
Fjármál, ímynd og samfélagsleg ábyrgð
Í könnun sem bandaríska stofnunin um ímyndarmál (Reputation Institute) gerði á þessu ári, kemur í ljós að fyrirtækjum með sterka ímynd vegnar betur og er ólíklegra að þeim fatist flugið. Global RepTrak 100 er alþjóðleg könnun sem RI gerir þar sem þeir raða alþjóðlegum fyrirtækjum út frá því hversu sterka ímynd þau hafa í samfélagslegri ábyrgð. Í janúar 2019 söfnuðu þeir niðurstöðum frá 230.000 einstaklingum meðal stærstu efnhagskerfa heims um hvaða fyrirtæki hefðu sterkustu samfélagsímyndina. Þau vörumerki sem skoruðu hæst voru Rolex, Lego, Walt Disney og Adidas, allt vörumerki með sterka ímynd, mikla markaðshlutdeild og sterkan fjárhagslegan bakgrunn. Þau eiga það sameigilegt að hafa lagt mikla vinnu í samfélagslega ábyrgð sína. Mælikvarðarnir byggðust á markaðshlutdeild, sölu, tryggð, hagnaði, vilja viðskiptavina til að kaupa eða fjárfesta í vörumerkinu. Gæði vörunnar og opnir, gagnsæir og siðlegir stjórnarhættir voru einnig metnir auk þess sem metið var hvort vinnustaðurinn stuðlaði að jöfnum tækifærum og sanngjarnri umbun. Aðrir þættir voru samfélagslegir og umhverfislegir þættir og hvort á bak við fyrirtækið væru leiðtogar með skýr markmið og sýn.
Það er klárlega tenging á milli samfélagsábyrgðar og ímyndar. Fyrirtæki með ákveðna stefnu í samfélagsábyrgð, sem eru jafnframt góð í að miðla henni til allra hagaðila, geta samhliða gert rekstur sinn hagkvæmari. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fyrirtækjum sem innleitt hafa samfélagsleg viðmið gengur yfirleitt betur á sínum markaði og sýna betri arðsemi til lengri tíma. Virk beiting slíkra viðmiða hefur jákvæð áhrif á orðspor og þá í leiðinni á hlutabréfaverð þeirra fyrirtækja sem eru á markaði. Ergo sterk samfélagsleg ímynd getur jafngilt sterkri ímynd, auknum tekjum og jafnvel aukinum vilja til að fjárfesta í þeim félögum.
Það gildir einnig hið gagnstæða að ef fyrirtæki hafa slæma samfélagslega ímynd þá hefur það slæm áhrif á heildarímynd fyrirtækisins. Það er einmitt m.a. vegna þess sambands sem fyrirtæki eru farin að leggja æ meiri áherslu á að bæta sjálfbærnisímynd sína og innleiðingu. Stærri fyrirtæki miðla stefnu og árangri í samfélagsskýrslum, á fundum og ráðstefnum og sum meira að segja í ársskýrslum sínum.
Samherjamálið hefur valdið íslensku viðskiptalífi ímyndartjóni, svo mikið er víst. Það er ærið verkefni framundan hjá íslenskum stjórnvöldum og fyrirtækjum að endurreisa traust á íslenskum viðskiptaháttum. Þar skiptir aukið gegnsæi og heilindi miklu máli auk aðgerða stjórnvalda. Fyrirhugað er lagafrumvarp um ríkari upplýsingaskyldu hlutfallslega stórra fyrirtækja sem er ein leið í aðgerðum stjórnvalda. Það er án efa til bóta en annars ættu þau rök að duga sem hér hafa verið tilgreind að ímynd og fjárhagslegur ávinningur fari saman þegar til lengdar lætur. Það skiptir miklu máli hvernig fjármuna er aflað og þess vegna ættu fyrirtæki að leggja metnað sinn í að vera samfélagslega ábyrg og miðla því í stefnu, ársskýrslu og á vef þannig að ekki fari á milli mála hver sé hugur þess til málaflokksins. Til lengdar mun þeim fyrirtækjum vegna betur, sérstaklega ef við neytendur hættum einfaldlega að skipta við óábyrg fyrirtæki. Við getum valið okkur birgja og það er skylda okkar að vita hvaðan vörurnar okkar koma.
Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni, stefnumótun og ímynd og eigandi Podium ehf.
Skoðun

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar