Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 09:05 Þessa mynd birti Tómas Guðbjartsson, læknir, af sér í gær með mynd af fossinum Drynjanda sem er á því svæði þar sem reisa átti Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Greint var frá því á Vísi að Vesturverk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun, hefði lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum við virkjunina hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma en Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, fullyrði að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Tómas hefur, ásamt fleiri náttúruverndarsinnum, verið ötull í baráttunni gegn Hvalárvirkjun. Hann skrifar um málið á Facebook-síðu sína í gær og segir þá ákvörðun HS Orku að slá virkjuninni á frest „stærsta líkkistunaglannn hingað til“ í það sem hann kallar misráðna framkvæmd. „Við fyrsta lestur gæti maður haldið að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og framkvæmdum aðeins slegið á frest til skamms tíma, sbr. fullyrðingu HS Orku um að „fjárfestar hafi enn fulla trú á verkefninu“. En það er jú bara tilraun þeirra til að réttlæta allt klúðrið í kringum þessa virkjun sem kostað hefur milljarða. Því við nánari lestur sést hvað málið snýst um: a) Það er engin þörf fyrir rafmagn á landinu - því stóriðja strögglar líkt og gagnaver b) Landsnet dregur lappirnar (skiljanlega) með tengingarnar við virkjunina - sem eru gríðarlega dýrar og óhagkvæmar. c) Mótstaða við virkjunina hefur aukist ef eitthvað er, bæði frá samtökum og einstaklingum. Ekki kemur þó fram í fréttinni að kostnaður við aðrar vatnsaflsvirkjanir HS Orku hefur farið langt fram úr áætlun. Nýr forstjóri HS Orku og stjórn hafa því tekið rökrétta ákvörðun - sem ber að fagna,“ segir í færslu Tómasar. Umhverfismál Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Greint var frá því á Vísi að Vesturverk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun, hefði lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum við virkjunina hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma en Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, fullyrði að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Tómas hefur, ásamt fleiri náttúruverndarsinnum, verið ötull í baráttunni gegn Hvalárvirkjun. Hann skrifar um málið á Facebook-síðu sína í gær og segir þá ákvörðun HS Orku að slá virkjuninni á frest „stærsta líkkistunaglannn hingað til“ í það sem hann kallar misráðna framkvæmd. „Við fyrsta lestur gæti maður haldið að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og framkvæmdum aðeins slegið á frest til skamms tíma, sbr. fullyrðingu HS Orku um að „fjárfestar hafi enn fulla trú á verkefninu“. En það er jú bara tilraun þeirra til að réttlæta allt klúðrið í kringum þessa virkjun sem kostað hefur milljarða. Því við nánari lestur sést hvað málið snýst um: a) Það er engin þörf fyrir rafmagn á landinu - því stóriðja strögglar líkt og gagnaver b) Landsnet dregur lappirnar (skiljanlega) með tengingarnar við virkjunina - sem eru gríðarlega dýrar og óhagkvæmar. c) Mótstaða við virkjunina hefur aukist ef eitthvað er, bæði frá samtökum og einstaklingum. Ekki kemur þó fram í fréttinni að kostnaður við aðrar vatnsaflsvirkjanir HS Orku hefur farið langt fram úr áætlun. Nýr forstjóri HS Orku og stjórn hafa því tekið rökrétta ákvörðun - sem ber að fagna,“ segir í færslu Tómasar.
Umhverfismál Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent