Verðmætasköpun í fiski innanlands! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 13. desember 2019 15:30 Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum. Við fjölluðum m.a. um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Hefur nefndin meðal annars velt upp samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Nefndin hefur tekið þetta mál til góðrar umfjöllunar, fengið til sín fjölda gesta og það hefur komið fram að innlend fyrirtæki séu að keppa við fyrirtæki sem eru ríkisstyrkt í Evrópu sem í sumum tilfellum borga lægri laun en hér á landi og kaupa fisk á fiskmörkuðum hérlendis eða beint af útgerðarfyrirtækjum á öðru verði en gert er upp við sjómenn. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að störf eru að tapast í fiskvinnslu hér á landi og rekstrarstaða minni fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða er orðin erfið. Nefndin hefur m.a. óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það taki til skoðunar skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, áhrif milliverðlagningar á laun sjómanna og á tekjur hafna sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið og að brugðist verði við. Fimm ráðuneyti hafa nú fengið sendar fyrirspurnir frá atvinnuveganefnd um krefjandi álitaefni í þessu máli sem falla undir þeirra verksvið. Þannig krefst nefndin svara frá sjávarútvegsráðherra, félagsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra. Meðal þeirra álitaefna sem nefndin vill svör um eru tekjutap ríkis og sveitarfélaga og fækkun starfa, hvernig megi tryggja að sem mest af verðmætasköpun af nýtingu auðlindarinnar verði eftir í landinu og umhverfisáhrif þess að flytja hrávöru út til vinnslu. Mikilvægt er að þróunin verði ekki sú að fiskvinnsla flytjist úr landi með tilheyrandi tapaðri verðmætasköpun, þekkingu og byggðaröskun í sjávarbyggðum. Útflutningur af óunnum fiski er helmingur af því magni sem fer í gegnum fiskmarkaði í dag og sterk krafa hefur verið á að skylt verði að allar útgerðir setji hlutfall af sínum afla á fiskmarkað til að styrkja verðmyndun og framboð á fiski og á það sérstaklega við fiskvinnslur án útgerða sem margar hafa sérhæft sig í framleiðslu til neytenda. Það þarf að skoða samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fiskvinnslu innan ESB vegna hins aukna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Jafnframt þarf að skoða hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum erlendis sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað og hvernig ESB standi að stuðningi við sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarlöndum sínum. Þessa frumkvæðisvinnu í nafni allrar nefndarinnar, að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, tel ég vera mjög mikilvæga og að hún skili niðurstöðum sem stjórnvöld vinni með áfram. Þetta sýnir að við á Alþingi getum sýnt samstöðu þvert á flokka. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum. Við fjölluðum m.a. um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Hefur nefndin meðal annars velt upp samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Nefndin hefur tekið þetta mál til góðrar umfjöllunar, fengið til sín fjölda gesta og það hefur komið fram að innlend fyrirtæki séu að keppa við fyrirtæki sem eru ríkisstyrkt í Evrópu sem í sumum tilfellum borga lægri laun en hér á landi og kaupa fisk á fiskmörkuðum hérlendis eða beint af útgerðarfyrirtækjum á öðru verði en gert er upp við sjómenn. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að störf eru að tapast í fiskvinnslu hér á landi og rekstrarstaða minni fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða er orðin erfið. Nefndin hefur m.a. óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það taki til skoðunar skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, áhrif milliverðlagningar á laun sjómanna og á tekjur hafna sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið og að brugðist verði við. Fimm ráðuneyti hafa nú fengið sendar fyrirspurnir frá atvinnuveganefnd um krefjandi álitaefni í þessu máli sem falla undir þeirra verksvið. Þannig krefst nefndin svara frá sjávarútvegsráðherra, félagsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra. Meðal þeirra álitaefna sem nefndin vill svör um eru tekjutap ríkis og sveitarfélaga og fækkun starfa, hvernig megi tryggja að sem mest af verðmætasköpun af nýtingu auðlindarinnar verði eftir í landinu og umhverfisáhrif þess að flytja hrávöru út til vinnslu. Mikilvægt er að þróunin verði ekki sú að fiskvinnsla flytjist úr landi með tilheyrandi tapaðri verðmætasköpun, þekkingu og byggðaröskun í sjávarbyggðum. Útflutningur af óunnum fiski er helmingur af því magni sem fer í gegnum fiskmarkaði í dag og sterk krafa hefur verið á að skylt verði að allar útgerðir setji hlutfall af sínum afla á fiskmarkað til að styrkja verðmyndun og framboð á fiski og á það sérstaklega við fiskvinnslur án útgerða sem margar hafa sérhæft sig í framleiðslu til neytenda. Það þarf að skoða samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fiskvinnslu innan ESB vegna hins aukna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Jafnframt þarf að skoða hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum erlendis sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað og hvernig ESB standi að stuðningi við sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarlöndum sínum. Þessa frumkvæðisvinnu í nafni allrar nefndarinnar, að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, tel ég vera mjög mikilvæga og að hún skili niðurstöðum sem stjórnvöld vinni með áfram. Þetta sýnir að við á Alþingi getum sýnt samstöðu þvert á flokka. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun