Jürgen Klopp: Við getum ekki haldið svona áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 08:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/ Andrew Powell Liverpool vann sigur í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru aðrar fréttir sem pirruðu knattspyrnustjóra Liverpool og voru til umræðu á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrr um daginn var það gefið út að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á tveimur dögum í desember og þurfi þar að tefla fram tveimur mismunandi liðum því leikirnir eru í sitthvorri heimsálfunni. Hér er um að ræða leik á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins (17. desember) og leik í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar (18. desember).Jurgen Klopp says "we cannot carry on like this" after it was decided his Liverpool side will play two games in two days in December.https://t.co/6mlnfRHhnW#LFC#bbcfootballpic.twitter.com/HhP3TXT21V — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019„Við verðum að finna lausnir á þessu. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári koma upp sömu aðstæður. Sumum finnst þetta vera fyndið, fimm leikir á þremur dögum, sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Jürgen Klopp pirraður. Það er ljóst að álagið verður svakalegt á Liverpool í jólamánuðinum. Frá 23. nóvember til 2. janúar mun Liverpool liðið spila 12 leiki á 37 dögum en leikirnir eru í þremur keppnum. „Forráðamenn deildabikarsins láta eins og að við viljum ekki spila í þeirra keppni en það er ekki rétt. Ég skil bara ekki af hverju það þarf að spila tvo leiki í undanúrslitunum. Ég er ekki hrifinn af því þegar það eru svona margir aðrir leikir,“ sagði Klopp. „Þú spilar aðeins í heimsmeistarakeppni félagsliða ef þú vinnur Meistaradeildina og það gerir ekki fimm milljón sinnum svo þú stekkur á þann möguleika. Er þetta besti tími ársins? Nei, en við förum þangað og reynum að spila alla leikina með öllu því sem við búum yfir,“ sagði Klopp. Að mati Klopp er enski deildabikarinn ekki eina vandamálið heldur þarf að létta á allri uppröðun tímabilsins. „Það gengur ekki upp að lausnin sé að lið detti bara út úr einni af þessum keppnum. Vil ég að við hættum með einhverjar keppnir? Ég er frá Þýskalandi og af hverju ætti ég að vilja hætta með keppnir í Englandi. Það ætti að vera hægt að spila allar þessar keppnir,“ sagði Klopp. „Við getum samt ekki haldið svona áfram. Við verðum að setjast við borð og finna lausnir. Hingað til koma lausnirnar með alltof mörg vandamál,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Liverpool vann sigur í Meistaradeildinni í gærkvöldi en það voru aðrar fréttir sem pirruðu knattspyrnustjóra Liverpool og voru til umræðu á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrr um daginn var það gefið út að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á tveimur dögum í desember og þurfi þar að tefla fram tveimur mismunandi liðum því leikirnir eru í sitthvorri heimsálfunni. Hér er um að ræða leik á móti Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins (17. desember) og leik í undanúrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar (18. desember).Jurgen Klopp says "we cannot carry on like this" after it was decided his Liverpool side will play two games in two days in December.https://t.co/6mlnfRHhnW#LFC#bbcfootballpic.twitter.com/HhP3TXT21V — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019„Við verðum að finna lausnir á þessu. Vandamálin eru augljós. Á hverju ári koma upp sömu aðstæður. Sumum finnst þetta vera fyndið, fimm leikir á þremur dögum, sjáum til hvernig þetta kemur út,“ sagði Jürgen Klopp pirraður. Það er ljóst að álagið verður svakalegt á Liverpool í jólamánuðinum. Frá 23. nóvember til 2. janúar mun Liverpool liðið spila 12 leiki á 37 dögum en leikirnir eru í þremur keppnum. „Forráðamenn deildabikarsins láta eins og að við viljum ekki spila í þeirra keppni en það er ekki rétt. Ég skil bara ekki af hverju það þarf að spila tvo leiki í undanúrslitunum. Ég er ekki hrifinn af því þegar það eru svona margir aðrir leikir,“ sagði Klopp. „Þú spilar aðeins í heimsmeistarakeppni félagsliða ef þú vinnur Meistaradeildina og það gerir ekki fimm milljón sinnum svo þú stekkur á þann möguleika. Er þetta besti tími ársins? Nei, en við förum þangað og reynum að spila alla leikina með öllu því sem við búum yfir,“ sagði Klopp. Að mati Klopp er enski deildabikarinn ekki eina vandamálið heldur þarf að létta á allri uppröðun tímabilsins. „Það gengur ekki upp að lausnin sé að lið detti bara út úr einni af þessum keppnum. Vil ég að við hættum með einhverjar keppnir? Ég er frá Þýskalandi og af hverju ætti ég að vilja hætta með keppnir í Englandi. Það ætti að vera hægt að spila allar þessar keppnir,“ sagði Klopp. „Við getum samt ekki haldið svona áfram. Við verðum að setjast við borð og finna lausnir. Hingað til koma lausnirnar með alltof mörg vandamál,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira