Þjóðin, fiskurinn og tóbakið Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 12. nóvember 2019 07:04 Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna. Nú kemur ljós að tekjur af veiðileyfagjaldinu verða á næsta ári lægri en sá kostnaður sem ráðherra sjálfur metur að skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart útgerðinni. Þar með er hlutdeild þjóðarinnar orðin að engu í tekjum af veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar sem eru samkvæmt lögum í eigu þjóðarinnar en ekki í eigu útgerðarinnar. Sérhver maður áttar sig á því hversu einkennilegt það er, þegar laxveiðimenn munu greiða meira fyrir sín veiðileyfi á næsta ári en stórútgerðarmenn. Allir sjá fáránleikann í því að veiðileyfagjaldið verður á næsta ári lægra en tóbaksgjaldið.11 milljarðar verða að 5 milljörðum Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var veiðileyfagjaldið rúmir 11 milljarðar. Þegar núverandi fjárlagafrumvarp var lagt fram, fyrir einungis tveimur mánuðum, átti veiðileyfagjald næsta árs að vera 7 milljarðar kr. En samkvæmt nýju skjali frá ríkisstjórnarflokkunum sem heitir beinlínis: „Tillögur til breytinga á tekjuhlið fjárlaga“ er gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði 5 milljarða kr. Þetta er lækkun sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna kalla það. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við.Hverjir breyttu reglunum? Sagt er að veiðileyfagjald sé lægra nú vegna þess að lög kveða á um það. Gott og vel. Hverjir breyttu lögunum til að útgerðarmenn myndu greiða lægra veiðileyfagjald? Jú, það var núverandi ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eitt það fyrsta sem núverandi ríkisstjórn gerði. Samfylkingin sagði á sínum tíma að þessar breytingar myndu þýða lækkun veiðileyfagjalds. Sama sagði ASÍ og fleiri umsagnaraðilar. Það eru fátækleg rök að benda á að veiðileyfagjaldið hefði verið enn lægra ef breytingar hefðu ekki verið gerðar. Að lagfæra gallað kerfi með öðrum galla er ekkert sérstaklega skynsamlegt.Snýst um prinsipp Auðvitað vil ég að íslenskum sjávarútvegi vegni vel og mikilvægt að afkoma hans sé góð. En sjávarútvegurinn er aflögufær um hærri veiðileyfagjöld. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust um tæpa 30 milljarða árið 2018 og arðgreiðslur í vasa útgerðarmanna voru þá yfir 12 milljarða. Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Hagur sjávarútvegsins, það er aukið eigið fé og arðgreiðslur, hefur batnað um 450 milljarða króna á einum áratug. Veiðileyfagjaldið sem er gjald fyrir að veiða hina sameiginlega auðlind, sem bjó til þennan hagnað útgerðarinnar, var einungis lítill hluti þessa mikla hagnaðar. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, var í fyrra hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn, þökk sé skattastefnu Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar. Það er sérstaklega athyglisvert að ríkisstjórnin setur nú í forgang á Alþingi að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum. Hagsmunagæslan fyrir stórútgerðina verður ekki augljósari.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ágúst Ólafur Ágústsson Sjávarútvegur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum á veiðileyfagjald annars vegar að mæta þeim kostnaði sem hið opinbera verður vegna sjávarútvegsins og hins vegar á það að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomu veiðanna. Nú kemur ljós að tekjur af veiðileyfagjaldinu verða á næsta ári lægri en sá kostnaður sem ráðherra sjálfur metur að skattgreiðendur verða fyrir vegna þjónustu hins opinbera gagnvart útgerðinni. Þar með er hlutdeild þjóðarinnar orðin að engu í tekjum af veiðileyfagjaldi. Veiðileyfagjald er gjald fyrir aðgang að einum bestu fiskimiðum jarðar sem eru samkvæmt lögum í eigu þjóðarinnar en ekki í eigu útgerðarinnar. Sérhver maður áttar sig á því hversu einkennilegt það er, þegar laxveiðimenn munu greiða meira fyrir sín veiðileyfi á næsta ári en stórútgerðarmenn. Allir sjá fáránleikann í því að veiðileyfagjaldið verður á næsta ári lægra en tóbaksgjaldið.11 milljarðar verða að 5 milljörðum Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum var veiðileyfagjaldið rúmir 11 milljarðar. Þegar núverandi fjárlagafrumvarp var lagt fram, fyrir einungis tveimur mánuðum, átti veiðileyfagjald næsta árs að vera 7 milljarðar kr. En samkvæmt nýju skjali frá ríkisstjórnarflokkunum sem heitir beinlínis: „Tillögur til breytinga á tekjuhlið fjárlaga“ er gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði 5 milljarða kr. Þetta er lækkun sama hvað þingmenn stjórnarflokkanna kalla það. Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við.Hverjir breyttu reglunum? Sagt er að veiðileyfagjald sé lægra nú vegna þess að lög kveða á um það. Gott og vel. Hverjir breyttu lögunum til að útgerðarmenn myndu greiða lægra veiðileyfagjald? Jú, það var núverandi ríkisstjórn undir forustu Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eitt það fyrsta sem núverandi ríkisstjórn gerði. Samfylkingin sagði á sínum tíma að þessar breytingar myndu þýða lækkun veiðileyfagjalds. Sama sagði ASÍ og fleiri umsagnaraðilar. Það eru fátækleg rök að benda á að veiðileyfagjaldið hefði verið enn lægra ef breytingar hefðu ekki verið gerðar. Að lagfæra gallað kerfi með öðrum galla er ekkert sérstaklega skynsamlegt.Snýst um prinsipp Auðvitað vil ég að íslenskum sjávarútvegi vegni vel og mikilvægt að afkoma hans sé góð. En sjávarútvegurinn er aflögufær um hærri veiðileyfagjöld. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki högnuðust um tæpa 30 milljarða árið 2018 og arðgreiðslur í vasa útgerðarmanna voru þá yfir 12 milljarða. Frá árinu 2010 hafa arðgreiðslur til útgerðarmanna verið um 100 milljarðar kr. Hagur sjávarútvegsins, það er aukið eigið fé og arðgreiðslur, hefur batnað um 450 milljarða króna á einum áratug. Veiðileyfagjaldið sem er gjald fyrir að veiða hina sameiginlega auðlind, sem bjó til þennan hagnað útgerðarinnar, var einungis lítill hluti þessa mikla hagnaðar. Hagnaður eins manns, Þorsteins í Samherja, var í fyrra hærri en öll fyrirhuguð veiðileyfagjöld ríkistjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Því til viðbótar sjáum við að 1% landsmanna á meiri hreinar eignir en 80% landsmanna og yfir 40% af nýjum auð sem hefur myndast á Íslandi síðan 2010 hefur endað hjá ríkustu 10% landsmanna. Stór hluti af þessu fólki eru stórútgerðarmenn, þökk sé skattastefnu Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar. Það er sérstaklega athyglisvert að ríkisstjórnin setur nú í forgang á Alþingi að afnema stimpilgjöld af kaupum á stórum skipum. Á meðan er almenningur látinn greiða sín stimpilgjöld, til dæmis á húsnæði, sem bitnar sérstaklega á ungu fólki. Með afnámi stimpilgjalds á stórum skipum á enn og aftur að lækka gjöld á útgerðarmönnum. Hagsmunagæslan fyrir stórútgerðina verður ekki augljósari.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.Greinin hefur verið uppfærð.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar