Davíð segir Ágúst Ólaf Ágústsson sérstaka blaðsíðu Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2019 09:02 Davíð telur að ætla megi að Ágúst Ólafur hafi mátt sæta einelti vegna fátæktar, sem er einskonar öfugmælavísa ritstjórans og fyrrum forsætisráðherra. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar torræðan leiðara í blað dagsins þar sem hann dregur Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins. Til að skilja textann þyrftu menn helst að vera með próf í textagreiningu og vita að faðir Ágústs Ólafs er Ágúst Einarsson, fyrrum Þjóðfylkingarmaður, rektor á Bifröst og handhafi kvóta. Tilefni skrifanna er uppákoma á þinginu í gær sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsalinn í fússi. Hann taldi sig mega sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Davíð telur málið einkum til háðungar fyrir Samfylkinguna og telur að forseti þingsins hefði átt að grípa í taumana í umræðu sem var undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann hefði ekki átt að láta þinginu haldast uppi að niðurlægja sjálft sig eins og gert var í gær, að mati Davíðs.„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara,“Menn mega hafa sig alla við til að skilja hinn torræða leiðara en þar dregur Davíð Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði.skrifar Davíð og víkur þá að Ágústi Ólafi, en hann vakti fyrstur máls á því að ekki væri forsvaranlegt að Bjarni notaði varasjóði til að fjármagna rannsókn Samherjamálsins. Varasjóðum eru lögum samkvæmt ætlað að mæta ófyrirséðum kostnaði, fyrirsjáanlegt sé að um aukinn kostnað verður að ræða vegna málsins og honum eigi að mæta á fjárlögum. En 3. umræða fjárlaga fer fram í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið,“ segir Davíð háðslega en undirtextinn er vitaskuld sá, fyrir þá sem vita, að Ágúst Ólafur þurfti síður en svo að búa við sult og seyru. Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins skrifar torræðan leiðara í blað dagsins þar sem hann dregur Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði að hætti hússins. Til að skilja textann þyrftu menn helst að vera með próf í textagreiningu og vita að faðir Ágústs Ólafs er Ágúst Einarsson, fyrrum Þjóðfylkingarmaður, rektor á Bifröst og handhafi kvóta. Tilefni skrifanna er uppákoma á þinginu í gær sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsalinn í fússi. Hann taldi sig mega sitja undir ásökunum um að hafa brotið lög um opinber fjármál. Davíð telur málið einkum til háðungar fyrir Samfylkinguna og telur að forseti þingsins hefði átt að grípa í taumana í umræðu sem var undir liðnum fundarstjórn forseta. Hann hefði ekki átt að láta þinginu haldast uppi að niðurlægja sjálft sig eins og gert var í gær, að mati Davíðs.„Þá héldu nokkrir þingmenn uppi undarlegri tilraun til aðfarar að fjármálaráðherranum með svigurmælum um lögbrot án þess að nokkur leið væri að botna í hvað óvitarnir voru að fara,“Menn mega hafa sig alla við til að skilja hinn torræða leiðara en þar dregur Davíð Samfylkinguna og einkum Ágúst Ólaf Ágústsson sundur og saman í nöpru háði.skrifar Davíð og víkur þá að Ágústi Ólafi, en hann vakti fyrstur máls á því að ekki væri forsvaranlegt að Bjarni notaði varasjóði til að fjármagna rannsókn Samherjamálsins. Varasjóðum eru lögum samkvæmt ætlað að mæta ófyrirséðum kostnaði, fyrirsjáanlegt sé að um aukinn kostnað verður að ræða vegna málsins og honum eigi að mæta á fjárlögum. En 3. umræða fjárlaga fer fram í dag. „Það er auðvitað ekki hægt að gera mál úr Ágústi Ágústssyni þingmanni. Hann er sérstök blaðsíða. Án þess að hans ferill hafi verið kannaður sérstaklega mætti auðveldlega ætla að hann hefði átt erfiða æsku. Það kæmi því ekki á óvart ef upplýst væri að hann hefði ungur þurft að fikra sig út úr ljóslitlu braggahverfinu í átt að skólanum og þegar hann nálgaðist í götóttum sokkum í gúmmískónum, gerðum úr dekkjaafgöngum frá hernum, hefðu olíugreiddir kvótadrengir, puntaðir úr P. og Ó. veist að honum með oflæti. Það gæti hæglega verið ástæðan fyrir því að komi mál upp sem tengjast þorskum eða þilförum, þótt fjarlægt sé, eins og uppistand neðan úr Namibíu, ýti það svo illa við beiskum minningum sultaráranna að ekki verði við ráðið,“ segir Davíð háðslega en undirtextinn er vitaskuld sá, fyrir þá sem vita, að Ágúst Ólafur þurfti síður en svo að búa við sult og seyru.
Alþingi Fjölmiðlar Samfylkingin Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32