórónuveirunnar sem nú geisar víðs vegar um heiminn. Hann sagði að ef fyrr hefði verið gripið til aðgerða hefði mátt bjarga lífi margra Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um er að ræða tíst frá Repúblikananum DeAnna Lorraine. Hún bauð sig fram í síðustu kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en hafði ekki erindi sem erfiði. Í tísti sínu segir hún skjóta skökku við að Fauci segi nú að Trump hefði átt að hlusta á sérfræðinga, þar sem Fauci hafi sjálfur í lok febrúar sagt að Bandaríkjamenn hefðu ekkert að óttast. Sorry Fake News, it s all on tape. I banned China long before people spoke up. Thank you @OANN https://t.co/d40JQkUZg5— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2020 Þá sagði hún kominn tíma til að reka Fauci, sem gegnt hefur embætti forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna síðan 1984 og þannig farið fyrir viðbragðsaðgerðum við HIV-faraldrinum, Ebólu í Bandaríkjunum og nú Covid-19. Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki í faraldrinum vestan hafs og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir hér heima. Með færslunni skrifaði Trump sjálfur að „falsfréttamiðlar,“ sem honum er tíðrætt um, gætu ekki gert sér trúverðugan mat úr ummælum Fauci. Það væri vel skrásett að forsetinn hefði bannað ferðir fólks frá Kína til Bandaríkjanna áður en háværar kröfur um aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar fóru að heyrast.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent