Íslandsmet í sölu á netmánudegi: „Á við mánaðarsölu“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. nóvember 2017 15:02 Sala á netmánudegi Heimkaupa er á við mánaðarsölu hjá fyrirtækinu. heimkaup Íslenska vefverslunin Heimkaup sló í gær sölumet á hinum svokallaða netmánudegi (Cyber Monday) sem sækir í bandaríska fyrirmynd. Um er að ræða 36 prósent söluaukningu á milli ára, það er frá netmánudegi í fyrra og svo nú í ár. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna vera Íslandsmet. „Þetta er stærsti söludagurinn okkar á hverju ári, hann er á við mánaðarsölu,“ segir Guðmundur. Það seldust 18 þúsund vörur í gær á 6 þúsund sölunúmerum. Hann segir dreifinguna mikla og augljóst að fólk sé að sækja í úrvalið í vefverslunum. „Fólk sækir í úrval í vefverslunum en stærsti söluflokkurinn okkar í gær voru stóru raftækin, til dæmis þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystikistur. Í öðru sæti voru litlu raftækin.“ Hann telur að hefðin fyrir þessum dögum erlendis, það er svörtum föstudegi og netmánudegi, hafi undanfarin ár borist hratt til Íslands. „Neytendur sjá á erlendum vefsíðum að þessir dagar eru að renna upp. Í kjölfarið verður fólk meðvitað um þá. Singles Day kom líka vel út hjá okkur, salan þar var um 20 prósent af sölunni á Cyber Monday.“Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.Úr einkasafniVefverslun Amazon fyrirmyndinHeimkaup er í stöðugri í útrás segir Guðmundur. „Við erum að vinna í því að verða hin íslenska „everything store“ og það er ekkert leyndarmál að Amazon er okkar fyrirmynd.“ Cyber Monday eða netmánudagur, eins og hann útleggst á íslensku, sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna og er markmiðið að viðskiptavinir fyrirtækja versli vörur á netinu í sem mestum mæli. Netmánudagur fer fram ár hvert í kjölfar svarts föstudags (Black Friday) þar sem sala í verslunum rýkur upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Starfsemi Heimkaupa fer fram á Smáratorgi. Fyrirtækið gerði nýlega samning við búsáhaldafyrirtækið El-Salg A/S. Það er þar með komið í hóp 8.800 verslana Euronics. Tengdar fréttir Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslenska vefverslunin Heimkaup sló í gær sölumet á hinum svokallaða netmánudegi (Cyber Monday) sem sækir í bandaríska fyrirmynd. Um er að ræða 36 prósent söluaukningu á milli ára, það er frá netmánudegi í fyrra og svo nú í ár. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, segir söluna vera Íslandsmet. „Þetta er stærsti söludagurinn okkar á hverju ári, hann er á við mánaðarsölu,“ segir Guðmundur. Það seldust 18 þúsund vörur í gær á 6 þúsund sölunúmerum. Hann segir dreifinguna mikla og augljóst að fólk sé að sækja í úrvalið í vefverslunum. „Fólk sækir í úrval í vefverslunum en stærsti söluflokkurinn okkar í gær voru stóru raftækin, til dæmis þvottavélar, þurrkarar, ísskápar og frystikistur. Í öðru sæti voru litlu raftækin.“ Hann telur að hefðin fyrir þessum dögum erlendis, það er svörtum föstudegi og netmánudegi, hafi undanfarin ár borist hratt til Íslands. „Neytendur sjá á erlendum vefsíðum að þessir dagar eru að renna upp. Í kjölfarið verður fólk meðvitað um þá. Singles Day kom líka vel út hjá okkur, salan þar var um 20 prósent af sölunni á Cyber Monday.“Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.Úr einkasafniVefverslun Amazon fyrirmyndinHeimkaup er í stöðugri í útrás segir Guðmundur. „Við erum að vinna í því að verða hin íslenska „everything store“ og það er ekkert leyndarmál að Amazon er okkar fyrirmynd.“ Cyber Monday eða netmánudagur, eins og hann útleggst á íslensku, sækir fyrirmynd sína til Bandaríkjanna og er markmiðið að viðskiptavinir fyrirtækja versli vörur á netinu í sem mestum mæli. Netmánudagur fer fram ár hvert í kjölfar svarts föstudags (Black Friday) þar sem sala í verslunum rýkur upp daginn eftir þakkargjörðarhátíðina. Starfsemi Heimkaupa fer fram á Smáratorgi. Fyrirtækið gerði nýlega samning við búsáhaldafyrirtækið El-Salg A/S. Það er þar með komið í hóp 8.800 verslana Euronics.
Tengdar fréttir Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Heimkaup komið í hóp verslana Euronics Heimkaup.is gekk nýverið frá kaupum á hlut í danska búsáhaldafyrirtækinu El-Salg A/S. Fyrirtækið er þar með komið í hóp 8.800 verslana í Euronics innkaupasambandinu sem fær að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra Heimkaups, betra innkaupsverð í krafti stærðar sinnar hjá öllum stærstu raftækjaframleiðendum heims. 22. nóvember 2017 10:00