Íbúar í Ísafjarðarbæ greiða tuttugu milljónir til tveggja bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 16:21 Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar - Ísafjörður Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær tæplega 12,5 milljónir króna greiddar frá bænum í tengslum við starfslok sín. Um er að ræða sex mánaða laun. Þetta kemur fram í svari starfandi bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans á bæjarstjórnarfundi í morgun. Samanlagður kostnaður við tvo bæjarstjóra yfir fimm mánaða tímabili nemur tæplega tuttugu milljónum króna. Guðmundur komst að samkomulagi um starfsflok við bæjarstjórnina þann 27. janúar. Hann lýsti því fyrir helgi að honum fyndist hann og fjölskyldan ekki lengur velkomin á svæðinu. Hann upplifði fantabrögð í bæjarstjórninni lýsti brottför fjölskyldunnar sem flótta. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, var fengin til að gegna starfi bæjarstjóra á meðan leit stæði. Fór svo að Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var ráðinn bæjarstjóri. Í millitíðinni réð Þórdís Sif sig sem sveitarstjóra í Borgarbyggð þangað sem hún á ættir að rekja. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, spurði á bæjarstjórnarfundinum í morgun hve háan kostnað bæjarstjóraskiptin hefðu í för með sér á bæjarsjóð. Sömuleiðis óskaði hún eftir upplýsingum um húsnæðismál bæjarstjóra og á hvaða kjörum hann muni fá að leigja efstu hæðina á Sindragötu 4a. Einnig hvers vegna hætt hafi verið við að selja þá íbúð. Þórdís Sif upplýsti í skriflegu svari við fyrirspurninni að Birgir Gunnarsson fengi 1,8 milljón króna í heildarlaun, 1,6 milljónir króna að frátöldu orlofi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um leigu íbúðar og leigufjárhæðar á efstu hæð Sindragötu 4 til nýráðins bæjarstjóra. Ekki hafi borist kauptilboð í eignina en hún hafi verið tekin tímabundið úr sölu. Kostnaður íbúa Ísafjarðarbæjar við bæjarstjórana tvo þessa fimm mánuði nema því tæplega tuttugu milljónum króna. Ísafjarðarbær Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær tæplega 12,5 milljónir króna greiddar frá bænum í tengslum við starfslok sín. Um er að ræða sex mánaða laun. Þetta kemur fram í svari starfandi bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans á bæjarstjórnarfundi í morgun. Samanlagður kostnaður við tvo bæjarstjóra yfir fimm mánaða tímabili nemur tæplega tuttugu milljónum króna. Guðmundur komst að samkomulagi um starfsflok við bæjarstjórnina þann 27. janúar. Hann lýsti því fyrir helgi að honum fyndist hann og fjölskyldan ekki lengur velkomin á svæðinu. Hann upplifði fantabrögð í bæjarstjórninni lýsti brottför fjölskyldunnar sem flótta. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, var fengin til að gegna starfi bæjarstjóra á meðan leit stæði. Fór svo að Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var ráðinn bæjarstjóri. Í millitíðinni réð Þórdís Sif sig sem sveitarstjóra í Borgarbyggð þangað sem hún á ættir að rekja. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, spurði á bæjarstjórnarfundinum í morgun hve háan kostnað bæjarstjóraskiptin hefðu í för með sér á bæjarsjóð. Sömuleiðis óskaði hún eftir upplýsingum um húsnæðismál bæjarstjóra og á hvaða kjörum hann muni fá að leigja efstu hæðina á Sindragötu 4a. Einnig hvers vegna hætt hafi verið við að selja þá íbúð. Þórdís Sif upplýsti í skriflegu svari við fyrirspurninni að Birgir Gunnarsson fengi 1,8 milljón króna í heildarlaun, 1,6 milljónir króna að frátöldu orlofi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um leigu íbúðar og leigufjárhæðar á efstu hæð Sindragötu 4 til nýráðins bæjarstjóra. Ekki hafi borist kauptilboð í eignina en hún hafi verið tekin tímabundið úr sölu. Kostnaður íbúa Ísafjarðarbæjar við bæjarstjórana tvo þessa fimm mánuði nema því tæplega tuttugu milljónum króna.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira