Metantillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn í júní skilar árangri Kolbrún Baldursdóttir skrifar 27. desember 2019 13:30 Strætó bs. skoðar nú fýsileika þess að metanvæða hluta af bílaflota fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta mikla umframframleiðslu Sorpu bs. á gastegundinni. Nýlega festi Strætó kaup á tveimur metanvögnum. Annar þeirra var tekinn í notkun í byrjun september og hefur reynslan af akstrinum verið góð. Til skoðunar er að fjölga metanvögnum upp í allt að tuttugu. Þetta er fagnaðarefni. Það má nefna í þessu sambandi að þetta er einmitt tillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn 18. júní 2019 og var vísað til stjórnar Strætó bs. Hún hljóðar þannig að borgarstjórn samþykki að álykta um að Sorpa hætti brennslu á metani og að það verði þess í stað nýtt sem eldsneyti t.d. með því að fjölga metanvögnum Strætó bs. Ég vil trúa því að þessi tillaga hafi haft þessi jákvæðu áhrif og að hér sé dæmi um að mál okkar í Flokki fólksins séu að skila einhverju góðu til borgarbúa. Ég hef fylgt eftir þessari tillögu með fjölmörgum bókunum í málum sem tengjast umræðunni um orkuskipti. Ég hef jafnframt notað öll tækifæri sem hafa gefist í borgarstjórn til að minnast á metan sem framleitt er mikið af og sem væri hægt að nýta á strætisvagna í stað þess að brenna það á báli þar sem ekki er forsvaranlegt að hleypa því út í andrúmsloftið. Fyrr á árinu höfðu þær upplýsingar borist frá Strætó bs. að óskað hafði verið eftir tilboðum í vetnisvagna. Það var sérkennilegt því framleiðsla á vetni með rafgreiningu er dýr, en það er eina leiðin til að búa það til hér á landi. Þess vegna yrði vetnið flutt inn. Vetni myndar vissulega ekki mengunarefni í borginni. Í ljósi þess að metan er til og ekki nýtt þótti mér og okkur í Flokki fólksins eðlilegt að borgarstjórn fari fram á að þessi tvö fyrirtæki, Sorpa og Strætó bs. hafi samráð um að annað nýti efni sem hitt framleiðir. Hér er verið að tala um hagræðingu og sparnað. Við þessa tilhögun minnkar sú sóun sem felst í því að brenna metani og á móti er dregið úr innflutningi á eldsneyti. Skynsamlegt væri því að Strætó bs. eignaðist fleiri metanvagna eins og segir í greinargerðinni með tillögunni og nú er það að verða að veruleika. Rökrétt er að reyna að nýta metangasið á stóra bíla almennt séð. Illa hefur gengið að koma því á almenna bílaflotann enda lítið reynt. Að nota gasið á strætisvagnana er því sjálfsagt mál. Það er sóun að brenna gasinu til einskis nema í þeim tilgangi að minnka gróðurhúsaáhrifin að sjálfsögðu. Metangassöfnun í Álfsnesi árið 2014 samsvaraði 2,2 milljónum bensínlítra og mun tvöfaldast með nýrri stöð. Þarna er nægt gas til að nýta á fjölmarga strætisvagna og aðra stóra bíla sé vilji til.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Strætó Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Strætó bs. skoðar nú fýsileika þess að metanvæða hluta af bílaflota fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta mikla umframframleiðslu Sorpu bs. á gastegundinni. Nýlega festi Strætó kaup á tveimur metanvögnum. Annar þeirra var tekinn í notkun í byrjun september og hefur reynslan af akstrinum verið góð. Til skoðunar er að fjölga metanvögnum upp í allt að tuttugu. Þetta er fagnaðarefni. Það má nefna í þessu sambandi að þetta er einmitt tillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn 18. júní 2019 og var vísað til stjórnar Strætó bs. Hún hljóðar þannig að borgarstjórn samþykki að álykta um að Sorpa hætti brennslu á metani og að það verði þess í stað nýtt sem eldsneyti t.d. með því að fjölga metanvögnum Strætó bs. Ég vil trúa því að þessi tillaga hafi haft þessi jákvæðu áhrif og að hér sé dæmi um að mál okkar í Flokki fólksins séu að skila einhverju góðu til borgarbúa. Ég hef fylgt eftir þessari tillögu með fjölmörgum bókunum í málum sem tengjast umræðunni um orkuskipti. Ég hef jafnframt notað öll tækifæri sem hafa gefist í borgarstjórn til að minnast á metan sem framleitt er mikið af og sem væri hægt að nýta á strætisvagna í stað þess að brenna það á báli þar sem ekki er forsvaranlegt að hleypa því út í andrúmsloftið. Fyrr á árinu höfðu þær upplýsingar borist frá Strætó bs. að óskað hafði verið eftir tilboðum í vetnisvagna. Það var sérkennilegt því framleiðsla á vetni með rafgreiningu er dýr, en það er eina leiðin til að búa það til hér á landi. Þess vegna yrði vetnið flutt inn. Vetni myndar vissulega ekki mengunarefni í borginni. Í ljósi þess að metan er til og ekki nýtt þótti mér og okkur í Flokki fólksins eðlilegt að borgarstjórn fari fram á að þessi tvö fyrirtæki, Sorpa og Strætó bs. hafi samráð um að annað nýti efni sem hitt framleiðir. Hér er verið að tala um hagræðingu og sparnað. Við þessa tilhögun minnkar sú sóun sem felst í því að brenna metani og á móti er dregið úr innflutningi á eldsneyti. Skynsamlegt væri því að Strætó bs. eignaðist fleiri metanvagna eins og segir í greinargerðinni með tillögunni og nú er það að verða að veruleika. Rökrétt er að reyna að nýta metangasið á stóra bíla almennt séð. Illa hefur gengið að koma því á almenna bílaflotann enda lítið reynt. Að nota gasið á strætisvagnana er því sjálfsagt mál. Það er sóun að brenna gasinu til einskis nema í þeim tilgangi að minnka gróðurhúsaáhrifin að sjálfsögðu. Metangassöfnun í Álfsnesi árið 2014 samsvaraði 2,2 milljónum bensínlítra og mun tvöfaldast með nýrri stöð. Þarna er nægt gas til að nýta á fjölmarga strætisvagna og aðra stóra bíla sé vilji til.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar