Kórónuveiran herjar á þau varnarlausu Þórir Guðmundsson skrifar 11. apríl 2020 17:25 Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda. Þessi veira legst af mestu afli á þau sem geta ekki varið sig, þurfa að mæta á vinnustað til að afla sér tekna og búa í samfélögum þar sem þéttbýlið og mannmergðin koma í veg fyrir að hægt sé að halda fjarlægðarmörkum milli fólks. Í Bandaríkjunum eru menn farnir að taka eftir því að dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum eru hlutfallslega fleiri meðal blökkufólks en hvítra. Í Maryland, þar sem svartir eru 30 prósent íbúanna, eru svartir rúmlega helmingur þeirra sem hafa látist úr faraldrinum. Í Chicago eru líka 30 prósent íbúa svartir en 70 prósent þeirra sem hafa smitast. Í New York borg eru 34 prósent þeirra sem hafa látið lífið upprunnir frá rómönsku Ameríku en þeir eru 29 prósent íbúa borgarinnar. Enn er ekki hægt að segja til um hvort ójafnvægið sé vegna þess að blökkufólk búi þrengra, gegni oftar störfum sem krefjast nálægðar, sé heilsufarslega ver á sig komið eða eigi ekki kost á jafn góðri læknisþjónustu. Það er hins vegar alveg hægt að gera því skóna að það tengist á einhvern hátt því að svartir eru almennt tekjulægri en hvítir með öllum þeim afleiðingum sem það hefur. Um allan heim sjáum við fram á gífurlegt efnahagslegt áfall. Hér á landi og annars staðar á vesturlöndum héldu margir í upphafi faraldursins að áfallið myndi vara í nokkrar vikur, kannski tvo til þrjá mánuði. Nú er ljóst að niðursveiflan verður kreppa sem varir að minnsta kosti fram á næsta vetur og afleiðingar hennar miklu lengur. Eins og alltaf í áföllum þá verða berskjaldaðir fyrir mestu tjóni og eiga í mestum vanda við að komast í gegnum storminn. Því lengur sem hann geisar því ólíklegra er að þau sem ekki hafa bjargráð af einhverju tagi komist yfirleitt í gegnum hann. Fáir eru varnarlausari en íbúar fátækrahverfa og flóttamannabúða. Þeir búa þétt saman og reiða sig oft á störf sem krefjast nálægðar, svo sem götusölu, akstur eða íhlaupaverk. Um allan heim er fólk sem þarf að gera upp við sig hvort það ætlar að halda áfram að afla tekna með störfum sem setur það í hættu eða halda sig heima og láta fjölskylduna svelta. Þrettán milljónir manna búa í favelum í Brasilíu, kofaþyrpingum sem eru byggðar í hlíðum stórborganna, þar sem þrjár eða fjórar kynslóðir búa oft í litlum íbúðum. Hreinlætisaðstaða er léleg og velferðarnetið gisið þar sem það er yfirleitt til staðar. Á sama tíma og forseti landsins hlær að viðvörunum þá hækka dánartölurnar í landinu og veiran læðir sér um margmennið. Þau sem tilheyra hinum 70 milljóna manna hópi í heiminum, sem hefur orðið að flýja heimili sitt, geta ekki hlýtt tilmælum um að halda sig heima. Mörg þeirra hafast við eins og síld í tunnu í flóttamannabúðum þar sem þau þurfa að bíða í biðröð eftir að komast að vatni til að þvo hendurnar. Það eru ekki tveir metrar á milli fólks í þeirri biðröð. Stjórnvöld í Bangladess hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum meðal annars með því að loka milljón manna flóttamannabúðum Rohingja, sem hafa flúið frá Burma undanfarin ár. Í þéttbýlum búðunum er skortur á heilbrigðisþjónustu og þar, eins og víða, koma efnahagsþrengingar í ríku löndunum með hörku niður á þeim þegar félagasamtök og alþjóðastofnanir fá ekki lengur fé til hjálparstarfs. Flóttamannabúðir víða um heim eru tifandi tímasprengja kórónuveirunnar. Í Jemen kom upp tilfelli kórónuveiru í vikunni. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér skelfingarástandið í því stríðshrjáða landi nú þegar, hvað þá ef faraldurinn nær sér á strik. Þá verður ekki talað um álag á heilbrigðiskerfið. Það verður sem verða vill. Kórónuveiran er þannig langt frá því að ráðast jafnt á alla þó að hún fari í sjálfu sér ekki í manngreinarálit. Hér á Íslandi hefur hún nú þegar gert gífurlegan skaða sem ekki sér fyrir endann á. Annars staðar í heiminum eru þjóðir og samfélög rétt að uppgötva þennan vágest og hafa engar varnir við honum, engar leiðir til að forðast hann og engin bjargráð til að milda höggið þegar það kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Guðmundsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast bæði veirunni og kreppunni sem hún er að valda. Þessi veira legst af mestu afli á þau sem geta ekki varið sig, þurfa að mæta á vinnustað til að afla sér tekna og búa í samfélögum þar sem þéttbýlið og mannmergðin koma í veg fyrir að hægt sé að halda fjarlægðarmörkum milli fólks. Í Bandaríkjunum eru menn farnir að taka eftir því að dauðsföll úr Covid-19 sjúkdómnum eru hlutfallslega fleiri meðal blökkufólks en hvítra. Í Maryland, þar sem svartir eru 30 prósent íbúanna, eru svartir rúmlega helmingur þeirra sem hafa látist úr faraldrinum. Í Chicago eru líka 30 prósent íbúa svartir en 70 prósent þeirra sem hafa smitast. Í New York borg eru 34 prósent þeirra sem hafa látið lífið upprunnir frá rómönsku Ameríku en þeir eru 29 prósent íbúa borgarinnar. Enn er ekki hægt að segja til um hvort ójafnvægið sé vegna þess að blökkufólk búi þrengra, gegni oftar störfum sem krefjast nálægðar, sé heilsufarslega ver á sig komið eða eigi ekki kost á jafn góðri læknisþjónustu. Það er hins vegar alveg hægt að gera því skóna að það tengist á einhvern hátt því að svartir eru almennt tekjulægri en hvítir með öllum þeim afleiðingum sem það hefur. Um allan heim sjáum við fram á gífurlegt efnahagslegt áfall. Hér á landi og annars staðar á vesturlöndum héldu margir í upphafi faraldursins að áfallið myndi vara í nokkrar vikur, kannski tvo til þrjá mánuði. Nú er ljóst að niðursveiflan verður kreppa sem varir að minnsta kosti fram á næsta vetur og afleiðingar hennar miklu lengur. Eins og alltaf í áföllum þá verða berskjaldaðir fyrir mestu tjóni og eiga í mestum vanda við að komast í gegnum storminn. Því lengur sem hann geisar því ólíklegra er að þau sem ekki hafa bjargráð af einhverju tagi komist yfirleitt í gegnum hann. Fáir eru varnarlausari en íbúar fátækrahverfa og flóttamannabúða. Þeir búa þétt saman og reiða sig oft á störf sem krefjast nálægðar, svo sem götusölu, akstur eða íhlaupaverk. Um allan heim er fólk sem þarf að gera upp við sig hvort það ætlar að halda áfram að afla tekna með störfum sem setur það í hættu eða halda sig heima og láta fjölskylduna svelta. Þrettán milljónir manna búa í favelum í Brasilíu, kofaþyrpingum sem eru byggðar í hlíðum stórborganna, þar sem þrjár eða fjórar kynslóðir búa oft í litlum íbúðum. Hreinlætisaðstaða er léleg og velferðarnetið gisið þar sem það er yfirleitt til staðar. Á sama tíma og forseti landsins hlær að viðvörunum þá hækka dánartölurnar í landinu og veiran læðir sér um margmennið. Þau sem tilheyra hinum 70 milljóna manna hópi í heiminum, sem hefur orðið að flýja heimili sitt, geta ekki hlýtt tilmælum um að halda sig heima. Mörg þeirra hafast við eins og síld í tunnu í flóttamannabúðum þar sem þau þurfa að bíða í biðröð eftir að komast að vatni til að þvo hendurnar. Það eru ekki tveir metrar á milli fólks í þeirri biðröð. Stjórnvöld í Bangladess hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum meðal annars með því að loka milljón manna flóttamannabúðum Rohingja, sem hafa flúið frá Burma undanfarin ár. Í þéttbýlum búðunum er skortur á heilbrigðisþjónustu og þar, eins og víða, koma efnahagsþrengingar í ríku löndunum með hörku niður á þeim þegar félagasamtök og alþjóðastofnanir fá ekki lengur fé til hjálparstarfs. Flóttamannabúðir víða um heim eru tifandi tímasprengja kórónuveirunnar. Í Jemen kom upp tilfelli kórónuveiru í vikunni. Það er eiginlega ekki hægt að ímynda sér skelfingarástandið í því stríðshrjáða landi nú þegar, hvað þá ef faraldurinn nær sér á strik. Þá verður ekki talað um álag á heilbrigðiskerfið. Það verður sem verða vill. Kórónuveiran er þannig langt frá því að ráðast jafnt á alla þó að hún fari í sjálfu sér ekki í manngreinarálit. Hér á Íslandi hefur hún nú þegar gert gífurlegan skaða sem ekki sér fyrir endann á. Annars staðar í heiminum eru þjóðir og samfélög rétt að uppgötva þennan vágest og hafa engar varnir við honum, engar leiðir til að forðast hann og engin bjargráð til að milda höggið þegar það kemur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun