Meintar hótanir Kína gagnvart Færeyjum valda usla Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 08:47 Frá Þórshöfn í Færeyjum. EPA/GEORGIOS KEFALAS Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Ríkisstjórn Færeyja fékk í síðustu viku lögbann á fréttaflutning upp úr upptökunni fjölmiðlar í Danmörku hafa þó haldið áfram að fjalla um málið og segja frá upptökunni. Þegar viðskiptaráðherra Færeyja, var á leið í viðtal við Kringvarp Føroya í síðasta mánuði ræddi hann málið við aðstoðarmann sinn en áttaði sig ekki á því að búið væri að koma hljóðnema á hann fyrir viðtalið. Þann 11. nóvember fundaði Feng Tie, sendiherra Kína gagnvart Danmörku, með Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og seinna með Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra. Á þessum fundum á Feng að hafa sagt að ef símafyrirtækið Føroya Tele samþykkti ekki að fá Huawei til að byggja 5G-kerfi Færeyja yrði ekkert af fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Heimildarmenn Berlingske segja Feng hafa verið „mjög ákveðinn“ við ráðamenn Færeyja. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Auk þess að segja að aldrei yrði af fríverslunarsamningnum ef Færeyingar gerðu ekki samning við Huwaei, á Feng að hafa sagt að ef af samningnum yrði, myndi viðskipti á milli ríkjanna aukast til muna. Nielsen mun þó hafa sagt Feng að undir engum kringumstæðum myndi ríkisstjórn hans skipta sér af því hvað einkafyrirtæki Færeyja ákváðu að gera varðandi uppbyggingu umrædds kerfis Yfirvöld Færeyja hafa lengi unnið að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fregnirnar hafa valdið usla í bæði Færeyjum og í Danmörku þar sem þingmenn hafa kallað eftir því að danska þingið standi þétt við bakið á Færeyingum. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur þegar varað Færeyinga við því að hleypa Huawei að uppbyggingu 5G-kerfisisins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Fannst ekki þrýst á sig Í yfirlýsingu til DR segir Feng að það sé innan verksviðs hans að standa vörð um kínversk fyrirtæki. Hann hafi þó ekki beitt Færeyinga þrýstingi eða hótað þeim. Sömuleiðis sé það skylda hans að tryggja að Huwaei fái sanngjarna meðferð með tilliti til þess að Bandaríkin hafi verið að þrýsta á Færeyinga varðandi fyrirtækið.Nielsen, lögmaður Færeyja, segist sömuleiðis ekki hafa fundist sem verið væri að beita hann þrýstingi á fundinum. Hann sagði sömuleiðis að almenningur ætti ef til vill ekki að vita af milliríkjaviðræðum sem þessum. „Svo sendiherra Kína hefur ekki sagt þér að mögulegur fríverslunarsamningur veltur á því hver mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis Færeyja?“ spurði DR lögmanninn. „Eins og ég sagði, það eina sem ég hef um þetta að segja er að mér hefur ekki þótt ég beittur þrýstingi eða ógnað af yfirvöldum Kína,“ sagði Nielsen. Danmörk Færeyjar Huawei Kína Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Ríkisstjórn Færeyja fékk í síðustu viku lögbann á fréttaflutning upp úr upptökunni fjölmiðlar í Danmörku hafa þó haldið áfram að fjalla um málið og segja frá upptökunni. Þegar viðskiptaráðherra Færeyja, var á leið í viðtal við Kringvarp Føroya í síðasta mánuði ræddi hann málið við aðstoðarmann sinn en áttaði sig ekki á því að búið væri að koma hljóðnema á hann fyrir viðtalið. Þann 11. nóvember fundaði Feng Tie, sendiherra Kína gagnvart Danmörku, með Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og seinna með Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra. Á þessum fundum á Feng að hafa sagt að ef símafyrirtækið Føroya Tele samþykkti ekki að fá Huawei til að byggja 5G-kerfi Færeyja yrði ekkert af fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Heimildarmenn Berlingske segja Feng hafa verið „mjög ákveðinn“ við ráðamenn Færeyja. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Auk þess að segja að aldrei yrði af fríverslunarsamningnum ef Færeyingar gerðu ekki samning við Huwaei, á Feng að hafa sagt að ef af samningnum yrði, myndi viðskipti á milli ríkjanna aukast til muna. Nielsen mun þó hafa sagt Feng að undir engum kringumstæðum myndi ríkisstjórn hans skipta sér af því hvað einkafyrirtæki Færeyja ákváðu að gera varðandi uppbyggingu umrædds kerfis Yfirvöld Færeyja hafa lengi unnið að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fregnirnar hafa valdið usla í bæði Færeyjum og í Danmörku þar sem þingmenn hafa kallað eftir því að danska þingið standi þétt við bakið á Færeyingum. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur þegar varað Færeyinga við því að hleypa Huawei að uppbyggingu 5G-kerfisisins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Fannst ekki þrýst á sig Í yfirlýsingu til DR segir Feng að það sé innan verksviðs hans að standa vörð um kínversk fyrirtæki. Hann hafi þó ekki beitt Færeyinga þrýstingi eða hótað þeim. Sömuleiðis sé það skylda hans að tryggja að Huwaei fái sanngjarna meðferð með tilliti til þess að Bandaríkin hafi verið að þrýsta á Færeyinga varðandi fyrirtækið.Nielsen, lögmaður Færeyja, segist sömuleiðis ekki hafa fundist sem verið væri að beita hann þrýstingi á fundinum. Hann sagði sömuleiðis að almenningur ætti ef til vill ekki að vita af milliríkjaviðræðum sem þessum. „Svo sendiherra Kína hefur ekki sagt þér að mögulegur fríverslunarsamningur veltur á því hver mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis Færeyja?“ spurði DR lögmanninn. „Eins og ég sagði, það eina sem ég hef um þetta að segja er að mér hefur ekki þótt ég beittur þrýstingi eða ógnað af yfirvöldum Kína,“ sagði Nielsen.
Danmörk Færeyjar Huawei Kína Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira