Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 09:05 Þessa mynd birti Tómas Guðbjartsson, læknir, af sér í gær með mynd af fossinum Drynjanda sem er á því svæði þar sem reisa átti Hvalárvirkjun. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Greint var frá því á Vísi að Vesturverk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun, hefði lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum við virkjunina hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma en Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, fullyrði að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Tómas hefur, ásamt fleiri náttúruverndarsinnum, verið ötull í baráttunni gegn Hvalárvirkjun. Hann skrifar um málið á Facebook-síðu sína í gær og segir þá ákvörðun HS Orku að slá virkjuninni á frest „stærsta líkkistunaglannn hingað til“ í það sem hann kallar misráðna framkvæmd. „Við fyrsta lestur gæti maður haldið að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og framkvæmdum aðeins slegið á frest til skamms tíma, sbr. fullyrðingu HS Orku um að „fjárfestar hafi enn fulla trú á verkefninu“. En það er jú bara tilraun þeirra til að réttlæta allt klúðrið í kringum þessa virkjun sem kostað hefur milljarða. Því við nánari lestur sést hvað málið snýst um: a) Það er engin þörf fyrir rafmagn á landinu - því stóriðja strögglar líkt og gagnaver b) Landsnet dregur lappirnar (skiljanlega) með tengingarnar við virkjunina - sem eru gríðarlega dýrar og óhagkvæmar. c) Mótstaða við virkjunina hefur aukist ef eitthvað er, bæði frá samtökum og einstaklingum. Ekki kemur þó fram í fréttinni að kostnaður við aðrar vatnsaflsvirkjanir HS Orku hefur farið langt fram úr áætlun. Nýr forstjóri HS Orku og stjórn hafa því tekið rökrétta ákvörðun - sem ber að fagna,“ segir í færslu Tómasar. Umhverfismál Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Greint var frá því á Vísi að Vesturverk, orkufyrirtæki á Ísafirði í eigu HS Orku sem fyrirhugar að reisa Hvalárvirkjun, hefði lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Framkvæmdum við virkjunina hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma en Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS Orku, fullyrði að enginn bilbugur sé á fjárfestum við stuðning þeirra við Hvalárvirkjun. Tómas hefur, ásamt fleiri náttúruverndarsinnum, verið ötull í baráttunni gegn Hvalárvirkjun. Hann skrifar um málið á Facebook-síðu sína í gær og segir þá ákvörðun HS Orku að slá virkjuninni á frest „stærsta líkkistunaglannn hingað til“ í það sem hann kallar misráðna framkvæmd. „Við fyrsta lestur gæti maður haldið að hér sé um tímabundna ráðstöfun að ræða og framkvæmdum aðeins slegið á frest til skamms tíma, sbr. fullyrðingu HS Orku um að „fjárfestar hafi enn fulla trú á verkefninu“. En það er jú bara tilraun þeirra til að réttlæta allt klúðrið í kringum þessa virkjun sem kostað hefur milljarða. Því við nánari lestur sést hvað málið snýst um: a) Það er engin þörf fyrir rafmagn á landinu - því stóriðja strögglar líkt og gagnaver b) Landsnet dregur lappirnar (skiljanlega) með tengingarnar við virkjunina - sem eru gríðarlega dýrar og óhagkvæmar. c) Mótstaða við virkjunina hefur aukist ef eitthvað er, bæði frá samtökum og einstaklingum. Ekki kemur þó fram í fréttinni að kostnaður við aðrar vatnsaflsvirkjanir HS Orku hefur farið langt fram úr áætlun. Nýr forstjóri HS Orku og stjórn hafa því tekið rökrétta ákvörðun - sem ber að fagna,“ segir í færslu Tómasar.
Umhverfismál Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira