Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 16:00 Jóhanna Gísladóttir stofnaði Vistveru ásamt þremur konum sem hún kynntist í gegnum umhverfisátakið Plastlaus september. Vísir/vilhelm Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða „svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. Einn eigendanna segir hina miklu neysluhátíð, sem svarti föstudagurinn er orðinn á Íslandi, hvorki samræmast gildum verslunarinnar né umhverfissjónarmiðum. Svartur föstudagur, eða „black friday“ á frummálinu, hefur fest sig rækilega í sessi á Íslandi. Á þessum degi, sem ber ætíð upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum, bjóða verslanir iðulega upp á afslátt af vörum sínum. Vestanhafs markar dagurinn upphaf jólavertíðarinnar og er farinn að gera slíkt hið sama hér á landi.Sjá einnig: Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Fleiri slíkir dagar hafa svo skotið upp kollinum síðustu ár, einkum tengdir vefverslun. Þannig fylgir svokallaður netmánudagur (e. cyber monday) strax í kjölfar svarta föstudagsins og þá voru öll met slegin á degi einhleypra um miðjan nóvember síðastliðinn. Sá dagur er runninn undan rifjum kínverska netverslunarrisans Alibaba og jafnframt orðinn sá umfangsmesti sinnar tegundar í heiminum. Löng röð myndaðist fyrir utan verslun Elko á svörtum föstudegi, sem spannaði raunar nokkra daga, árið 2017.vísir/jói k Þessir dagar, sem byggja á því að neytendur kaupi sem mest, hafa ítrekað verið settir í samhengi við umhverfismál. Þannig hefur verið bent á að neysluvenjur nútímans stuðli að loftslagsbreytingum – meiri neysla hefur enda í för með sér stærra kolefnisfótspor. Herferðir umhverfisverndarsinna beinast jafnframt margar að því að hvetja fólk til að m.a. kaupa minna, huga að raunverulegri þörf fyrir hluti og endurvinna sem mest. Samræmist ekki gildum verslunarinnar Jóhanna Gísladóttir er einn eigandi verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg. Í versluninni eru seldar umhverfisvænar nauðsynjavörur, allt frá hreinlætisvörum til eldhúsáhalda. Þá er einnig boðið upp á áfyllingarvörur sem seldar eru eftir vigt til að draga úr umbúðaþörf, til að mynda krem, tannkremstöflur og matarsóda. Tilkynnt var um það á Facebook-síðu Vistveru í gær að verslunin hygðist ekki taka þátt í svörtum föstudegi, þvert á þá þróun sem almennt virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. „Við förum inn í þennan verslunarrekstur með viss gildi og okkur finnst þessi neysluhátíð sem black friday er orðinn ekki samræmast þeim gildum. Við trúum því að við þurfum að minnka neysluna í samfélaginu til að stemma stigu við hnattrænni hlýnun,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Kynntust í Plastlausum september og stofnuðu búð Jóhanna stofnaði Vistveru í fyrra ásamt þremur konum sem hún kynntist í gegnum umhverfisverndarátakið Plastlaus september. Verslunin opnaði 1. júní 2018 og á því aðeins einn svartan föstudag að baki. Hún tók heldur ekki þátt í tilboðaflóðinu í fyrra. Jóhanna segir viðbrögðin nú, sem og árið áður, almennt hafa verið jákvæð. „Við höfum fengið 99 prósent góð viðbrögð við færslunni en líka verið spurðar hvort við viljum ekki akkúrat vera að bjóða tilboð svo fólk hafi frekar efni á að fara yfir í þennan lífsstíl, af því að það geti verið dýrt að færa sig yfir í umhverfisvæna kosti. Okkar stefna hefur samt alltaf verið sú að halda álagningunni lágri yfir allt árið, frekar en að vera með hærri álagningu og keyra inn á tilboð, tilboð, tilboð,“ segir Jóhanna. „En við í rauninni opnum þessa búð sem áhugamál, við erum allar í annarri vinnu, og höfum alltaf rekið hana sem áhugamál. Við höfum verið að keyra svolítið blint í þetta.“ Innt eftir því hvort það skjóti ekki skökku við að rekstraraðilar verslunar, sem byggja rekstur sinn einmitt á því að selja vörur, hafni tækifæri til að selja ef til vill meira en ella segir Jóhanna að horfa verði til annarra sjónarmiða. „Það er ekkert alltaf einfalt að vera að reka verslun sem er bara hægt að reka ef fólk kaupir vörur. Við trúum því samt að fólk þurfi að kaupa minna, velja betur, velja vörur sem endast og fara yfir í fjölnota kosti.“ Neytendur Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða „svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. Einn eigendanna segir hina miklu neysluhátíð, sem svarti föstudagurinn er orðinn á Íslandi, hvorki samræmast gildum verslunarinnar né umhverfissjónarmiðum. Svartur föstudagur, eða „black friday“ á frummálinu, hefur fest sig rækilega í sessi á Íslandi. Á þessum degi, sem ber ætíð upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum, bjóða verslanir iðulega upp á afslátt af vörum sínum. Vestanhafs markar dagurinn upphaf jólavertíðarinnar og er farinn að gera slíkt hið sama hér á landi.Sjá einnig: Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Fleiri slíkir dagar hafa svo skotið upp kollinum síðustu ár, einkum tengdir vefverslun. Þannig fylgir svokallaður netmánudagur (e. cyber monday) strax í kjölfar svarta föstudagsins og þá voru öll met slegin á degi einhleypra um miðjan nóvember síðastliðinn. Sá dagur er runninn undan rifjum kínverska netverslunarrisans Alibaba og jafnframt orðinn sá umfangsmesti sinnar tegundar í heiminum. Löng röð myndaðist fyrir utan verslun Elko á svörtum föstudegi, sem spannaði raunar nokkra daga, árið 2017.vísir/jói k Þessir dagar, sem byggja á því að neytendur kaupi sem mest, hafa ítrekað verið settir í samhengi við umhverfismál. Þannig hefur verið bent á að neysluvenjur nútímans stuðli að loftslagsbreytingum – meiri neysla hefur enda í för með sér stærra kolefnisfótspor. Herferðir umhverfisverndarsinna beinast jafnframt margar að því að hvetja fólk til að m.a. kaupa minna, huga að raunverulegri þörf fyrir hluti og endurvinna sem mest. Samræmist ekki gildum verslunarinnar Jóhanna Gísladóttir er einn eigandi verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg. Í versluninni eru seldar umhverfisvænar nauðsynjavörur, allt frá hreinlætisvörum til eldhúsáhalda. Þá er einnig boðið upp á áfyllingarvörur sem seldar eru eftir vigt til að draga úr umbúðaþörf, til að mynda krem, tannkremstöflur og matarsóda. Tilkynnt var um það á Facebook-síðu Vistveru í gær að verslunin hygðist ekki taka þátt í svörtum föstudegi, þvert á þá þróun sem almennt virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. „Við förum inn í þennan verslunarrekstur með viss gildi og okkur finnst þessi neysluhátíð sem black friday er orðinn ekki samræmast þeim gildum. Við trúum því að við þurfum að minnka neysluna í samfélaginu til að stemma stigu við hnattrænni hlýnun,“ segir Jóhanna í samtali við Vísi. Kynntust í Plastlausum september og stofnuðu búð Jóhanna stofnaði Vistveru í fyrra ásamt þremur konum sem hún kynntist í gegnum umhverfisverndarátakið Plastlaus september. Verslunin opnaði 1. júní 2018 og á því aðeins einn svartan föstudag að baki. Hún tók heldur ekki þátt í tilboðaflóðinu í fyrra. Jóhanna segir viðbrögðin nú, sem og árið áður, almennt hafa verið jákvæð. „Við höfum fengið 99 prósent góð viðbrögð við færslunni en líka verið spurðar hvort við viljum ekki akkúrat vera að bjóða tilboð svo fólk hafi frekar efni á að fara yfir í þennan lífsstíl, af því að það geti verið dýrt að færa sig yfir í umhverfisvæna kosti. Okkar stefna hefur samt alltaf verið sú að halda álagningunni lágri yfir allt árið, frekar en að vera með hærri álagningu og keyra inn á tilboð, tilboð, tilboð,“ segir Jóhanna. „En við í rauninni opnum þessa búð sem áhugamál, við erum allar í annarri vinnu, og höfum alltaf rekið hana sem áhugamál. Við höfum verið að keyra svolítið blint í þetta.“ Innt eftir því hvort það skjóti ekki skökku við að rekstraraðilar verslunar, sem byggja rekstur sinn einmitt á því að selja vörur, hafni tækifæri til að selja ef til vill meira en ella segir Jóhanna að horfa verði til annarra sjónarmiða. „Það er ekkert alltaf einfalt að vera að reka verslun sem er bara hægt að reka ef fólk kaupir vörur. Við trúum því samt að fólk þurfi að kaupa minna, velja betur, velja vörur sem endast og fara yfir í fjölnota kosti.“
Neytendur Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45
Svartur föstudagur aldrei verið stærri hér á landi Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónsutu, segir að Black friday eða Svartur föstudagur hafi aldrei verið stærri en í ár. 24. nóvember 2017 22:00
Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06