„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Sigrún Jónsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:30 Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. Orðin voru eftirfarandi: „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Þessi athugasemd er til háborinnar skammar og endurspeglar skilningleysi á stöðu stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi. Algengara er að stúdentar á Íslandi vinni með námi en evrópskir jafningjar þeirra og bætist sú vinna ofan á nám sem margir myndu segja að væri full vinna nú þegar. Á sumrin ríkir svo oft á tíðum tilhlökkun að byrja að vinna í sumarstarfinu og kalla stúdentar þetta sitt “sumarfrí” þar sem einungis þarf að huga að vinnunni í stað vinnu og náms. Ef stúdent fengi að kjósa á milli þess að gera “ekki neitt” og vinna myndi ég veðja öllum mínum peningum að sá stúdent myndi velja að vinna. Lykilatriðið hér er hins vegar að það er ekkert val. Það er einfaldlega skortur á störfum. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Vert er að nefna að í Noregi veitir lánasjóðurinn stúdentum framfærslu í 11 mánuði og 12 mánuði í Danmörku en á Íslandi fá stúdentar framfærslu í formi lána aðeins 9 mánuði. Stúdentar þurfa því að vinna á sumrin til þess að framfleyta sér og eru fáar bjargir sem standa stúdentum til boða ef störf eru af skornum skammti. Stúdentahreyfingar hafa undanfarnar vikur lagt mikið kapp á að vekja athygli á stöðu stúdenta á þessu erfiðu tímum. Stúdentar hafa lagt áherslu á fjölbreyttar aðgerðir, þar á meðal sköpun sumarstarfa, og reynt að kortleggja stöðu mála með því að leggja kannanir fyrir stúdentahópinn. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa átt tvo fulltrúa innan samhæfingarhóps um vinnu- og menntaúrræði sem skipaður var af mennta- og félagsmálaráðherra síðustu vikur. Undirrituð skipar eitt sætið og hitt er skipað af forseta SHÍ, Jónu Þórey Pétursdóttur. Saman höfum við lagt allar kröfur stúdenta á borðið og átt virkan þátt í mótun aðgerða stjórnvalda sem snúa að sköpun sumarstarfa og sumarnáms. Einnig höfum við lagt fram hugmyndir sem varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og skrásetningargjöld opinberra háskóla. Samhliða þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta. Við stöndum fast og stöðuglega við þá kröfu, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sköpuð verði 3.400 sumarstörf en þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta. Atvinnuleysi svo hátt, að 3.400 sumarstörf munu að öllum líkindum ekki nægja. Kannanirnar eru eftirfarandi: Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi. Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið. Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði stjórnvalda um sköpun sumarstarfa duga skammt til. Því hefur áhersla stúdentahreyfinga verið á sköpun sumarstarfa og rétt til atvinnuleysisbóta samhliða. Stúdentar munu ekki flykkjast á atvinnuleysisbætur sér til gamans. Það er ekki óskastaða neins að vera á atvinnuleysisbótum. Á meðan staðan er eins svört og hún er á atvinnumarkaði þá þarf að gera raunsæjar ráðstafanir. Tryggja þarf stúdentum sem munu enn standa eftir atvinnulaus þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda björgunarhring sem fleytir þeim í gegnum komandi öldurót. Landssamtök íslenskra stúdenta kalla nú eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar með undirskriftarsöfnun. Söfnunina má nálgast hér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Félagsmál Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. Orðin voru eftirfarandi: „Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“ Þessi athugasemd er til háborinnar skammar og endurspeglar skilningleysi á stöðu stúdenta. Samkvæmt Eurostudent VI vinna um 87% stúdenta í námshléum og um 68% með námi. Algengara er að stúdentar á Íslandi vinni með námi en evrópskir jafningjar þeirra og bætist sú vinna ofan á nám sem margir myndu segja að væri full vinna nú þegar. Á sumrin ríkir svo oft á tíðum tilhlökkun að byrja að vinna í sumarstarfinu og kalla stúdentar þetta sitt “sumarfrí” þar sem einungis þarf að huga að vinnunni í stað vinnu og náms. Ef stúdent fengi að kjósa á milli þess að gera “ekki neitt” og vinna myndi ég veðja öllum mínum peningum að sá stúdent myndi velja að vinna. Lykilatriðið hér er hins vegar að það er ekkert val. Það er einfaldlega skortur á störfum. Fram til 1. janúar 2010 höfðu stúdentar notið verndar atvinnuleysistryggingakerfisins til fjölda ára. Sumarið 2009 áttu stúdentar því rétt á atvinnuleysisbótum. Eftir það var réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta að sumri afnuminn án þess að LÍN hafi komið til móts við aðstæður og áfram eru greidd tryggingargjöld af launum stúdenta. Vert er að nefna að í Noregi veitir lánasjóðurinn stúdentum framfærslu í 11 mánuði og 12 mánuði í Danmörku en á Íslandi fá stúdentar framfærslu í formi lána aðeins 9 mánuði. Stúdentar þurfa því að vinna á sumrin til þess að framfleyta sér og eru fáar bjargir sem standa stúdentum til boða ef störf eru af skornum skammti. Stúdentahreyfingar hafa undanfarnar vikur lagt mikið kapp á að vekja athygli á stöðu stúdenta á þessu erfiðu tímum. Stúdentar hafa lagt áherslu á fjölbreyttar aðgerðir, þar á meðal sköpun sumarstarfa, og reynt að kortleggja stöðu mála með því að leggja kannanir fyrir stúdentahópinn. Landssamtök íslenskra stúdenta hafa átt tvo fulltrúa innan samhæfingarhóps um vinnu- og menntaúrræði sem skipaður var af mennta- og félagsmálaráðherra síðustu vikur. Undirrituð skipar eitt sætið og hitt er skipað af forseta SHÍ, Jónu Þórey Pétursdóttur. Saman höfum við lagt allar kröfur stúdenta á borðið og átt virkan þátt í mótun aðgerða stjórnvalda sem snúa að sköpun sumarstarfa og sumarnáms. Einnig höfum við lagt fram hugmyndir sem varða Lánasjóð íslenskra námsmanna og skrásetningargjöld opinberra háskóla. Samhliða þessum aðgerðum höfum við vakið athygli á kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta. Við stöndum fast og stöðuglega við þá kröfu, einfaldlega vegna þess að ríkisstjórnin hefur tilkynnt að sköpuð verði 3.400 sumarstörf en þrjár nýlegar kannanir benda til þess að það stefni í mikið atvinnuleysi á meðal stúdenta. Atvinnuleysi svo hátt, að 3.400 sumarstörf munu að öllum líkindum ekki nægja. Kannanirnar eru eftirfarandi: Samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 6. - 8. apríl voru 40% stúdenta HÍ ekki komnir með sumarstarf en voru að leita sér að starfi. Samkvæmt könnun Nemendaráðs Listaháskóla Íslands frá 17. - 21. apríl, voru 65,8% stúdenta LHÍ óörugg með vinnu í sumar. Samkvæmt könnun Háskólans í Reykjavík frá 16. - 20. apríl var um helmingur stúdenta HR ekki kominn með vinnu fyrir sumarið. Allar þrjár kannanirnar voru gerðar áður en gríðarlegt magn hópuppsagna fór af stað í íslensku samfélagi. Ef niðurstöður fyrrnefndra kannana eru yfirfærðar á hvern skóla í heild sinni eru þetta rúmlega 5.200 stúdentar frá Háskóla Íslands, 243 stúdentar frá Listaháskóla Íslands og 1.700 frá Háskólanum í Reykjavík sem eru ekki komnir með sumarstarf. Ef atvinnuleysi meðal stúdenta verður í raun jafn hátt og ofangreindar tölur gefa vísbendingu um mun þetta úrræði stjórnvalda um sköpun sumarstarfa duga skammt til. Því hefur áhersla stúdentahreyfinga verið á sköpun sumarstarfa og rétt til atvinnuleysisbóta samhliða. Stúdentar munu ekki flykkjast á atvinnuleysisbætur sér til gamans. Það er ekki óskastaða neins að vera á atvinnuleysisbótum. Á meðan staðan er eins svört og hún er á atvinnumarkaði þá þarf að gera raunsæjar ráðstafanir. Tryggja þarf stúdentum sem munu enn standa eftir atvinnulaus þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda björgunarhring sem fleytir þeim í gegnum komandi öldurót. Landssamtök íslenskra stúdenta kalla nú eftir stuðningi við kröfu stúdenta um fjárhagsöryggi með rétti til atvinnuleysisbóta í sumar með undirskriftarsöfnun. Söfnunina má nálgast hér. Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun