Norsku stelpurnar áfram á sigurbraut á HM í Japan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 13:00 Stine Bredal Oftedal var best á vellinum í dag. Getty/Lukasz Laskowski Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru eitt af sex liðum sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Japan. Noregur spilaði sinn erfiðasta leik til þess en vann að lokum þriggja marka sigur á Serbíu. Þrjár þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta þrátt fyrir að tveir leikir séu enn eftir af riðlakeppninni. Þýskaland, Spánn og Rússland eru komin áfram en Norðmenn, Svíar og Svartfellingar eru líka með fullt hús í sínum riðli. Þrjú síðastnefndu löndin eru í góðri stöðu en geta samt enn setið tölfræðilega eftir. Norska liðið hafði unnið tvo auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum en það reyndi talsvert meira á þær á móti sterku serbnesku liði. Noregur vann á endanum 28-25 sigur. Stine Bredal Oftedal og Emilie Hegh Arntzen voru markahæstar með sjö mörk hvor en Silje Solberg varði líka mjög vel í markinu. Oftedal var valin besti leikmaður vallarins. Norsku stelpurnar voru skrefinu á eftir framan af leik en líkt á móti Slóveníu í gær þurfti leikhlé frá Þóri til að koma hans stelpum í gang. Norska liðið var síðan einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Seinni hálfleikurinn var betur spilaður hjá norska liðinu en ólíkt Slóveníuleiknum þá tókst þeim ekki að stinga Serbana af. Hægt og rólega jókst þó munurinn upp í fimm mörk en þær serbnesku gáfust ekki upp og minnkuðu aftur muninn. Norska liðið var sterkara á lokakaflanum og fagnaði ein Norðmenn klikkuðu á fjórum vítaköstum í leiknum en náðu nokkrum sinnum að skora úr frákastinu. Hin risavaxna Dragana Cvijic á línunni reyndist norska liðinu erfið viðureignar en hún skoraði fimm mörk og fiskaði líka víti og brottrekstra. Þýskaland vann eins marka sigur á Danmörku, 26-25, í æsispennandi leik í B-riðlinum en þar eru þýsku stelpurnar þær einu sem eru með fullt hús. Úrslitin þýða að Danir komast ekki í milliriðil eins og staðan er núna en þær geta bætt úr því í síðustu tveimur leikjum sínum við Brasilíumenn og Frakka. Þýsku stelpurnar fögnuðu aftur á móti vel því þær eru öruggar inn í milliriðla. Hollensku stelpurnar skoruðu 51 mark í stórsigri á Kúbu og eru komnar á mikið skrið eftir óvænt tap á móti Slóveníu í fyrsta leik. Tveir leikmenn skoruðu meira en tíu mörk, Angela Malestein var með 11 mörk og Lois Abbingh skoraði 10 mörk. Slóvensku stelpurnar voru ef til vill enn í losti eftir skellinn á móti Noregi í gær því Slóvenía steinlá með níu marka mun á móti Angóla. Angólska liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Lið Suður Kóreu heldur áfram að gera góða hluti en liðið hefur náð í fimm af sex stigum út úr leikjum sínum á móti Frakklandi, Danmörku og Brasilíu. Spánn og Svartfjallaland eru bæði með fullt hús í C-riðlinum en Svartfjallaland vann nauma eins marks sigur á Ungverjalandi, 25-24 á meðan Spánverjar burstuðu Senegal. Rússar og Svíar eru með fullt hús í D-riðlinum en Svíar urðu fyrstir til að vinna gestgjafa Japan sem höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína. Heimsmeistarar Frakka unnu loksins sigur og hann var eins og lauflétt æfing en franska liðið vann 39 marka sigur á Áströlum, 46-7.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Holland - Kúba 51-23 Slóvenía - Angóla 24-33 Noregur - Serbía 28-25Stigin: Noregur 6, Holland 4, Serbía 4, Angóla 2, Slóvenía 2, Kúba 0B-riðill Suður Kórea - Brasilía 33-27 Frakkland - Ástralía 46-7 Danmörk - Þýskaland 25-26Stigin: Þýskaland 6, Suður Kórea 5, Frakkland 3, Danmörk 3, Brasilía 1, Ástralía 0.C-riðill Ungverjaland - Svartfjallaland 24-25 Spánn - Senegal 29-20 Rúmenía - Kasakstan 22-20Stigin: Spánn 6, Svartfjallaland 6, Rúmenía 4, Ungverjaland 2, Senegal 0, Kasakstan 0.D-riðill Rússland - Austur Kongó 34-13 Kína - Argentína 28-34 Svíþjóð - Japan 34-26Stigin: Rússland 6, Svíþjóð 6, Japan 4, Argentína 2, Kína 0, Austur Kongó 0 Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru eitt af sex liðum sem hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í Japan. Noregur spilaði sinn erfiðasta leik til þess en vann að lokum þriggja marka sigur á Serbíu. Þrjár þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta þrátt fyrir að tveir leikir séu enn eftir af riðlakeppninni. Þýskaland, Spánn og Rússland eru komin áfram en Norðmenn, Svíar og Svartfellingar eru líka með fullt hús í sínum riðli. Þrjú síðastnefndu löndin eru í góðri stöðu en geta samt enn setið tölfræðilega eftir. Norska liðið hafði unnið tvo auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum en það reyndi talsvert meira á þær á móti sterku serbnesku liði. Noregur vann á endanum 28-25 sigur. Stine Bredal Oftedal og Emilie Hegh Arntzen voru markahæstar með sjö mörk hvor en Silje Solberg varði líka mjög vel í markinu. Oftedal var valin besti leikmaður vallarins. Norsku stelpurnar voru skrefinu á eftir framan af leik en líkt á móti Slóveníu í gær þurfti leikhlé frá Þóri til að koma hans stelpum í gang. Norska liðið var síðan einu marki yfir í hálfleik, 13-12. Seinni hálfleikurinn var betur spilaður hjá norska liðinu en ólíkt Slóveníuleiknum þá tókst þeim ekki að stinga Serbana af. Hægt og rólega jókst þó munurinn upp í fimm mörk en þær serbnesku gáfust ekki upp og minnkuðu aftur muninn. Norska liðið var sterkara á lokakaflanum og fagnaði ein Norðmenn klikkuðu á fjórum vítaköstum í leiknum en náðu nokkrum sinnum að skora úr frákastinu. Hin risavaxna Dragana Cvijic á línunni reyndist norska liðinu erfið viðureignar en hún skoraði fimm mörk og fiskaði líka víti og brottrekstra. Þýskaland vann eins marka sigur á Danmörku, 26-25, í æsispennandi leik í B-riðlinum en þar eru þýsku stelpurnar þær einu sem eru með fullt hús. Úrslitin þýða að Danir komast ekki í milliriðil eins og staðan er núna en þær geta bætt úr því í síðustu tveimur leikjum sínum við Brasilíumenn og Frakka. Þýsku stelpurnar fögnuðu aftur á móti vel því þær eru öruggar inn í milliriðla. Hollensku stelpurnar skoruðu 51 mark í stórsigri á Kúbu og eru komnar á mikið skrið eftir óvænt tap á móti Slóveníu í fyrsta leik. Tveir leikmenn skoruðu meira en tíu mörk, Angela Malestein var með 11 mörk og Lois Abbingh skoraði 10 mörk. Slóvensku stelpurnar voru ef til vill enn í losti eftir skellinn á móti Noregi í gær því Slóvenía steinlá með níu marka mun á móti Angóla. Angólska liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Lið Suður Kóreu heldur áfram að gera góða hluti en liðið hefur náð í fimm af sex stigum út úr leikjum sínum á móti Frakklandi, Danmörku og Brasilíu. Spánn og Svartfjallaland eru bæði með fullt hús í C-riðlinum en Svartfjallaland vann nauma eins marks sigur á Ungverjalandi, 25-24 á meðan Spánverjar burstuðu Senegal. Rússar og Svíar eru með fullt hús í D-riðlinum en Svíar urðu fyrstir til að vinna gestgjafa Japan sem höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína. Heimsmeistarar Frakka unnu loksins sigur og hann var eins og lauflétt æfing en franska liðið vann 39 marka sigur á Áströlum, 46-7.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Holland - Kúba 51-23 Slóvenía - Angóla 24-33 Noregur - Serbía 28-25Stigin: Noregur 6, Holland 4, Serbía 4, Angóla 2, Slóvenía 2, Kúba 0B-riðill Suður Kórea - Brasilía 33-27 Frakkland - Ástralía 46-7 Danmörk - Þýskaland 25-26Stigin: Þýskaland 6, Suður Kórea 5, Frakkland 3, Danmörk 3, Brasilía 1, Ástralía 0.C-riðill Ungverjaland - Svartfjallaland 24-25 Spánn - Senegal 29-20 Rúmenía - Kasakstan 22-20Stigin: Spánn 6, Svartfjallaland 6, Rúmenía 4, Ungverjaland 2, Senegal 0, Kasakstan 0.D-riðill Rússland - Austur Kongó 34-13 Kína - Argentína 28-34 Svíþjóð - Japan 34-26Stigin: Rússland 6, Svíþjóð 6, Japan 4, Argentína 2, Kína 0, Austur Kongó 0
Handbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira