Kórónuveiran herjar á þau varnarlausu Þórir Guðmundsson skrifar 11. apríl 2020 17:25 Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda. Þessi veira legst af mestu afli á þau sem geta ekki varið sig, þurfa að mæta á vinnustað til að afla sér tekna og búa í samfélögum þar sem þéttbýlið og mannmergðin koma í veg fyrir að hægt sé að halda fjarlægðarmörkum milli fólks. Í Bandaríkjunum eru menn farnir að taka eftir því að dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum eru hlutfallslega fleiri meðal blökkufólks en hvítra. Í Maryland, þar sem svartir eru 30 prósent íbúanna, eru svartir rúmlega helmingur þeirra sem hafa látist úr faraldrinum. Í Chicago eru líka 30 prósent íbúa svartir en 70 prósent þeirra sem hafa smitast. Í New York borg eru 34 prósent þeirra sem hafa látið lífið upprunnir frá rómönsku Ameríku en þeir eru 29 prósent íbúa borgarinnar. Enn er ekki hægt að segja til um hvort ójafnvægið sé vegna þess að blökkufólk búi þrengra, gegni oftar störfum sem krefjast nálægðar, sé heilsufarslega ver á sig komið eða eigi ekki kost á jafn góðri læknisþjónustu. Það er hins vegar alveg hægt að gera því skóna að það tengist á einhvern hátt því að svartir eru almennt tekjulægri en hvítir með öllum þeim afleiðingum sem það hefur. Um allan heim sjáum við fram á gífurlegt efnahagslegt áfall. Hér á landi og annars staðar á vesturlöndum héldu margir í upphafi faraldursins að áfallið myndi vara í nokkrar vikur, kannski tvo til þrjá mánuði. Nú er ljóst að niðursveiflan verður kreppa sem varir að minnsta kosti fram á næsta vetur og afleiðingar hennar miklu lengur. Eins og alltaf í áföllum þá verða berskjaldaðir fyrir mestu tjóni og eiga í mestum vanda við að komast í gegnum storminn. Því lengur sem hann geisar því ólíklegra er að þau sem ekki hafa bjargráð af einhverju tagi komist yfirleitt í gegnum hann. Fáir eru varnarlausari en íbúar fátækrahverfa og flóttamannabúða. Þeir búa þétt saman og reiða sig oft á störf sem krefjast nálægðar, svo sem götusölu, akstur eða íhlaupaverk. Um allan heim er fólk sem þarf að gera upp við sig hvort það ætlar að halda áfram að afla tekna með störfum sem setur það í hættu eða halda sig heima og láta fjölskylduna svelta. Þrettán milljónir manna búa í favelum í Brasilíu, kofaþyrpingum sem eru byggðar í hlíðum stórborganna, þar sem þrjár eða fjórar kynslóðir búa oft í litlum íbúðum. Hreinlætisaðstaða er léleg og velferðarnetið gisið þar sem það er yfirleitt til staðar. Á sama tíma og forseti landsins hlær að viðvörunum þá hækka dánartölurnar í landinu og veiran læðir sér um margmennið. Þau sem tilheyra hinum 70 milljóna manna hópi í heiminum, sem hefur orðið að flýja heimili sitt, geta ekki hlýtt tilmælum um að halda sig heima. Mörg þeirra hafast við eins og síld í tunnu í flóttamannabúðum þar sem þau þurfa að bíða í biðröð eftir að komast að vatni til að þvo hendurnar. Það eru ekki tveir metrar á milli fólks í þeirri biðröð. Stjórnvöld í Bangladess hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum meðal annars með því að loka milljón manna flóttamannabúðum Rohingja, sem hafa flúið frá Burma undanfarin ár. Í þéttbýlum búðunum er skortur á heilbrigðisþjónustu og þar, eins og víða, koma efnahagsþrengingar í ríku löndunum með hörku niður á þeim þegar félagasamtök og alþjóðastofnanir fá ekki lengur fé til hjálparstarfs. Flóttamannabúðir víða um heim eru tifandi tímasprengja kórónuveirunnar. Í Jemen kom upp tilfelli kórónuveiru í vikunni. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér skelfingarástandið í því stríðshrjáða landi nú þegar, hvað þá ef faraldurinn nær sér á strik. Þá verður ekki talað um álag á heilbrigðiskerfið. Það verður sem verða vill. Kórónuveiran er þannig langt frá því að ráðast jafnt á alla þó að hún fari í sjálfu sér ekki í manngreinarálit. Hér á Íslandi hefur hún nú þegar gert gífurlegan skaða sem ekki sér fyrir endann á. Annars staðar í heiminum eru þjóðir og samfélög rétt að uppgötva þennan vágest og hafa engar varnir við honum, engar leiðir til að forðast hann og engin bjargráð til að milda höggið þegar það kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda. Þessi veira legst af mestu afli á þau sem geta ekki varið sig, þurfa að mæta á vinnustað til að afla sér tekna og búa í samfélögum þar sem þéttbýlið og mannmergðin koma í veg fyrir að hægt sé að halda fjarlægðarmörkum milli fólks. Í Bandaríkjunum eru menn farnir að taka eftir því að dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum eru hlutfallslega fleiri meðal blökkufólks en hvítra. Í Maryland, þar sem svartir eru 30 prósent íbúanna, eru svartir rúmlega helmingur þeirra sem hafa látist úr faraldrinum. Í Chicago eru líka 30 prósent íbúa svartir en 70 prósent þeirra sem hafa smitast. Í New York borg eru 34 prósent þeirra sem hafa látið lífið upprunnir frá rómönsku Ameríku en þeir eru 29 prósent íbúa borgarinnar. Enn er ekki hægt að segja til um hvort ójafnvægið sé vegna þess að blökkufólk búi þrengra, gegni oftar störfum sem krefjast nálægðar, sé heilsufarslega ver á sig komið eða eigi ekki kost á jafn góðri læknisþjónustu. Það er hins vegar alveg hægt að gera því skóna að það tengist á einhvern hátt því að svartir eru almennt tekjulægri en hvítir með öllum þeim afleiðingum sem það hefur. Um allan heim sjáum við fram á gífurlegt efnahagslegt áfall. Hér á landi og annars staðar á vesturlöndum héldu margir í upphafi faraldursins að áfallið myndi vara í nokkrar vikur, kannski tvo til þrjá mánuði. Nú er ljóst að niðursveiflan verður kreppa sem varir að minnsta kosti fram á næsta vetur og afleiðingar hennar miklu lengur. Eins og alltaf í áföllum þá verða berskjaldaðir fyrir mestu tjóni og eiga í mestum vanda við að komast í gegnum storminn. Því lengur sem hann geisar því ólíklegra er að þau sem ekki hafa bjargráð af einhverju tagi komist yfirleitt í gegnum hann. Fáir eru varnarlausari en íbúar fátækrahverfa og flóttamannabúða. Þeir búa þétt saman og reiða sig oft á störf sem krefjast nálægðar, svo sem götusölu, akstur eða íhlaupaverk. Um allan heim er fólk sem þarf að gera upp við sig hvort það ætlar að halda áfram að afla tekna með störfum sem setur það í hættu eða halda sig heima og láta fjölskylduna svelta. Þrettán milljónir manna búa í favelum í Brasilíu, kofaþyrpingum sem eru byggðar í hlíðum stórborganna, þar sem þrjár eða fjórar kynslóðir búa oft í litlum íbúðum. Hreinlætisaðstaða er léleg og velferðarnetið gisið þar sem það er yfirleitt til staðar. Á sama tíma og forseti landsins hlær að viðvörunum þá hækka dánartölurnar í landinu og veiran læðir sér um margmennið. Þau sem tilheyra hinum 70 milljóna manna hópi í heiminum, sem hefur orðið að flýja heimili sitt, geta ekki hlýtt tilmælum um að halda sig heima. Mörg þeirra hafast við eins og síld í tunnu í flóttamannabúðum þar sem þau þurfa að bíða í biðröð eftir að komast að vatni til að þvo hendurnar. Það eru ekki tveir metrar á milli fólks í þeirri biðröð. Stjórnvöld í Bangladess hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum meðal annars með því að loka milljón manna flóttamannabúðum Rohingja, sem hafa flúið frá Burma undanfarin ár. Í þéttbýlum búðunum er skortur á heilbrigðisþjónustu og þar, eins og víða, koma efnahagsþrengingar í ríku löndunum með hörku niður á þeim þegar félagasamtök og alþjóðastofnanir fá ekki lengur fé til hjálparstarfs. Flóttamannabúðir víða um heim eru tifandi tímasprengja kórónuveirunnar. Í Jemen kom upp tilfelli kórónuveiru í vikunni. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér skelfingarástandið í því stríðshrjáða landi nú þegar, hvað þá ef faraldurinn nær sér á strik. Þá verður ekki talað um álag á heilbrigðiskerfið. Það verður sem verða vill. Kórónuveiran er þannig langt frá því að ráðast jafnt á alla þó að hún fari í sjálfu sér ekki í manngreinarálit. Hér á Íslandi hefur hún nú þegar gert gífurlegan skaða sem ekki sér fyrir endann á. Annars staðar í heiminum eru þjóðir og samfélög rétt að uppgötva þennan vágest og hafa engar varnir við honum, engar leiðir til að forðast hann og engin bjargráð til að milda höggið þegar það kemur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun