ICC mun rannsaka meinta stríðsglæpi í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 10:42 Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. AP/Peter Dejong Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. Aðgerðir Bandaríkjanna, stjórnarhers Afganistan og Talibana verða rannsakaðar og þá sérstaklega ásakanir um stríðsglæpi. Bandaríkin eru þó ekki aðilar að ICC og viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins yfir bandarískum borgurum. Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. Þá sögðu þeir að þrátt fyrir að líklega hefðu stríðsglæpir verið framdir í Afganistan yrði nánast ómögulegt að sakfella einhvern þar sem enginn aðili að málinu myndi starfa með dómstólnum. Saksóknarar höfðu þá farið fram á umfangsmikla rannsókn á átökunum í Afganistan í kjölfar áratugslangrar undirbúningsrannsóknar. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita starfsmenn ICC refsiaðgerðum og jafnvel sækja þá til saka í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Mannréttindasamtök gagnrýndu þá ákvörðun harðlega. Með henni væri ICC að tryggja að ríki sem neita að viðurkenna dómstólinn og starfa með honum verði ekki dregin til ábyrgðar fyrir glæpi. Þar að auki væri verið að hunsa vilja fórnarlamba til að leita réttlætis. Niðurstöðunni var áfrýjað og nú hafa dómarar komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir sem tóku ákvörðunina í fyrra hafi stigið út fyrir valdsvið þeirra. Meðal annars eru Bandaríkjamenn sakaðir um pyntingar, kynferðisbrot og aðra glæpi sem aðallega má rekja til áranna 2003 og 2004. Talibanar eru sakaðir um að hafa myrt þúsundir almennra borgara og stjórnarherinn er meðal annars sakaður um að pynta fanga í haldi stjórnvalda. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Alþjóðasakamáladómstóllinn (ICC) hefur úrskurðað að rannsókn á meintum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyninu í Afganistan megi fara fram. Aðgerðir Bandaríkjanna, stjórnarhers Afganistan og Talibana verða rannsakaðar og þá sérstaklega ásakanir um stríðsglæpi. Bandaríkin eru þó ekki aðilar að ICC og viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins yfir bandarískum borgurum. Áfrýjunardómarar ICC sneru í morgun við ákvörðun annarra dómara ICC frá því í fyrra. Þá sögðu þeir að þrátt fyrir að líklega hefðu stríðsglæpir verið framdir í Afganistan yrði nánast ómögulegt að sakfella einhvern þar sem enginn aðili að málinu myndi starfa með dómstólnum. Saksóknarar höfðu þá farið fram á umfangsmikla rannsókn á átökunum í Afganistan í kjölfar áratugslangrar undirbúningsrannsóknar. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita starfsmenn ICC refsiaðgerðum og jafnvel sækja þá til saka í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Mannréttindasamtök gagnrýndu þá ákvörðun harðlega. Með henni væri ICC að tryggja að ríki sem neita að viðurkenna dómstólinn og starfa með honum verði ekki dregin til ábyrgðar fyrir glæpi. Þar að auki væri verið að hunsa vilja fórnarlamba til að leita réttlætis. Niðurstöðunni var áfrýjað og nú hafa dómarar komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir sem tóku ákvörðunina í fyrra hafi stigið út fyrir valdsvið þeirra. Meðal annars eru Bandaríkjamenn sakaðir um pyntingar, kynferðisbrot og aðra glæpi sem aðallega má rekja til áranna 2003 og 2004. Talibanar eru sakaðir um að hafa myrt þúsundir almennra borgara og stjórnarherinn er meðal annars sakaður um að pynta fanga í haldi stjórnvalda.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira