Dagur hjúkrunar – takk hjúkrunarfræðingar Guðný Friðriksdóttir skrifar 12. maí 2020 08:00 Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi. Þrátt fyrir gríðarlegt álag hefur einurð hjúkrunarfræðinga, menntun og hæfni gert þeim kleift að takast á við ótrúlegar áskoranir í nýjum veruleika. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir heilbrigðis- og umönnunaraðilar, hafa tekist á við óvissuna um veiruna og sinnt starfi sínu með umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi þrátt fyrir þá hættu sem þeir gætu lagt bæði sig og fjölskyldur sínar í. Starfið hefur í kjölfarið fengið meiri athygli og faglegt mikilvægi þess komið enn betur í ljós. Þá má búast við að framlag hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisumræðunni eftir COVID-19 verði mikilvægt, en sú reynsla sem hefur áunnist kallar eflaust fram nýjar hugmyndir og verklag þar sem sérkunnátta hjúkrunarfræðinga mun vega mikið. Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í apríl á þessu ári (Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, apríl 2020) kom fram að nýta þurfi mun betur þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni en nú er gert. Rannsóknir hafi sýnt að fjöldi hjúkrunarfræðinga og bætt mönnun í hjúkrun hafi bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og afdrif sjúklinga. Starfsframlag hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum hafi undirstrikað mikilvægi og fjölhæfni hjúkrunarfræðinga og hversu vel þekking þeirra nýtist á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og því sé nauðsynlegt að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum umtalsvert. Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram að árið 2019 hafi 59 hjúkrunarfræðinemar frá HÍ og 56 hjúkrunarfræðinemar frá HA útskrifast, en einnig að færri hafi komist að en viljað vegna aðgangstakmarkana.* Þetta gefur von um að tækifæri séu til staðar fyrir öflugri mönnun í stéttinni. En viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað í samfélaginu og aðgerða er þörf til að námið og starfið verði eftirsóknarverðara, hvað þá að hjúkrunarfræðingar haldist í starfi eftir útskrift. Vitað er að fyrir löngu er kominn tími til að bæta laun hjúkrunarfræðinga og starfsskilyrði þeirra. Öryggi heilbrigðiskerfisins okkar er háð því að hjúkrunarfræðingar og störf fleiri aðila innan heilbrigðis- og umönnunarstéttarinnar njóti sannmælis og verði metin að verðleikum. Það verður að tryggja að þeir njóti góðs af þjálfun sinni og þeirri stöðugu framþróun í menntun sem þeir afla sér til að efla hæfni sína og styrkja hlutverk sitt. Sífellt meiri sérhæfing og aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga verður að vera tekin með í reikninginn í allri umræðu um starfið, fyrir öflugara heilbrigðiskerfi til langframa. Við förum inn í sumarið full þakklætis til heilbrigðis- og umönnunaraðila fyrir þeirra þrotlausa og óeigingjarna starf á óvissutímum og fyrir að standa vaktina svo aðrir geti verið rólegri. Ég óska þess að þetta þakklæti sem við upplifum í dag verði ofarlega í huga í núverandi kjaraviðræðum, nú þegar öldurnar lægir og við byggjum okkur upp í kjölfar COVID-19. Á Degi hjúkrunar óska ég öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Takk fyrir að hafa helgað ykkur þessu starfi, fyrir vandaða og faglega umönnun undir sífellt meiri þrýstingi. Takk kærlega. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 12. maí höldum við upp á Alþjóðlegan dag hjúkrunar, en þá fögnum við og beinum ljósinu að óeigingjörnu starfi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Þema ársins í ár er „A Voice to Lead – Nursing the World to Health“ sem gæti útlagst „leiðandi í að efla heilsu fólks.“ Sennilega hefur starf hjúkrunarfræðinga aldrei verið eins mikið í brennidepli og um þessar mundir á tímum COVID-19 og þetta þema mjög viðeigandi. Þrátt fyrir gríðarlegt álag hefur einurð hjúkrunarfræðinga, menntun og hæfni gert þeim kleift að takast á við ótrúlegar áskoranir í nýjum veruleika. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir heilbrigðis- og umönnunaraðilar, hafa tekist á við óvissuna um veiruna og sinnt starfi sínu með umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi þrátt fyrir þá hættu sem þeir gætu lagt bæði sig og fjölskyldur sínar í. Starfið hefur í kjölfarið fengið meiri athygli og faglegt mikilvægi þess komið enn betur í ljós. Þá má búast við að framlag hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisumræðunni eftir COVID-19 verði mikilvægt, en sú reynsla sem hefur áunnist kallar eflaust fram nýjar hugmyndir og verklag þar sem sérkunnátta hjúkrunarfræðinga mun vega mikið. Í skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í apríl á þessu ári (Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, apríl 2020) kom fram að nýta þurfi mun betur þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustunni en nú er gert. Rannsóknir hafi sýnt að fjöldi hjúkrunarfræðinga og bætt mönnun í hjúkrun hafi bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og afdrif sjúklinga. Starfsframlag hjúkrunarfræðinga í COVID-19 faraldrinum hafi undirstrikað mikilvægi og fjölhæfni hjúkrunarfræðinga og hversu vel þekking þeirra nýtist á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar og því sé nauðsynlegt að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum umtalsvert. Samkvæmt sömu skýrslu kemur fram að árið 2019 hafi 59 hjúkrunarfræðinemar frá HÍ og 56 hjúkrunarfræðinemar frá HA útskrifast, en einnig að færri hafi komist að en viljað vegna aðgangstakmarkana.* Þetta gefur von um að tækifæri séu til staðar fyrir öflugri mönnun í stéttinni. En viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað í samfélaginu og aðgerða er þörf til að námið og starfið verði eftirsóknarverðara, hvað þá að hjúkrunarfræðingar haldist í starfi eftir útskrift. Vitað er að fyrir löngu er kominn tími til að bæta laun hjúkrunarfræðinga og starfsskilyrði þeirra. Öryggi heilbrigðiskerfisins okkar er háð því að hjúkrunarfræðingar og störf fleiri aðila innan heilbrigðis- og umönnunarstéttarinnar njóti sannmælis og verði metin að verðleikum. Það verður að tryggja að þeir njóti góðs af þjálfun sinni og þeirri stöðugu framþróun í menntun sem þeir afla sér til að efla hæfni sína og styrkja hlutverk sitt. Sífellt meiri sérhæfing og aukin ábyrgð hjúkrunarfræðinga verður að vera tekin með í reikninginn í allri umræðu um starfið, fyrir öflugara heilbrigðiskerfi til langframa. Við förum inn í sumarið full þakklætis til heilbrigðis- og umönnunaraðila fyrir þeirra þrotlausa og óeigingjarna starf á óvissutímum og fyrir að standa vaktina svo aðrir geti verið rólegri. Ég óska þess að þetta þakklæti sem við upplifum í dag verði ofarlega í huga í núverandi kjaraviðræðum, nú þegar öldurnar lægir og við byggjum okkur upp í kjölfar COVID-19. Á Degi hjúkrunar óska ég öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með daginn. Takk fyrir að hafa helgað ykkur þessu starfi, fyrir vandaða og faglega umönnun undir sífellt meiri þrýstingi. Takk kærlega. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN).
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun