ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. maí 2020 11:03 Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula Von der Leyen og Didier Reynders sem hefur málefni dómstóla og neytenda á sinni könnu innan framkvæmdastjórnarinnar. EPA/OLIVIER HOSLET Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður, óski þeir þess. Ekki sé heimilt að veita þeim aðeins inneignarnótu sem þó stendur til að gera að meira aðlaðandi valkosti. „Evrópskir neytendur geta verið fullvissir um það að framkvæmdastjórnin mun ekki grafa undan endurgreiðsluréttindum þeirra vegna ferðalaga,“ segir Didier Reynders sem hefur neytendamál á sinni könnu hjá framkvæmdastjórninni. ESB hefur verið undir miklum þrýstingi frá flugfélögum um alla álfuna sem hafa ekki sagst geta endurgreitt farþegum sínum vegna þeirra fjölda ferða sem felldar hafa verið niður í kórónuveirufaraldrinum. Gengið hafi á lausafé flugfélagana sem geti því ekki lengur nálgast fjármuni til að greiða farþegum. Að þeirra mati væri heillavænlegra að gefa bara út inneignarnótur sem farþegar geta innleyst þegar betur árar. Farþegar hafa þó margir verið ragir við að þiggja boðið enda hafa þeir litla vissu um að flugfélög lifi faraldurinn af. Hægt verði að fá inneignarnótur endurgreiddar Haft er eftir fyrrnefndum Reynders í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér í dag að ekki standi til að hvika frá endurgreiðslureglum, þrátt fyrir harmakvein flugfélaganna. Ætlunin sé jafnframt að gera inneignarnótur að girnilegri kosti fyrir neytendur. Inneignarnóturnar muni þannig njóta gjaldþrotaverndar, þannig að hægt verði að nota þær þó svo að flugfélagið eða ferðaskrifstofan sem verslað var við fari í þrot. Séu þær ekki nýttar í eitt ár eftir útgáfu geti neytandinn farið fram á að fá peninga í staðinn. Inneignarnóturnar eigi að vera sveigjanlegar og framseljanlegar. Yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar má nálgast í heild sinni hér. Þar er jafnframt drepið á úrræðum sem eiga að styrkja lausafjárstöðu ferðaþjónustufyrirtækja - ekki síst til að tryggja að þau geti uppfyllt fyrrnefndar endurgreiðslur. Að sama skapi má þar sjá hvernig framkvæmdastjórnin ætlar sér að vinda ofan af ferðatakmörkunum í álfunni. Neytendur Evrópusambandið Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður, óski þeir þess. Ekki sé heimilt að veita þeim aðeins inneignarnótu sem þó stendur til að gera að meira aðlaðandi valkosti. „Evrópskir neytendur geta verið fullvissir um það að framkvæmdastjórnin mun ekki grafa undan endurgreiðsluréttindum þeirra vegna ferðalaga,“ segir Didier Reynders sem hefur neytendamál á sinni könnu hjá framkvæmdastjórninni. ESB hefur verið undir miklum þrýstingi frá flugfélögum um alla álfuna sem hafa ekki sagst geta endurgreitt farþegum sínum vegna þeirra fjölda ferða sem felldar hafa verið niður í kórónuveirufaraldrinum. Gengið hafi á lausafé flugfélagana sem geti því ekki lengur nálgast fjármuni til að greiða farþegum. Að þeirra mati væri heillavænlegra að gefa bara út inneignarnótur sem farþegar geta innleyst þegar betur árar. Farþegar hafa þó margir verið ragir við að þiggja boðið enda hafa þeir litla vissu um að flugfélög lifi faraldurinn af. Hægt verði að fá inneignarnótur endurgreiddar Haft er eftir fyrrnefndum Reynders í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér í dag að ekki standi til að hvika frá endurgreiðslureglum, þrátt fyrir harmakvein flugfélaganna. Ætlunin sé jafnframt að gera inneignarnótur að girnilegri kosti fyrir neytendur. Inneignarnóturnar muni þannig njóta gjaldþrotaverndar, þannig að hægt verði að nota þær þó svo að flugfélagið eða ferðaskrifstofan sem verslað var við fari í þrot. Séu þær ekki nýttar í eitt ár eftir útgáfu geti neytandinn farið fram á að fá peninga í staðinn. Inneignarnóturnar eigi að vera sveigjanlegar og framseljanlegar. Yfirlýsingu framkvæmdastjórnarinnar má nálgast í heild sinni hér. Þar er jafnframt drepið á úrræðum sem eiga að styrkja lausafjárstöðu ferðaþjónustufyrirtækja - ekki síst til að tryggja að þau geti uppfyllt fyrrnefndar endurgreiðslur. Að sama skapi má þar sjá hvernig framkvæmdastjórnin ætlar sér að vinda ofan af ferðatakmörkunum í álfunni.
Neytendur Evrópusambandið Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira