Engin sértæk þjónusta lengur fyrir börn alkóhólista Kobrún Baldursdóttir skrifar 4. apríl 2020 10:42 Sálfræðingunum hjá SÁÁ hefur verið sagt upp og ætla ég, borgarfulltrúi Flokks fólksins og sálfræðingur, þess vegna að leggja aftur fram tillögu í borgarstjórn um að stofna sértæka stuðningsþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Tillagan var lögð fram 16. nóvember en vísað frá. Þessum börnum var aðallega sinnt af sálfræðingum SÁÁ og var langur biðlisti eftir þjónustunni. Nú er engin sértæk þjónusta lengur í boði fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Úrræði af þessu tagi þarf að standa öllum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda til boða án tillits til hvort barn búi hjá foreldrinu sem glímir við sjúkdóminn eða hefur umgengni við það, einnig án tillits til hvort þau eru sjálf metin í áhættuhópi eða ekki. Ekki ætti að vera þörf á tilvísun. Stuðningsþjónustunni yrði jafnframt ætlað að styðja við foreldrana með ráðgjöf og fræðslu eftir atvikum. Áhrif og afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma eða vímuefnaneyslu foreldris Börn alkóhólista og vímuefnaneytenda er hópur barna sem hvorki heyrist hátt í né mikið er rætt um. Þetta er oft falinn hópur. Mörg barnanna búa við aðstæður óöryggis, óvissu, ófyrirsjáanleika, ótta. Mikið og langvarandi álag og ábyrgð er oft langt umfram það sem aldur og þroski leyfir. Afleiðingarnar fyrir þennan hóp barna geta verið meðvirkni, sárar tilfinningar, brostnar vonir og sködduð sjálfsmynd. Enda þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar í málaflokknum undanfarinn áratug ríkir enn þöggun og fordómar um alkóhólisma og neyslu vímuefna foreldris. Börn sem búa við vandann og eru hluti hans halda honum oft leyndum, vilja ekki tala um hann og vilja afneita honum. Meðvirkni er sjúkdómur sem herjar á aðstandendur alkóhólista og eru börn þar engin undantekning. Dæmi um meðvirkni í fjölskyldu alkóhólistans er þörfin að láta allt líta vel út á yfirborðinu og þegja yfir hinum raunverulega vanda. Að alast upp í aðstæðum sem einkennast af meðvirkni getur leiður oft til þess að börnin verða meðvirk. Meðvirkni dregur úr færni barna að bregðast við áreiti samkvæmt innstu sannfæringu. Stuðningsnet og aðstoð frá fagaðila getur skipt sköpum þegar kemur að neikvæðum áhrifum og afleiðingum bæði til skemmri og lengri tíma. Sértækt úrræði á vegum borgarinnar Reykjavíkurborg hefur styrkt SÁÁ um 19 m.kr. á ári. Hluti af þeim styrk var varið í þjónustu barna áfengis- og vímuefnaneytenda. Þar sem sú þjónusta er ekki lengur í boði og óvíst hvort og þá hvenær hún kemst á aftur hjá SÁÁ verður Reykjavíkurborg að axla þessa ábyrgð. Vissulega hefur þessum börnum verið sinnt af velferðaryfirvöldum borgarinnar en hér er lagt til að stofnað verði sértækt úrræði í anda þess sem SÁÁ rak. Barn sem fær tækifæri við öruggar aðstæður til að tjá sig um neysluvandamál foreldris getur losað um djúpstæða vanlíðan og áhyggjur. Börnin fá fræðslu um að neysluvandi foreldrisins sé ekki á þeirra ábyrgð. Fræðsla getur stuðlað að því að barn geti hafnað tilfinningum á borð við skömm og sektarkennd. Slík leiðrétting á íþyngjandi tilfinningum og hugsunum er börnum mikill léttir og markar jafnvel nýtt upphafi í lífi þeirra. Með stofnun sértæks stuðningsúrræðis á vegum Reykjavíkurborgar eyrnamerktum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda þar sem börnin geta komið á eigin forsendum án tilvísunar er verið að viðurkenna að börn alkóhólista sé skilgreindur hópur. Rjúfa þarf þagnarmúrinn sem umlykur börn í þessum aðstæðum. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Fíkn Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Sálfræðingunum hjá SÁÁ hefur verið sagt upp og ætla ég, borgarfulltrúi Flokks fólksins og sálfræðingur, þess vegna að leggja aftur fram tillögu í borgarstjórn um að stofna sértæka stuðningsþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Tillagan var lögð fram 16. nóvember en vísað frá. Þessum börnum var aðallega sinnt af sálfræðingum SÁÁ og var langur biðlisti eftir þjónustunni. Nú er engin sértæk þjónusta lengur í boði fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Úrræði af þessu tagi þarf að standa öllum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda til boða án tillits til hvort barn búi hjá foreldrinu sem glímir við sjúkdóminn eða hefur umgengni við það, einnig án tillits til hvort þau eru sjálf metin í áhættuhópi eða ekki. Ekki ætti að vera þörf á tilvísun. Stuðningsþjónustunni yrði jafnframt ætlað að styðja við foreldrana með ráðgjöf og fræðslu eftir atvikum. Áhrif og afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma eða vímuefnaneyslu foreldris Börn alkóhólista og vímuefnaneytenda er hópur barna sem hvorki heyrist hátt í né mikið er rætt um. Þetta er oft falinn hópur. Mörg barnanna búa við aðstæður óöryggis, óvissu, ófyrirsjáanleika, ótta. Mikið og langvarandi álag og ábyrgð er oft langt umfram það sem aldur og þroski leyfir. Afleiðingarnar fyrir þennan hóp barna geta verið meðvirkni, sárar tilfinningar, brostnar vonir og sködduð sjálfsmynd. Enda þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar í málaflokknum undanfarinn áratug ríkir enn þöggun og fordómar um alkóhólisma og neyslu vímuefna foreldris. Börn sem búa við vandann og eru hluti hans halda honum oft leyndum, vilja ekki tala um hann og vilja afneita honum. Meðvirkni er sjúkdómur sem herjar á aðstandendur alkóhólista og eru börn þar engin undantekning. Dæmi um meðvirkni í fjölskyldu alkóhólistans er þörfin að láta allt líta vel út á yfirborðinu og þegja yfir hinum raunverulega vanda. Að alast upp í aðstæðum sem einkennast af meðvirkni getur leiður oft til þess að börnin verða meðvirk. Meðvirkni dregur úr færni barna að bregðast við áreiti samkvæmt innstu sannfæringu. Stuðningsnet og aðstoð frá fagaðila getur skipt sköpum þegar kemur að neikvæðum áhrifum og afleiðingum bæði til skemmri og lengri tíma. Sértækt úrræði á vegum borgarinnar Reykjavíkurborg hefur styrkt SÁÁ um 19 m.kr. á ári. Hluti af þeim styrk var varið í þjónustu barna áfengis- og vímuefnaneytenda. Þar sem sú þjónusta er ekki lengur í boði og óvíst hvort og þá hvenær hún kemst á aftur hjá SÁÁ verður Reykjavíkurborg að axla þessa ábyrgð. Vissulega hefur þessum börnum verið sinnt af velferðaryfirvöldum borgarinnar en hér er lagt til að stofnað verði sértækt úrræði í anda þess sem SÁÁ rak. Barn sem fær tækifæri við öruggar aðstæður til að tjá sig um neysluvandamál foreldris getur losað um djúpstæða vanlíðan og áhyggjur. Börnin fá fræðslu um að neysluvandi foreldrisins sé ekki á þeirra ábyrgð. Fræðsla getur stuðlað að því að barn geti hafnað tilfinningum á borð við skömm og sektarkennd. Slík leiðrétting á íþyngjandi tilfinningum og hugsunum er börnum mikill léttir og markar jafnvel nýtt upphafi í lífi þeirra. Með stofnun sértæks stuðningsúrræðis á vegum Reykjavíkurborgar eyrnamerktum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda þar sem börnin geta komið á eigin forsendum án tilvísunar er verið að viðurkenna að börn alkóhólista sé skilgreindur hópur. Rjúfa þarf þagnarmúrinn sem umlykur börn í þessum aðstæðum. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun