Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 20. desember 2019 22:17 Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Um níu mánuðir eru frá því að kjarasamningar losnuðu og hófust viðræður aðilanna fljótlega upp úr því en lítið hefur miðað í átt að samkomulagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðræðurnar strandi á fjölmörgum atriðum. „Því miður eftir allan þennan tíma þá höfum við ekki náð að koma okkar skilaboðum áleiðis til samninganefndarinnar um það að fólkið okkar, Eflingarstarfsmenn sem starfa hjá borginni sem eru hátt í tvö þúsund í gríðarlega mikilvægum störfum, meðal annars manna stóran hluta af þeim leikskólastörfum sem hér eru unnin, það bara verður einfaldlega að lagfæra kjör þessa fólks.“ Sólveig sagði að þar eigi Efling ekki einungis við um launakjör heldur líka starfsaðstæður. „Borgin fór í stórkostlegan niðurskurð eftir hrun, að okkar mati hefur sá niðurskurður til dæmis ekki verið lagfærður. Það virðast vera til endalausir fjármunir í þessari borg til að setja bara í hitt og þetta en ekki til að lagfæra kjör þessa fólks, þannig að það hryggir mig að segja frá því að við höfum ekki upplifað það að á okkur væri hlustað að eiginlega neinu leyti.“ Reiknað er með því að Ríkissáttasemjari boði til fundar í deilu Reykjavíkurborgar og Eflingar á næstunni. Sólveig segist hafa rætt við sitt fólk og segir það vera tilbúið í átök ef til þess kemur. Kjaramál Reykjavík Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Um níu mánuðir eru frá því að kjarasamningar losnuðu og hófust viðræður aðilanna fljótlega upp úr því en lítið hefur miðað í átt að samkomulagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðræðurnar strandi á fjölmörgum atriðum. „Því miður eftir allan þennan tíma þá höfum við ekki náð að koma okkar skilaboðum áleiðis til samninganefndarinnar um það að fólkið okkar, Eflingarstarfsmenn sem starfa hjá borginni sem eru hátt í tvö þúsund í gríðarlega mikilvægum störfum, meðal annars manna stóran hluta af þeim leikskólastörfum sem hér eru unnin, það bara verður einfaldlega að lagfæra kjör þessa fólks.“ Sólveig sagði að þar eigi Efling ekki einungis við um launakjör heldur líka starfsaðstæður. „Borgin fór í stórkostlegan niðurskurð eftir hrun, að okkar mati hefur sá niðurskurður til dæmis ekki verið lagfærður. Það virðast vera til endalausir fjármunir í þessari borg til að setja bara í hitt og þetta en ekki til að lagfæra kjör þessa fólks, þannig að það hryggir mig að segja frá því að við höfum ekki upplifað það að á okkur væri hlustað að eiginlega neinu leyti.“ Reiknað er með því að Ríkissáttasemjari boði til fundar í deilu Reykjavíkurborgar og Eflingar á næstunni. Sólveig segist hafa rætt við sitt fólk og segir það vera tilbúið í átök ef til þess kemur.
Kjaramál Reykjavík Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Sjá meira