Meiri líkur á því að Englendingar fái að halda HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:30 Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið þegar þeir héldu HM síðast árið 1966. Getty/Rolls Press/Popperfoto Það ríkir nú aukin bjartsýni á það í herbúðum bresku knattspyrnusambandandanna að stærsta keppni fótboltaheimsins snúi aftur „heim“ eftir 64 ára fjarveru. Englendingar misstu af því að halda HM 2018 sem eins og flestir vita fór fram í Rússlandi og kom það mörgum á óvart. Reyndar ekki eins mörgum og þegar HM 2022 endaði í Katar. Enska sambandið hafði tjaldað miklu til í framboði sínu fyrir HM 2018 og sat eftir með sárt ennið. Nú ætla Englendingar sér að fá HM 2030 undir sameiginlegu framboði Breta og Íra.British and Irish chances of 2030 World Cup bid made more ‘credible’ https://t.co/Mb54qGg8nw — Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2019Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins heitir Noel Mooney og hann var mjög jákvæður þegar hann ræddi möguleika breska framboðsins á að hreppa HM 2030. Bretland og Írland kynntu framboð sitt um helgina þegar dregið var í riðla fyrir EM 2020. Þar munu England, Skotland og Írland öll hýsa leiki eins og níu önnur lönd í Evrópu enda verður EM alls staðar á næsta ári. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og það eina rétta er að láta verða að þessu. Við erum komnir á fulla ferð með enska sambandið í fararbroddi. Kynningin var mjög góð. Það er góður möguleiki fyrir okkur að setja fram trúverðugt tilboð og vonandi vinnum við. Það kæmi mér mjög á óvart ef menn hefðu ekki trú á þessu framboði Bretlands og Írlands,“ sagði Noel Mooney við blaðamann Times. Breska framboðið býr líka að því að það fékk flottan stuðning frá Aleksander Ceferin, forset UEFA, sem sagði að það væri kominn tími á það að heimsmeistarakeppnin færi aftur til Englands í fyrsta sinn frá árinu 1966. Þetta verður hins vegar ekki eina framboðið því Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Síle og Paragvæ vilja fá að halda keppnina saman. Fyrsta HM fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 eða nákvæmlega hundrað árum á undan þessari keppni. Framboð frá Marokkó með nágrönnum sínum í Alsír og Túnis sem og framboð frá Balkanskagaþjóðunum Búlgaríu, Grikklandi, Rúmeníu og Serbíu eru líka í samkeppni við Breta og Íra. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og þá verður HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkíó. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Það ríkir nú aukin bjartsýni á það í herbúðum bresku knattspyrnusambandandanna að stærsta keppni fótboltaheimsins snúi aftur „heim“ eftir 64 ára fjarveru. Englendingar misstu af því að halda HM 2018 sem eins og flestir vita fór fram í Rússlandi og kom það mörgum á óvart. Reyndar ekki eins mörgum og þegar HM 2022 endaði í Katar. Enska sambandið hafði tjaldað miklu til í framboði sínu fyrir HM 2018 og sat eftir með sárt ennið. Nú ætla Englendingar sér að fá HM 2030 undir sameiginlegu framboði Breta og Íra.British and Irish chances of 2030 World Cup bid made more ‘credible’ https://t.co/Mb54qGg8nw — Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2019Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins heitir Noel Mooney og hann var mjög jákvæður þegar hann ræddi möguleika breska framboðsins á að hreppa HM 2030. Bretland og Írland kynntu framboð sitt um helgina þegar dregið var í riðla fyrir EM 2020. Þar munu England, Skotland og Írland öll hýsa leiki eins og níu önnur lönd í Evrópu enda verður EM alls staðar á næsta ári. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og það eina rétta er að láta verða að þessu. Við erum komnir á fulla ferð með enska sambandið í fararbroddi. Kynningin var mjög góð. Það er góður möguleiki fyrir okkur að setja fram trúverðugt tilboð og vonandi vinnum við. Það kæmi mér mjög á óvart ef menn hefðu ekki trú á þessu framboði Bretlands og Írlands,“ sagði Noel Mooney við blaðamann Times. Breska framboðið býr líka að því að það fékk flottan stuðning frá Aleksander Ceferin, forset UEFA, sem sagði að það væri kominn tími á það að heimsmeistarakeppnin færi aftur til Englands í fyrsta sinn frá árinu 1966. Þetta verður hins vegar ekki eina framboðið því Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Síle og Paragvæ vilja fá að halda keppnina saman. Fyrsta HM fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 eða nákvæmlega hundrað árum á undan þessari keppni. Framboð frá Marokkó með nágrönnum sínum í Alsír og Túnis sem og framboð frá Balkanskagaþjóðunum Búlgaríu, Grikklandi, Rúmeníu og Serbíu eru líka í samkeppni við Breta og Íra. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og þá verður HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkíó.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira