Nýsköpunarstefna og hvað svo? Kristjana Björk Barðdal og Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 08:57 Í byrjun október lagði nýsköpunarráðherra fram nýsköpunarstefnu. Í tilkynningu stjórnarráðsins segja þau stefnuna ætlaða til þess að „gera Ísland betur í stakk búið til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum.” Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýsköpunarstefnan eigi að verða þess valdandi að Ísland verði „...samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.” Við fögnum framtaki nýsköpunarráðherra og deilum viðhorfi hennar til nýsköpunar, en eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir sjálf þá er „nýsköpun ekki lúxus, heldur nauðsyn.” En hverjir eru það sem munu byggja upp þessa nýsköpunarparadís sem hér er lýst að ofan? Hverjir ætla að framfylgja stefnunni? Það er skoðun okkar að íslenskt atvinnulíf verði að vera þar í fararbroddi og saman að tryggja samkeppnishæfi Íslands á alþjóðlegum vettvangi framtíðarinnar. Íslensk fyrirtæki tala oft um nýsköpun og framþróun á tyllidögum en þegar kemur að því að standa við stóru orðin mæta þeim ýmsar hindranir. Oftar en ekki er ástæðan skortur á tíma til þess að sinna nýsköpun þar sem sinna þarf daglegum rekstri og öðrum verkefnum sem klára þarf. En nýsköpun þarf hvorki að vera flókin né tímafrek. Breytt viðhorf getur skipt sköpum þegar kemur að því að efla nýsköpunarmenningu. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og áskoranir og velta upp nýstárlegum lausnum. Sumir telja sig einnig ekki hafa margt til málanna að leggja þegar kemur að nýsköpun en nýsköpun er líka sköpunargleði og framtíðarsýn. Til þess að stuðla að nýsköpun á farsælan hátt þarf að hafa hugrekki til þess að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir og gera mistök. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér hakkaþon til að styrkja stoðir nýsköpunar innanhúss. Hakkaþon er nýsköpunarsprettur þar sem vel valdnar áskoranir eru lagðar fram og rýnt er í hugmyndir að lausnum. Nýsköpunarkeppni sem þessi er því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að efla nýsköpunarmenningu hjá sér. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanemendur en áskoranirnar sem lagðar eru fram eru sóttar til samstarfsfyrirtækja. Hluti af samstarfsferlinu er að bjóða upp á hugarflug (e. branstorming) innan fyrirtækjanna sem kynnir hugmyndafræði hakkaþona ásamt því að stuðla að lausnamiðuðu og framsæknu hugarfari. Hugarflugið greiðir leið fyrirtækja að finna í sameiningu verðugar áskoranir og koma oft nýjar og áhugaverðar lausnir við þeim áskorunum, og jafnvel nýjar og krefjandi áskoranir. Það er því til mikils að vinna að fá nýtt og ferskt hugvit til þess að takast á við áskoranir fyrirtækja. Það eru nefnilega ég og þú sem þurfum að byggja upp Ísland framtíðarinnar, en ef við gerum ekki neitt - þá gerist ekki neitt. Höfundar eru Kristjana Björk Barðdal stofnandi og framkvæmdarstjóri Reboot Hack og Tanja Teresa Leifsdóttir samskiptastýra Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun október lagði nýsköpunarráðherra fram nýsköpunarstefnu. Í tilkynningu stjórnarráðsins segja þau stefnuna ætlaða til þess að „gera Ísland betur í stakk búið til þess að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum.” Í tilkynningunni kemur einnig fram að nýsköpunarstefnan eigi að verða þess valdandi að Ísland verði „...samfélag þar sem nýsköpun er inngróin í menningu og efnahagslíf og kjörlendi til að setja á fót og starfrækja alþjóðlega samkeppnishæf fyrirtæki.” Við fögnum framtaki nýsköpunarráðherra og deilum viðhorfi hennar til nýsköpunar, en eins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir sjálf þá er „nýsköpun ekki lúxus, heldur nauðsyn.” En hverjir eru það sem munu byggja upp þessa nýsköpunarparadís sem hér er lýst að ofan? Hverjir ætla að framfylgja stefnunni? Það er skoðun okkar að íslenskt atvinnulíf verði að vera þar í fararbroddi og saman að tryggja samkeppnishæfi Íslands á alþjóðlegum vettvangi framtíðarinnar. Íslensk fyrirtæki tala oft um nýsköpun og framþróun á tyllidögum en þegar kemur að því að standa við stóru orðin mæta þeim ýmsar hindranir. Oftar en ekki er ástæðan skortur á tíma til þess að sinna nýsköpun þar sem sinna þarf daglegum rekstri og öðrum verkefnum sem klára þarf. En nýsköpun þarf hvorki að vera flókin né tímafrek. Breytt viðhorf getur skipt sköpum þegar kemur að því að efla nýsköpunarmenningu. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og áskoranir og velta upp nýstárlegum lausnum. Sumir telja sig einnig ekki hafa margt til málanna að leggja þegar kemur að nýsköpun en nýsköpun er líka sköpunargleði og framtíðarsýn. Til þess að stuðla að nýsköpun á farsælan hátt þarf að hafa hugrekki til þess að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir og gera mistök. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér hakkaþon til að styrkja stoðir nýsköpunar innanhúss. Hakkaþon er nýsköpunarsprettur þar sem vel valdnar áskoranir eru lagðar fram og rýnt er í hugmyndir að lausnum. Nýsköpunarkeppni sem þessi er því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að efla nýsköpunarmenningu hjá sér. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanemendur en áskoranirnar sem lagðar eru fram eru sóttar til samstarfsfyrirtækja. Hluti af samstarfsferlinu er að bjóða upp á hugarflug (e. branstorming) innan fyrirtækjanna sem kynnir hugmyndafræði hakkaþona ásamt því að stuðla að lausnamiðuðu og framsæknu hugarfari. Hugarflugið greiðir leið fyrirtækja að finna í sameiningu verðugar áskoranir og koma oft nýjar og áhugaverðar lausnir við þeim áskorunum, og jafnvel nýjar og krefjandi áskoranir. Það er því til mikils að vinna að fá nýtt og ferskt hugvit til þess að takast á við áskoranir fyrirtækja. Það eru nefnilega ég og þú sem þurfum að byggja upp Ísland framtíðarinnar, en ef við gerum ekki neitt - þá gerist ekki neitt. Höfundar eru Kristjana Björk Barðdal stofnandi og framkvæmdarstjóri Reboot Hack og Tanja Teresa Leifsdóttir samskiptastýra Reboot Hack.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun