Íbúar í Ísafjarðarbæ greiða tuttugu milljónir til tveggja bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 16:21 Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar - Ísafjörður Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær tæplega 12,5 milljónir króna greiddar frá bænum í tengslum við starfslok sín. Um er að ræða sex mánaða laun. Þetta kemur fram í svari starfandi bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans á bæjarstjórnarfundi í morgun. Samanlagður kostnaður við tvo bæjarstjóra yfir fimm mánaða tímabili nemur tæplega tuttugu milljónum króna. Guðmundur komst að samkomulagi um starfsflok við bæjarstjórnina þann 27. janúar. Hann lýsti því fyrir helgi að honum fyndist hann og fjölskyldan ekki lengur velkomin á svæðinu. Hann upplifði fantabrögð í bæjarstjórninni lýsti brottför fjölskyldunnar sem flótta. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, var fengin til að gegna starfi bæjarstjóra á meðan leit stæði. Fór svo að Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var ráðinn bæjarstjóri. Í millitíðinni réð Þórdís Sif sig sem sveitarstjóra í Borgarbyggð þangað sem hún á ættir að rekja. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, spurði á bæjarstjórnarfundinum í morgun hve háan kostnað bæjarstjóraskiptin hefðu í för með sér á bæjarsjóð. Sömuleiðis óskaði hún eftir upplýsingum um húsnæðismál bæjarstjóra og á hvaða kjörum hann muni fá að leigja efstu hæðina á Sindragötu 4a. Einnig hvers vegna hætt hafi verið við að selja þá íbúð. Þórdís Sif upplýsti í skriflegu svari við fyrirspurninni að Birgir Gunnarsson fengi 1,8 milljón króna í heildarlaun, 1,6 milljónir króna að frátöldu orlofi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um leigu íbúðar og leigufjárhæðar á efstu hæð Sindragötu 4 til nýráðins bæjarstjóra. Ekki hafi borist kauptilboð í eignina en hún hafi verið tekin tímabundið úr sölu. Kostnaður íbúa Ísafjarðarbæjar við bæjarstjórana tvo þessa fimm mánuði nema því tæplega tuttugu milljónum króna. Ísafjarðarbær Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær tæplega 12,5 milljónir króna greiddar frá bænum í tengslum við starfslok sín. Um er að ræða sex mánaða laun. Þetta kemur fram í svari starfandi bæjarstjóra við fyrirspurn bæjarfulltrúa Í-listans á bæjarstjórnarfundi í morgun. Samanlagður kostnaður við tvo bæjarstjóra yfir fimm mánaða tímabili nemur tæplega tuttugu milljónum króna. Guðmundur komst að samkomulagi um starfsflok við bæjarstjórnina þann 27. janúar. Hann lýsti því fyrir helgi að honum fyndist hann og fjölskyldan ekki lengur velkomin á svæðinu. Hann upplifði fantabrögð í bæjarstjórninni lýsti brottför fjölskyldunnar sem flótta. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, var fengin til að gegna starfi bæjarstjóra á meðan leit stæði. Fór svo að Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var ráðinn bæjarstjóri. Í millitíðinni réð Þórdís Sif sig sem sveitarstjóra í Borgarbyggð þangað sem hún á ættir að rekja. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, spurði á bæjarstjórnarfundinum í morgun hve háan kostnað bæjarstjóraskiptin hefðu í för með sér á bæjarsjóð. Sömuleiðis óskaði hún eftir upplýsingum um húsnæðismál bæjarstjóra og á hvaða kjörum hann muni fá að leigja efstu hæðina á Sindragötu 4a. Einnig hvers vegna hætt hafi verið við að selja þá íbúð. Þórdís Sif upplýsti í skriflegu svari við fyrirspurninni að Birgir Gunnarsson fengi 1,8 milljón króna í heildarlaun, 1,6 milljónir króna að frátöldu orlofi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um leigu íbúðar og leigufjárhæðar á efstu hæð Sindragötu 4 til nýráðins bæjarstjóra. Ekki hafi borist kauptilboð í eignina en hún hafi verið tekin tímabundið úr sölu. Kostnaður íbúa Ísafjarðarbæjar við bæjarstjórana tvo þessa fimm mánuði nema því tæplega tuttugu milljónum króna.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira