Af hverju hugsum við ekki meira eins og börnin? Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 14:45 Ég er lágvaxin. Ég er ekki bara lágvaxin, heldur er ég mjög lágvaxin. Og ég er ekki bara mjög lágvaxin, ég er mjög lágvaxin mamma. Og ég hef hugsað um það lengi, hvað ég vildi óska þess að fullorðnir hugsi eins og börn. Okei, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að allir fullorðnir eigi að fara að kubba, púsla og lita, heldur er ég að tala um hugsunarháttinn. Börnin mín eru bæði ættleidd og eru dökk á hörund. Þegar þau voru á leikskóla þá bjóst ég alltaf við spurningunni „af hverju er hann brúnn en þú og pabbi hans ekki?“ en sú spurning kom aldrei. En spurningin „hvernig getur þú verið svona lítil mamma?“ kom nokkrum sinnum. Og það er er það sem ég á við, þau spurðu, þau horfðu ekki á mig og litu svo undan þegar ég lít til baka (eins og fullorðna fólkið gerir, þið getið ekki trúað því hvað það er horft mikið á mig þegar ég er úti t.d. að versla), þau voru hreinskilin, forvitin og spurðu. Og þegar ég svaraði „veistu, ég er bara lítil alveg eins og þú ert með blá augu, sumir eru bara svona“ þá var það tekið gott og gilt. Og annað, þau horfðu ekki einu sinni á húðlitinn. Börn fæðast ekki fordómafull, börn læra það sem fyrir þeim er haft. Og enn þá um þetta málefni. Þegar dóttir mín var um 8 ára, ég man ekki einu sinni hvað við vorum að tala um en það var eitthvað um að allir væru einstakir, og ég byrjaði „sko, ég er til dæmis pínulítil“ (og ætlaði að bæta við að það væri í bara í fína lagi) en þá stoppaði hún mig strax, varð töluvert reið við mig og sagði „nei mamma, í mínu hjarta þá ertu rosalega stór!“ Hún sem sagt „sá“ mig ekki með augunum, heldur hjartanu og þar var ég greinilega algjör risi. Í augum heimsins ertu kannski bara ein lítil manneskja, en í augum einnar lítillar manneskju þá ertu heimurinn. Og svona til að enda þetta, þá er hér saga úr vinnunni hjá mér. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum þá er stanslaus straumur sjúklinga og aðstandenda. Ég var að taka lyftuna frá kjallaranum upp á aðra hæð þegar lyftan stoppar á fyrstu hæð og inn kemur eldri maður. Honum greinilega brá þegar hann sá mig og sagði á ensku „WOW, where is the rest of you“ eða hvar er afgangurinn af þér. Ég fór að skellihlægja og svaraði auðvitað að það væri föstudagur og ég hefði skilið hann eftir heima, hann hefði ekki nennt í vinnuna í morgun. Vonandi eruð þið farin að hlæja jafn mikið og ég gerði. Þangað til næst.... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég er lágvaxin. Ég er ekki bara lágvaxin, heldur er ég mjög lágvaxin. Og ég er ekki bara mjög lágvaxin, ég er mjög lágvaxin mamma. Og ég hef hugsað um það lengi, hvað ég vildi óska þess að fullorðnir hugsi eins og börn. Okei, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að allir fullorðnir eigi að fara að kubba, púsla og lita, heldur er ég að tala um hugsunarháttinn. Börnin mín eru bæði ættleidd og eru dökk á hörund. Þegar þau voru á leikskóla þá bjóst ég alltaf við spurningunni „af hverju er hann brúnn en þú og pabbi hans ekki?“ en sú spurning kom aldrei. En spurningin „hvernig getur þú verið svona lítil mamma?“ kom nokkrum sinnum. Og það er er það sem ég á við, þau spurðu, þau horfðu ekki á mig og litu svo undan þegar ég lít til baka (eins og fullorðna fólkið gerir, þið getið ekki trúað því hvað það er horft mikið á mig þegar ég er úti t.d. að versla), þau voru hreinskilin, forvitin og spurðu. Og þegar ég svaraði „veistu, ég er bara lítil alveg eins og þú ert með blá augu, sumir eru bara svona“ þá var það tekið gott og gilt. Og annað, þau horfðu ekki einu sinni á húðlitinn. Börn fæðast ekki fordómafull, börn læra það sem fyrir þeim er haft. Og enn þá um þetta málefni. Þegar dóttir mín var um 8 ára, ég man ekki einu sinni hvað við vorum að tala um en það var eitthvað um að allir væru einstakir, og ég byrjaði „sko, ég er til dæmis pínulítil“ (og ætlaði að bæta við að það væri í bara í fína lagi) en þá stoppaði hún mig strax, varð töluvert reið við mig og sagði „nei mamma, í mínu hjarta þá ertu rosalega stór!“ Hún sem sagt „sá“ mig ekki með augunum, heldur hjartanu og þar var ég greinilega algjör risi. Í augum heimsins ertu kannski bara ein lítil manneskja, en í augum einnar lítillar manneskju þá ertu heimurinn. Og svona til að enda þetta, þá er hér saga úr vinnunni hjá mér. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum þá er stanslaus straumur sjúklinga og aðstandenda. Ég var að taka lyftuna frá kjallaranum upp á aðra hæð þegar lyftan stoppar á fyrstu hæð og inn kemur eldri maður. Honum greinilega brá þegar hann sá mig og sagði á ensku „WOW, where is the rest of you“ eða hvar er afgangurinn af þér. Ég fór að skellihlægja og svaraði auðvitað að það væri föstudagur og ég hefði skilið hann eftir heima, hann hefði ekki nennt í vinnuna í morgun. Vonandi eruð þið farin að hlæja jafn mikið og ég gerði. Þangað til næst....
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun