Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 07:32 Gjert Ingebrigtsen er sakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu. Á leynilegri upptöku sakaði norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen syni sína um að eyðileggja mannorð sitt. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, tvöfalda Ólympíumeistarann Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi þegar þau voru yngri. Jakob og bræður hans ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid með blautu handklæði fyrir þremur árum. Í gær var innihald leynilegrar upptöku af samtali Gjerts við syni sína til umfjöllunar fyrir rétti. Gjert sakar þar syni sína um fullkomið mannorðsmorð. Samtalið, sem var níutíu mínútna langt, átti sér stað viku eftir að hann átti að hafa slegið Ingrid með handklæðinu. Henrik, sonur Gjerts, tók samtalið upp án vitneskju föður síns. „Þú hefur rekið mig sem þjálfara, afneitað okkur sem foreldrum og ert að framkvæma fullkomið mannorðsmorð í ofanálag. Þú eyðir því sem við höfum unnið að með einu pennastriki. Og þá fer síðasti tekjumöguleiki minn út um gluggann,“ sagði Gjert meðal annars í samtalinu. Gjert var einnig afar ósáttur með að hafa verið tilkynntur til barnaverndar. „Þetta fólk vill draga mig niður til vítis. Það ætlar að rústa mér sem manneskju,“ sagði Gjert en Henrik svaraði að synirnir hefðu ekki átt neinna annarra kosta völ en að grípa til aðgerða eftir að hann sló Ingrid. „Ég hef ekki gert nógu mörg mistök til að eiga skilið að vera rekinn sem þjálfari strákanna minna,“ sagði Gjert einnig og sagðist jafnframt aldrei hafa átt von á því að synir hans myndu gera honum svona lagað. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann fengið allt að sex ára fangelsisdóm. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí. Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. mars 2025 19:30 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. 28. mars 2025 07:30 Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. 27. mars 2025 07:31 Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25. mars 2025 07:03 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, tvöfalda Ólympíumeistarann Jakob, og dóttur sína, Ingrid, ofbeldi þegar þau voru yngri. Jakob og bræður hans ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid með blautu handklæði fyrir þremur árum. Í gær var innihald leynilegrar upptöku af samtali Gjerts við syni sína til umfjöllunar fyrir rétti. Gjert sakar þar syni sína um fullkomið mannorðsmorð. Samtalið, sem var níutíu mínútna langt, átti sér stað viku eftir að hann átti að hafa slegið Ingrid með handklæðinu. Henrik, sonur Gjerts, tók samtalið upp án vitneskju föður síns. „Þú hefur rekið mig sem þjálfara, afneitað okkur sem foreldrum og ert að framkvæma fullkomið mannorðsmorð í ofanálag. Þú eyðir því sem við höfum unnið að með einu pennastriki. Og þá fer síðasti tekjumöguleiki minn út um gluggann,“ sagði Gjert meðal annars í samtalinu. Gjert var einnig afar ósáttur með að hafa verið tilkynntur til barnaverndar. „Þetta fólk vill draga mig niður til vítis. Það ætlar að rústa mér sem manneskju,“ sagði Gjert en Henrik svaraði að synirnir hefðu ekki átt neinna annarra kosta völ en að grípa til aðgerða eftir að hann sló Ingrid. „Ég hef ekki gert nógu mörg mistök til að eiga skilið að vera rekinn sem þjálfari strákanna minna,“ sagði Gjert einnig og sagðist jafnframt aldrei hafa átt von á því að synir hans myndu gera honum svona lagað. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann fengið allt að sex ára fangelsisdóm. Réttarhöldin standa yfir til 16. maí.
Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. mars 2025 19:30 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. 28. mars 2025 07:30 Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. 27. mars 2025 07:31 Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25. mars 2025 07:03 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Rétthöld yfir norska hlaupaþjálfaranum Gjert Ingebrigtsen héldu áfram í dag en börn hans stigu fram árið 2022 og bera hann þungum sökum, að hann hafi um árabil beitt þau bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. mars 2025 19:30
Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. 28. mars 2025 07:30
Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Norski hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína í andlitið þegar hún var barn. Þetta var meðal þess sem kom fram á þriðja degi réttarhaldanna yfir Gjert. 27. mars 2025 07:31
Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29
Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið. 25. mars 2025 07:03