List og tjáning Ari Orrason skrifar 20. nóvember 2019 07:30 Öll getum við verið sammála um það að það sé mikilvægt að geta tjáð sig, ekki aðeins komið fyrir okkur orði í samræðum um veðrið eða hvað maður borðaði í morgunmat, heldur að geta líka tjáð sig um hvað liggi manni á huga, tjáð tilfinningar og að tjá þetta huglæga. Til þess að geta tjáð þetta trúi ég að maður þurfi fyrst og fremst að skilja sjálfan sig en jafnframt getað sett sig í spor annarra. Ég vil þar með meina að ein besta leiðin til að geta bæði tjáð sig og skilið sig sé í gegnum list eða allavega kennslu í einhverskonar listformi. Listin er sú tjáning sem er hvað einlægust og persónulegust, með kennslu og þjálfun í listsköpun kynnist maður ekki aðeins nýjum leiðum til að tjá sig heldur lærir maður að kafa í eigin huga og að opna fyrir tilfinningar sínar án nokkurra hindrana. Tjáning í gegnum list er líka margvísleg, hún getur verið hrá, hún getur verið stílhrein, hún getur verið ljót, óhugnaleg, en líka falleg og vakið hlýjutilfinningu. Hún getur í rauninni tekið á sig hvaða mynd sem er og samt skilast hún alltaf á skiljanlegan hátt, já eða bara alls ekki skiljanlega. Það er mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðgang að kennslu á þessum sviðum, hvort sem það er myndlist, tónlist, leiklist eða hvaða form sem er af list. Það að sá hópur geti lært þessa tjáningu og sjálfskoðun er svo mikilvægt veganesti út í lífið, hvort sem þau ákveða að fara lengra í listinni eða snúa sér að öðru. Eins og staðan er í dag þá eru margar stofnanir sem bjóða uppá þessa kennslu. Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á nám á alskyns hljóðfæri, söngtækni og nú nýlega með opnun skapandi brautar hljóðvinnslu, upptökutækni og jafnframt aðgengi að nauðsynlegum verkfærum fyrir unga tónlistarmenn til að taka upp og gefa út efni. Leikfélag Akureyrar hefur boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir grunnskólanema, settu af stað í sumar Leikfélag Unga Fólksins (LUF) sem sýndi svo sýninguna FML núna fyrir stuttu sem er verk sem byggir á reynsluheimi unglinga. Áhersla félagsins á eflingu ungs fólks hefur farið vaxandi með árunum og með áframhaldandi starfi LUF virðist þróunin vera í rétta átt. Svo má ekki gleyma leikfélögum framhaldsskóla bæjarins en það er nánast alfarið vinna í höndum nemenda skólanna fyrir utan leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og nokkra listræna hönnuði. Þar eru boðin það sem gætu verið mikilvæg fyrstu skref fyrir nemendur í leiklistinni en líka í samskiptum, samvinnu og að vinna sem hluti af einu stóru teymi. Þetta er engan veginn heildarmyndin af því listnámi/vinnu sem er boðið uppá í bænum og tala ég aðallega út frá því sem ég þekki sjálfur en það er auðvitað boðið uppá dansnám, myndlistarnám o.fl. Þrátt fyrir þetta starf þá má enn frekar innleiða list-tjáningu inn í menntakerfið, hægt væri að nýta tón-, mynd- og textílmenntar tíma sem undirbúning fyrir vikulegar samkomur þar sem árgangar skiptast á að sýna afrakstur í sal rétt eins og gert var í gamla grunnskólanum sem ég var í úti í Noregi. Nemendur venjast þar að koma fram á sviði fyrir framan aðra og gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt hvort sem það felur í sér myndlist, dans, tónlist eða aðrar listgreinar. Ég vona að það komi skýrt fram með þessu hversu mikilvæg listin er fyrir tjáninguna og er algjörlega jafngildur liður í þroskandi menntun einstaklings.Höfundur er fulltrúi í ungmennaráði Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Öll getum við verið sammála um það að það sé mikilvægt að geta tjáð sig, ekki aðeins komið fyrir okkur orði í samræðum um veðrið eða hvað maður borðaði í morgunmat, heldur að geta líka tjáð sig um hvað liggi manni á huga, tjáð tilfinningar og að tjá þetta huglæga. Til þess að geta tjáð þetta trúi ég að maður þurfi fyrst og fremst að skilja sjálfan sig en jafnframt getað sett sig í spor annarra. Ég vil þar með meina að ein besta leiðin til að geta bæði tjáð sig og skilið sig sé í gegnum list eða allavega kennslu í einhverskonar listformi. Listin er sú tjáning sem er hvað einlægust og persónulegust, með kennslu og þjálfun í listsköpun kynnist maður ekki aðeins nýjum leiðum til að tjá sig heldur lærir maður að kafa í eigin huga og að opna fyrir tilfinningar sínar án nokkurra hindrana. Tjáning í gegnum list er líka margvísleg, hún getur verið hrá, hún getur verið stílhrein, hún getur verið ljót, óhugnaleg, en líka falleg og vakið hlýjutilfinningu. Hún getur í rauninni tekið á sig hvaða mynd sem er og samt skilast hún alltaf á skiljanlegan hátt, já eða bara alls ekki skiljanlega. Það er mikilvægt að börn og ungmenni hafi aðgang að kennslu á þessum sviðum, hvort sem það er myndlist, tónlist, leiklist eða hvaða form sem er af list. Það að sá hópur geti lært þessa tjáningu og sjálfskoðun er svo mikilvægt veganesti út í lífið, hvort sem þau ákveða að fara lengra í listinni eða snúa sér að öðru. Eins og staðan er í dag þá eru margar stofnanir sem bjóða uppá þessa kennslu. Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á nám á alskyns hljóðfæri, söngtækni og nú nýlega með opnun skapandi brautar hljóðvinnslu, upptökutækni og jafnframt aðgengi að nauðsynlegum verkfærum fyrir unga tónlistarmenn til að taka upp og gefa út efni. Leikfélag Akureyrar hefur boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir grunnskólanema, settu af stað í sumar Leikfélag Unga Fólksins (LUF) sem sýndi svo sýninguna FML núna fyrir stuttu sem er verk sem byggir á reynsluheimi unglinga. Áhersla félagsins á eflingu ungs fólks hefur farið vaxandi með árunum og með áframhaldandi starfi LUF virðist þróunin vera í rétta átt. Svo má ekki gleyma leikfélögum framhaldsskóla bæjarins en það er nánast alfarið vinna í höndum nemenda skólanna fyrir utan leikstjóra, aðstoðarleikstjóra og nokkra listræna hönnuði. Þar eru boðin það sem gætu verið mikilvæg fyrstu skref fyrir nemendur í leiklistinni en líka í samskiptum, samvinnu og að vinna sem hluti af einu stóru teymi. Þetta er engan veginn heildarmyndin af því listnámi/vinnu sem er boðið uppá í bænum og tala ég aðallega út frá því sem ég þekki sjálfur en það er auðvitað boðið uppá dansnám, myndlistarnám o.fl. Þrátt fyrir þetta starf þá má enn frekar innleiða list-tjáningu inn í menntakerfið, hægt væri að nýta tón-, mynd- og textílmenntar tíma sem undirbúning fyrir vikulegar samkomur þar sem árgangar skiptast á að sýna afrakstur í sal rétt eins og gert var í gamla grunnskólanum sem ég var í úti í Noregi. Nemendur venjast þar að koma fram á sviði fyrir framan aðra og gera eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt hvort sem það felur í sér myndlist, dans, tónlist eða aðrar listgreinar. Ég vona að það komi skýrt fram með þessu hversu mikilvæg listin er fyrir tjáninguna og er algjörlega jafngildur liður í þroskandi menntun einstaklings.Höfundur er fulltrúi í ungmennaráði Akureyrar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun