Mikilvægi sjálfboðastarfs Þorgeir Þorsteinsson skrifar 5. desember 2019 10:00 Í landi þar sem efnahagsástandið er mjög óstöðugt í augnablikinu og framtíðarhorfur eru óvissar, er eitt alveg ljóst: þörfin fyrir hjálparhönd og samheldni hefur sjaldan verið meiri. Sem betur fer eru Argentínumennirnir þeir vingjarnlegustu sem hægt er að finna og hversu miklu þeir deila er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir að margir Argentínumenn hafi upplifað svipaða tíma áður, þá er þetta fyrsta upplifunin fyrir börnin sem ég hef unnið með í Las Tejedoras sem er mjög fátækt hverfi í útjaðri Buenos Aires. Efnahagslegir erfiðleikar lenda oftast verst á hinum fátækustu og fyrir suma íbúa í Ingeniero Budge hverfinu, þar sem fjölskyldan sem ég dvelst hjá, eru erfiðir tímar. Sumt fólk í hverfinu hefur um árabil sýnt ótrúlegt rausnarskap sitt með því að gefa af tíma sínum og fjármunum til umbóta í samfélaginu. Börn á öllum aldri geta komið þangað, fengið sér mat og tekið þátt í því sem við skipuleggjum með þeim.Matarpökkum er einnig dreift til fjölskyldna í neyð. Ástandið var ekki eins slæmt fyrir fjórum mánuðum þegar ég kom og við höfum séð aukningu á börnunum sem mæta Þó er það góð tilfinning að sjá þau fara heim með bros á vör. Það eru forréttindi að geta farið til annars lands og upplifað menninguna, sérstaklega með því að búa hjá argentínskri fjölskyldu. Þú færð einstaka innsýn í líf venjulegra Argentínumanna og gerir vonandi eitthvað gott á meðan þú ert á staðnum. Það er stundum erfitt að ræða við vini mína hér úr hverfinu um Ísland og aðstæðurnar þar, mér finnst það næstum vandræðalegt og ég vildi óska þess að þeir hefðu sömu tækifæri og ég. Reynsla mín hér hefur gert mér grein fyrir því hve ótrúlega gott við höfum það heima. Það hefur opnað augu mín fyrir mörgu og þó svo að ég hafi eytt miklum tíma í Las Tejedoras, þá finnst mér það jafn mikilvægt og aðalverkefnið um félagslegt frumkvöðlastarf.AðsendÁsamt samtökunum Subir al Sur höfum við skipulagt viðburði með það að markmiði að styrkja sjálfboðaliðastarf í Buenos Aires þar sem sjálfboðaliðastarf er órjúfanlegur hluti flestra samfélaga og getur haft ótrúlegan samfélagslegan ávinning sem og faglegan ávinning fyrir fólk. Það er mjög mikilvægt að hafa sterkan grunn sjálfboðaliða og annarra sem taka þátt og með þessum verkefnum stefnum við að því að ná til heimamanna og fræða þá um mikilvægi sjálfboðaliða og aðstoða almennt. Við vonumst til að bæði mennta og fá í lið með okkur fleiri heimamenn sem sjálfboðaliða fyrir innlend, sem og erlend verkefni. Helsti markhópurinn er ungt fólk á aldrinum 16 til 30 ára en að fá leiðbeinendur fyrir sjálfboðaliða og hýsifjölskyldur er einnig stór hluti af markmiði okkar. Það er órjúfanlegur hluti af því að styrkja núverandi innviði sjálfboðaliðasamtaka í Buenos Aires og við vonumst til að byggja á því mikla starfi sem þegar hefur verið unnið. Eftir að hafa verið hér í Argentínu í meira en fjóra mánuði, sem er rúmur helmingur dvalar minnar hér, er áhugavert að líta til baka og hugsa um það sem hefur gerst hingað til. Að sjá og upplifa andstæðurnar milli þessa lands og míns (lands sem er nokkuð einangrað og mjög stöðugt) hefur gefið mér annað sjónarhorn og maður getur vissulega séð mikilvægi og þörf sjálfboðaliða á stað eins og þessum. Sérstaklega að búa hjá fjölskyldu, í hverfi þar sem erfiðleikar hafa verið miklir og er enn með mörg vandamál, gefur virkilega áhugaverða innsýn í menningu og líf venjulegs fólks. Einnig sú ótrúlega vinna sem samtök sjálfboðaliða vinna alls staðar. Þú sérð hluti í sjónvarpinu eða lest eitthvað á netinu svo þú hefur ákveðnar væntingar áður en þú kemur á staðinn, en svo er raunveruleikinn allt öðruvísi þegar þú ert þar og hittir og umgengst fólkið. Á tíma mínum hérna hef ég ekki aðeins lært tungumálið og hvernig á að spila Truco heldur hef ég lært mikilvægi þess að deila, hjálpa, vera þakklátur fyrir og nota það sem ég hef. Þetta eru þau atriði sem ég tek með mér aftur heim og deili með fólki þar, sem verður hluti af mér það sem eftir er ævinnar.Höfundur er sjálfboðaliði í Argentínu. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í landi þar sem efnahagsástandið er mjög óstöðugt í augnablikinu og framtíðarhorfur eru óvissar, er eitt alveg ljóst: þörfin fyrir hjálparhönd og samheldni hefur sjaldan verið meiri. Sem betur fer eru Argentínumennirnir þeir vingjarnlegustu sem hægt er að finna og hversu miklu þeir deila er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir að margir Argentínumenn hafi upplifað svipaða tíma áður, þá er þetta fyrsta upplifunin fyrir börnin sem ég hef unnið með í Las Tejedoras sem er mjög fátækt hverfi í útjaðri Buenos Aires. Efnahagslegir erfiðleikar lenda oftast verst á hinum fátækustu og fyrir suma íbúa í Ingeniero Budge hverfinu, þar sem fjölskyldan sem ég dvelst hjá, eru erfiðir tímar. Sumt fólk í hverfinu hefur um árabil sýnt ótrúlegt rausnarskap sitt með því að gefa af tíma sínum og fjármunum til umbóta í samfélaginu. Börn á öllum aldri geta komið þangað, fengið sér mat og tekið þátt í því sem við skipuleggjum með þeim.Matarpökkum er einnig dreift til fjölskyldna í neyð. Ástandið var ekki eins slæmt fyrir fjórum mánuðum þegar ég kom og við höfum séð aukningu á börnunum sem mæta Þó er það góð tilfinning að sjá þau fara heim með bros á vör. Það eru forréttindi að geta farið til annars lands og upplifað menninguna, sérstaklega með því að búa hjá argentínskri fjölskyldu. Þú færð einstaka innsýn í líf venjulegra Argentínumanna og gerir vonandi eitthvað gott á meðan þú ert á staðnum. Það er stundum erfitt að ræða við vini mína hér úr hverfinu um Ísland og aðstæðurnar þar, mér finnst það næstum vandræðalegt og ég vildi óska þess að þeir hefðu sömu tækifæri og ég. Reynsla mín hér hefur gert mér grein fyrir því hve ótrúlega gott við höfum það heima. Það hefur opnað augu mín fyrir mörgu og þó svo að ég hafi eytt miklum tíma í Las Tejedoras, þá finnst mér það jafn mikilvægt og aðalverkefnið um félagslegt frumkvöðlastarf.AðsendÁsamt samtökunum Subir al Sur höfum við skipulagt viðburði með það að markmiði að styrkja sjálfboðaliðastarf í Buenos Aires þar sem sjálfboðaliðastarf er órjúfanlegur hluti flestra samfélaga og getur haft ótrúlegan samfélagslegan ávinning sem og faglegan ávinning fyrir fólk. Það er mjög mikilvægt að hafa sterkan grunn sjálfboðaliða og annarra sem taka þátt og með þessum verkefnum stefnum við að því að ná til heimamanna og fræða þá um mikilvægi sjálfboðaliða og aðstoða almennt. Við vonumst til að bæði mennta og fá í lið með okkur fleiri heimamenn sem sjálfboðaliða fyrir innlend, sem og erlend verkefni. Helsti markhópurinn er ungt fólk á aldrinum 16 til 30 ára en að fá leiðbeinendur fyrir sjálfboðaliða og hýsifjölskyldur er einnig stór hluti af markmiði okkar. Það er órjúfanlegur hluti af því að styrkja núverandi innviði sjálfboðaliðasamtaka í Buenos Aires og við vonumst til að byggja á því mikla starfi sem þegar hefur verið unnið. Eftir að hafa verið hér í Argentínu í meira en fjóra mánuði, sem er rúmur helmingur dvalar minnar hér, er áhugavert að líta til baka og hugsa um það sem hefur gerst hingað til. Að sjá og upplifa andstæðurnar milli þessa lands og míns (lands sem er nokkuð einangrað og mjög stöðugt) hefur gefið mér annað sjónarhorn og maður getur vissulega séð mikilvægi og þörf sjálfboðaliða á stað eins og þessum. Sérstaklega að búa hjá fjölskyldu, í hverfi þar sem erfiðleikar hafa verið miklir og er enn með mörg vandamál, gefur virkilega áhugaverða innsýn í menningu og líf venjulegs fólks. Einnig sú ótrúlega vinna sem samtök sjálfboðaliða vinna alls staðar. Þú sérð hluti í sjónvarpinu eða lest eitthvað á netinu svo þú hefur ákveðnar væntingar áður en þú kemur á staðinn, en svo er raunveruleikinn allt öðruvísi þegar þú ert þar og hittir og umgengst fólkið. Á tíma mínum hérna hef ég ekki aðeins lært tungumálið og hvernig á að spila Truco heldur hef ég lært mikilvægi þess að deila, hjálpa, vera þakklátur fyrir og nota það sem ég hef. Þetta eru þau atriði sem ég tek með mér aftur heim og deili með fólki þar, sem verður hluti af mér það sem eftir er ævinnar.Höfundur er sjálfboðaliði í Argentínu. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliða.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar