Mikilvægi sjálfboðastarfs Þorgeir Þorsteinsson skrifar 5. desember 2019 10:00 Í landi þar sem efnahagsástandið er mjög óstöðugt í augnablikinu og framtíðarhorfur eru óvissar, er eitt alveg ljóst: þörfin fyrir hjálparhönd og samheldni hefur sjaldan verið meiri. Sem betur fer eru Argentínumennirnir þeir vingjarnlegustu sem hægt er að finna og hversu miklu þeir deila er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir að margir Argentínumenn hafi upplifað svipaða tíma áður, þá er þetta fyrsta upplifunin fyrir börnin sem ég hef unnið með í Las Tejedoras sem er mjög fátækt hverfi í útjaðri Buenos Aires. Efnahagslegir erfiðleikar lenda oftast verst á hinum fátækustu og fyrir suma íbúa í Ingeniero Budge hverfinu, þar sem fjölskyldan sem ég dvelst hjá, eru erfiðir tímar. Sumt fólk í hverfinu hefur um árabil sýnt ótrúlegt rausnarskap sitt með því að gefa af tíma sínum og fjármunum til umbóta í samfélaginu. Börn á öllum aldri geta komið þangað, fengið sér mat og tekið þátt í því sem við skipuleggjum með þeim.Matarpökkum er einnig dreift til fjölskyldna í neyð. Ástandið var ekki eins slæmt fyrir fjórum mánuðum þegar ég kom og við höfum séð aukningu á börnunum sem mæta Þó er það góð tilfinning að sjá þau fara heim með bros á vör. Það eru forréttindi að geta farið til annars lands og upplifað menninguna, sérstaklega með því að búa hjá argentínskri fjölskyldu. Þú færð einstaka innsýn í líf venjulegra Argentínumanna og gerir vonandi eitthvað gott á meðan þú ert á staðnum. Það er stundum erfitt að ræða við vini mína hér úr hverfinu um Ísland og aðstæðurnar þar, mér finnst það næstum vandræðalegt og ég vildi óska þess að þeir hefðu sömu tækifæri og ég. Reynsla mín hér hefur gert mér grein fyrir því hve ótrúlega gott við höfum það heima. Það hefur opnað augu mín fyrir mörgu og þó svo að ég hafi eytt miklum tíma í Las Tejedoras, þá finnst mér það jafn mikilvægt og aðalverkefnið um félagslegt frumkvöðlastarf.AðsendÁsamt samtökunum Subir al Sur höfum við skipulagt viðburði með það að markmiði að styrkja sjálfboðaliðastarf í Buenos Aires þar sem sjálfboðaliðastarf er órjúfanlegur hluti flestra samfélaga og getur haft ótrúlegan samfélagslegan ávinning sem og faglegan ávinning fyrir fólk. Það er mjög mikilvægt að hafa sterkan grunn sjálfboðaliða og annarra sem taka þátt og með þessum verkefnum stefnum við að því að ná til heimamanna og fræða þá um mikilvægi sjálfboðaliða og aðstoða almennt. Við vonumst til að bæði mennta og fá í lið með okkur fleiri heimamenn sem sjálfboðaliða fyrir innlend, sem og erlend verkefni. Helsti markhópurinn er ungt fólk á aldrinum 16 til 30 ára en að fá leiðbeinendur fyrir sjálfboðaliða og hýsifjölskyldur er einnig stór hluti af markmiði okkar. Það er órjúfanlegur hluti af því að styrkja núverandi innviði sjálfboðaliðasamtaka í Buenos Aires og við vonumst til að byggja á því mikla starfi sem þegar hefur verið unnið. Eftir að hafa verið hér í Argentínu í meira en fjóra mánuði, sem er rúmur helmingur dvalar minnar hér, er áhugavert að líta til baka og hugsa um það sem hefur gerst hingað til. Að sjá og upplifa andstæðurnar milli þessa lands og míns (lands sem er nokkuð einangrað og mjög stöðugt) hefur gefið mér annað sjónarhorn og maður getur vissulega séð mikilvægi og þörf sjálfboðaliða á stað eins og þessum. Sérstaklega að búa hjá fjölskyldu, í hverfi þar sem erfiðleikar hafa verið miklir og er enn með mörg vandamál, gefur virkilega áhugaverða innsýn í menningu og líf venjulegs fólks. Einnig sú ótrúlega vinna sem samtök sjálfboðaliða vinna alls staðar. Þú sérð hluti í sjónvarpinu eða lest eitthvað á netinu svo þú hefur ákveðnar væntingar áður en þú kemur á staðinn, en svo er raunveruleikinn allt öðruvísi þegar þú ert þar og hittir og umgengst fólkið. Á tíma mínum hérna hef ég ekki aðeins lært tungumálið og hvernig á að spila Truco heldur hef ég lært mikilvægi þess að deila, hjálpa, vera þakklátur fyrir og nota það sem ég hef. Þetta eru þau atriði sem ég tek með mér aftur heim og deili með fólki þar, sem verður hluti af mér það sem eftir er ævinnar.Höfundur er sjálfboðaliði í Argentínu. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í landi þar sem efnahagsástandið er mjög óstöðugt í augnablikinu og framtíðarhorfur eru óvissar, er eitt alveg ljóst: þörfin fyrir hjálparhönd og samheldni hefur sjaldan verið meiri. Sem betur fer eru Argentínumennirnir þeir vingjarnlegustu sem hægt er að finna og hversu miklu þeir deila er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir að margir Argentínumenn hafi upplifað svipaða tíma áður, þá er þetta fyrsta upplifunin fyrir börnin sem ég hef unnið með í Las Tejedoras sem er mjög fátækt hverfi í útjaðri Buenos Aires. Efnahagslegir erfiðleikar lenda oftast verst á hinum fátækustu og fyrir suma íbúa í Ingeniero Budge hverfinu, þar sem fjölskyldan sem ég dvelst hjá, eru erfiðir tímar. Sumt fólk í hverfinu hefur um árabil sýnt ótrúlegt rausnarskap sitt með því að gefa af tíma sínum og fjármunum til umbóta í samfélaginu. Börn á öllum aldri geta komið þangað, fengið sér mat og tekið þátt í því sem við skipuleggjum með þeim.Matarpökkum er einnig dreift til fjölskyldna í neyð. Ástandið var ekki eins slæmt fyrir fjórum mánuðum þegar ég kom og við höfum séð aukningu á börnunum sem mæta Þó er það góð tilfinning að sjá þau fara heim með bros á vör. Það eru forréttindi að geta farið til annars lands og upplifað menninguna, sérstaklega með því að búa hjá argentínskri fjölskyldu. Þú færð einstaka innsýn í líf venjulegra Argentínumanna og gerir vonandi eitthvað gott á meðan þú ert á staðnum. Það er stundum erfitt að ræða við vini mína hér úr hverfinu um Ísland og aðstæðurnar þar, mér finnst það næstum vandræðalegt og ég vildi óska þess að þeir hefðu sömu tækifæri og ég. Reynsla mín hér hefur gert mér grein fyrir því hve ótrúlega gott við höfum það heima. Það hefur opnað augu mín fyrir mörgu og þó svo að ég hafi eytt miklum tíma í Las Tejedoras, þá finnst mér það jafn mikilvægt og aðalverkefnið um félagslegt frumkvöðlastarf.AðsendÁsamt samtökunum Subir al Sur höfum við skipulagt viðburði með það að markmiði að styrkja sjálfboðaliðastarf í Buenos Aires þar sem sjálfboðaliðastarf er órjúfanlegur hluti flestra samfélaga og getur haft ótrúlegan samfélagslegan ávinning sem og faglegan ávinning fyrir fólk. Það er mjög mikilvægt að hafa sterkan grunn sjálfboðaliða og annarra sem taka þátt og með þessum verkefnum stefnum við að því að ná til heimamanna og fræða þá um mikilvægi sjálfboðaliða og aðstoða almennt. Við vonumst til að bæði mennta og fá í lið með okkur fleiri heimamenn sem sjálfboðaliða fyrir innlend, sem og erlend verkefni. Helsti markhópurinn er ungt fólk á aldrinum 16 til 30 ára en að fá leiðbeinendur fyrir sjálfboðaliða og hýsifjölskyldur er einnig stór hluti af markmiði okkar. Það er órjúfanlegur hluti af því að styrkja núverandi innviði sjálfboðaliðasamtaka í Buenos Aires og við vonumst til að byggja á því mikla starfi sem þegar hefur verið unnið. Eftir að hafa verið hér í Argentínu í meira en fjóra mánuði, sem er rúmur helmingur dvalar minnar hér, er áhugavert að líta til baka og hugsa um það sem hefur gerst hingað til. Að sjá og upplifa andstæðurnar milli þessa lands og míns (lands sem er nokkuð einangrað og mjög stöðugt) hefur gefið mér annað sjónarhorn og maður getur vissulega séð mikilvægi og þörf sjálfboðaliða á stað eins og þessum. Sérstaklega að búa hjá fjölskyldu, í hverfi þar sem erfiðleikar hafa verið miklir og er enn með mörg vandamál, gefur virkilega áhugaverða innsýn í menningu og líf venjulegs fólks. Einnig sú ótrúlega vinna sem samtök sjálfboðaliða vinna alls staðar. Þú sérð hluti í sjónvarpinu eða lest eitthvað á netinu svo þú hefur ákveðnar væntingar áður en þú kemur á staðinn, en svo er raunveruleikinn allt öðruvísi þegar þú ert þar og hittir og umgengst fólkið. Á tíma mínum hérna hef ég ekki aðeins lært tungumálið og hvernig á að spila Truco heldur hef ég lært mikilvægi þess að deila, hjálpa, vera þakklátur fyrir og nota það sem ég hef. Þetta eru þau atriði sem ég tek með mér aftur heim og deili með fólki þar, sem verður hluti af mér það sem eftir er ævinnar.Höfundur er sjálfboðaliði í Argentínu. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliða.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar