Umsóknir 96% umsækjenda um greiðslufrest á lánum fyrirtækja samþykktar Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 18:35 Katrín Júlíusdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja en samtökin tóku saman umsónir um greiðslufrest. Vísir/Vilhelm Tæplega 1.500 fyrirtæki hafa sótt um og fengið samþykkta greiðslufresti á lánum sínum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Samkeppniseftirlitið veitti undanþágu fyrir samkomulagi um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja þann 23. mars. Aðilar samkomulagsins eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, sparisjóðirnir, Lykill, ÍV-sjóðir auk Byggðastofnunar og lífeyrissjóðanna. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa tekið saman umsóknirnar og stöðu þeirra en samantektin byggir á upplýsingum frá viðskiptabönkum og sparisjóðum sem tóku á móti umsóknum. Óskað var eftir fjölda umsókna, fjölda afgreiddra umsókna, fjölda samþykktra og synjaðra umsókna. Alls bárust 1.664 umsóknir um greiðslufrest á tímabilinu 23. mars til 4. maí og höfðu um 90% umsókna (1.496) verið samþykktar þegar samantekt SFF var gefin út. Um 96% fyrirtækja þóttu hafa uppfyllt skilyrði samkomulagsins en einungis 57 fyrirtæki þóttu ekki gera það. Því hafa umsóknir 1.439 aðila verið samþykktar. Í samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja kemur fram að í langflestum tilfellum sé um að ræða örfyritæki með færri en 10 starfsmenn eða lítil fyrirtæki með minna en 50% starfsmenn. Yfir 70% teljast til örfyrirtækja og tæplega 20% til lítilla fyrirtækja. Fimm prósent fyrirtækja sem sóttu um greiðslufrest teljast til stórra fyrirtækja og 6% til meðalstórra. Samantekt á stærð umsækjenda byggir á upplýsingum um 1.300 af þeim 1.664 sem sóttu um. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Tæplega 1.500 fyrirtæki hafa sótt um og fengið samþykkta greiðslufresti á lánum sínum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Samkeppniseftirlitið veitti undanþágu fyrir samkomulagi um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja þann 23. mars. Aðilar samkomulagsins eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, sparisjóðirnir, Lykill, ÍV-sjóðir auk Byggðastofnunar og lífeyrissjóðanna. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa tekið saman umsóknirnar og stöðu þeirra en samantektin byggir á upplýsingum frá viðskiptabönkum og sparisjóðum sem tóku á móti umsóknum. Óskað var eftir fjölda umsókna, fjölda afgreiddra umsókna, fjölda samþykktra og synjaðra umsókna. Alls bárust 1.664 umsóknir um greiðslufrest á tímabilinu 23. mars til 4. maí og höfðu um 90% umsókna (1.496) verið samþykktar þegar samantekt SFF var gefin út. Um 96% fyrirtækja þóttu hafa uppfyllt skilyrði samkomulagsins en einungis 57 fyrirtæki þóttu ekki gera það. Því hafa umsóknir 1.439 aðila verið samþykktar. Í samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja kemur fram að í langflestum tilfellum sé um að ræða örfyritæki með færri en 10 starfsmenn eða lítil fyrirtæki með minna en 50% starfsmenn. Yfir 70% teljast til örfyrirtækja og tæplega 20% til lítilla fyrirtækja. Fimm prósent fyrirtækja sem sóttu um greiðslufrest teljast til stórra fyrirtækja og 6% til meðalstórra. Samantekt á stærð umsækjenda byggir á upplýsingum um 1.300 af þeim 1.664 sem sóttu um.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira