Innlent

Borgin fer í mál vegna ógreiddra skólamáltíða

Björn Þorfinnsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Reykjavíkurborg hefur stefnt föður á fimmtugsaldri til greiðslu skuldar vegna ógreiddra skólamáltíða á tæplega þriggja ára tímabili, frá febrúar 2016 til lok árs 2018.

Heildarupphæðin sem borgin fer fram á endurgreiðslu á er 208 þúsund krónur auk dráttarvaxta.

Maðurinn var síðast skráður til heimilis í Noregi og þrátt fyrir eftirgrennslan borgaryfirvalda tókst ekki að birta manninum stefnuna á síðasta heimilisfangi hans þar ytra. Því var umrædd stefna borgarinnar birt í Lögbirtingablaðinu.

Í stefnunni fer Reykjavíkurborg sérstaklega fram á að tekið verði tillit til þess kostnaðar sem hlaust af leitinni að manninum í Noregi við ákvörðun dómara um málskostnað.

Mál borgarinnar gegn föðurnum mun verða tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×