Davíð segir Ágúst Ólaf Ágústsson sérstaka blaðsíðu Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2019 09:02 Davíð telur að ætla megi að Ágúst Ólafur hafi mátt sæta einelti vegna fátæktar, sem er einskonar öfugmælavísa ritstjórans og fyrrum forsætisráðherra. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar torræðan leiðara í blað dagsins þar sem hann dregur Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins. Til að skilja textann þyrftu menn helst að vera með próf í textagreiningu og vita að faðir Ágústs Ólafs er Ágúst Einarsson, fyrrum Þjóðfylkingarmaður, rektor á Bifröst og handhafi kvóta. Tilefni skrifanna er uppákoma á þinginu í gær sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsalinn í fússi. Hann taldi sig mega sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Davíð telur málið einkum til háðungar fyrir Samfylkinguna og telur að forseti þingsins hefði átt að grípa í taumana í umræðu sem var undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann hefði ekki átt að láta þinginu haldast uppi að niðurlægja sjálft sig eins og gert var í gær, að mati Davíðs.„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara,“Menn mega hafa sig alla við til að skilja hinn torræða leiðara en þar dregur Davíð Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði.skrifar Davíð og víkur þá að Ágústi Ólafi, en hann vakti fyrstur máls á því að ekki væri forsvaranlegt að Bjarni notaði varasjóði til að fjármagna rannsókn Samherjamálsins. Varasjóðum eru lögum samkvæmt ætlað að mæta ófyrirséðum kostnaði, fyrirsjáanlegt sé að um aukinn kostnað verður að ræða vegna málsins og honum eigi að mæta á fjárlögum. En 3. umræða fjárlaga fer fram í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið,“ segir Davíð háðslega en undirtextinn er vitaskuld sá, fyrir þá sem vita, að Ágúst Ólafur þurfti síður en svo að búa við sult og seyru. Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar torræðan leiðara í blað dagsins þar sem hann dregur Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins. Til að skilja textann þyrftu menn helst að vera með próf í textagreiningu og vita að faðir Ágústs Ólafs er Ágúst Einarsson, fyrrum Þjóðfylkingarmaður, rektor á Bifröst og handhafi kvóta. Tilefni skrifanna er uppákoma á þinginu í gær sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsalinn í fússi. Hann taldi sig mega sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Davíð telur málið einkum til háðungar fyrir Samfylkinguna og telur að forseti þingsins hefði átt að grípa í taumana í umræðu sem var undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann hefði ekki átt að láta þinginu haldast uppi að niðurlægja sjálft sig eins og gert var í gær, að mati Davíðs.„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara,“Menn mega hafa sig alla við til að skilja hinn torræða leiðara en þar dregur Davíð Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði.skrifar Davíð og víkur þá að Ágústi Ólafi, en hann vakti fyrstur máls á því að ekki væri forsvaranlegt að Bjarni notaði varasjóði til að fjármagna rannsókn Samherjamálsins. Varasjóðum eru lögum samkvæmt ætlað að mæta ófyrirséðum kostnaði, fyrirsjáanlegt sé að um aukinn kostnað verður að ræða vegna málsins og honum eigi að mæta á fjárlögum. En 3. umræða fjárlaga fer fram í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið,“ segir Davíð háðslega en undirtextinn er vitaskuld sá, fyrir þá sem vita, að Ágúst Ólafur þurfti síður en svo að búa við sult og seyru.
Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32