Verðmætasköpun í fiski innanlands! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 13. desember 2019 15:30 Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum. Við fjölluðum m.a. um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Hefur nefndin meðal annars velt upp samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Nefndin hefur tekið þetta mál til góðrar umfjöllunar, fengið til sín fjölda gesta og það hefur komið fram að innlend fyrirtæki séu að keppa við fyrirtæki sem eru ríkisstyrkt í Evrópu sem í sumum tilfellum borga lægri laun en hér á landi og kaupa fisk á fiskmörkuðum hérlendis eða beint af útgerðarfyrirtækjum á öðru verði en gert er upp við sjómenn. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að störf eru að tapast í fiskvinnslu hér á landi og rekstrarstaða minni fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða er orðin erfið. Nefndin hefur m.a. óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það taki til skoðunar skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, áhrif milliverðlagningar á laun sjómanna og á tekjur hafna sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið og að brugðist verði við. Fimm ráðuneyti hafa nú fengið sendar fyrirspurnir frá atvinnuveganefnd um krefjandi álitaefni í þessu máli sem falla undir þeirra verksvið. Þannig krefst nefndin svara frá sjávarútvegsráðherra, félagsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra. Meðal þeirra álitaefna sem nefndin vill svör um eru tekjutap ríkis og sveitarfélaga og fækkun starfa, hvernig megi tryggja að sem mest af verðmætasköpun af nýtingu auðlindarinnar verði eftir í landinu og umhverfisáhrif þess að flytja hrávöru út til vinnslu. Mikilvægt er að þróunin verði ekki sú að fiskvinnsla flytjist úr landi með tilheyrandi tapaðri verðmætasköpun, þekkingu og byggðaröskun í sjávarbyggðum. Útflutningur af óunnum fiski er helmingur af því magni sem fer í gegnum fiskmarkaði í dag og sterk krafa hefur verið á að skylt verði að allar útgerðir setji hlutfall af sínum afla á fiskmarkað til að styrkja verðmyndun og framboð á fiski og á það sérstaklega við fiskvinnslur án útgerða sem margar hafa sérhæft sig í framleiðslu til neytenda. Það þarf að skoða samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fiskvinnslu innan ESB vegna hins aukna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Jafnframt þarf að skoða hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum erlendis sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað og hvernig ESB standi að stuðningi við sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarlöndum sínum. Þessa frumkvæðisvinnu í nafni allrar nefndarinnar, að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, tel ég vera mjög mikilvæga og að hún skili niðurstöðum sem stjórnvöld vinni með áfram. Þetta sýnir að við á Alþingi getum sýnt samstöðu þvert á flokka. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum. Við fjölluðum m.a. um samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Hefur nefndin meðal annars velt upp samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum á Íslandi vegna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Nefndin hefur tekið þetta mál til góðrar umfjöllunar, fengið til sín fjölda gesta og það hefur komið fram að innlend fyrirtæki séu að keppa við fyrirtæki sem eru ríkisstyrkt í Evrópu sem í sumum tilfellum borga lægri laun en hér á landi og kaupa fisk á fiskmörkuðum hérlendis eða beint af útgerðarfyrirtækjum á öðru verði en gert er upp við sjómenn. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að störf eru að tapast í fiskvinnslu hér á landi og rekstrarstaða minni fiskvinnslustöðva og fiskmarkaða er orðin erfið. Nefndin hefur m.a. óskað eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að það taki til skoðunar skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs, áhrif milliverðlagningar á laun sjómanna og á tekjur hafna sem mikið hefur verið til umræðu undanfarið og að brugðist verði við. Fimm ráðuneyti hafa nú fengið sendar fyrirspurnir frá atvinnuveganefnd um krefjandi álitaefni í þessu máli sem falla undir þeirra verksvið. Þannig krefst nefndin svara frá sjávarútvegsráðherra, félagsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra og fjármálaráðherra. Meðal þeirra álitaefna sem nefndin vill svör um eru tekjutap ríkis og sveitarfélaga og fækkun starfa, hvernig megi tryggja að sem mest af verðmætasköpun af nýtingu auðlindarinnar verði eftir í landinu og umhverfisáhrif þess að flytja hrávöru út til vinnslu. Mikilvægt er að þróunin verði ekki sú að fiskvinnsla flytjist úr landi með tilheyrandi tapaðri verðmætasköpun, þekkingu og byggðaröskun í sjávarbyggðum. Útflutningur af óunnum fiski er helmingur af því magni sem fer í gegnum fiskmarkaði í dag og sterk krafa hefur verið á að skylt verði að allar útgerðir setji hlutfall af sínum afla á fiskmarkað til að styrkja verðmyndun og framboð á fiski og á það sérstaklega við fiskvinnslur án útgerða sem margar hafa sérhæft sig í framleiðslu til neytenda. Það þarf að skoða samkeppnisstöðu innlendrar fiskvinnslu gagnvart fiskvinnslu innan ESB vegna hins aukna útflutnings á óunnum fiski í gámum. Jafnframt þarf að skoða hvernig eignarhaldi innlendra aðila í fiskvinnslum erlendis sem kaupa óunninn fisk frá Íslandi er háttað og hvernig ESB standi að stuðningi við sjávarútveg og fiskvinnslu í aðildarlöndum sínum. Þessa frumkvæðisvinnu í nafni allrar nefndarinnar, að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar, tel ég vera mjög mikilvæga og að hún skili niðurstöðum sem stjórnvöld vinni með áfram. Þetta sýnir að við á Alþingi getum sýnt samstöðu þvert á flokka. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun