Af hverju hugsum við ekki meira eins og börnin? Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 14:45 Ég er lágvaxin. Ég er ekki bara lágvaxin, heldur er ég mjög lágvaxin. Og ég er ekki bara mjög lágvaxin, ég er mjög lágvaxin mamma. Og ég hef hugsað um það lengi, hvað ég vildi óska þess að fullorðnir hugsi eins og börn. Okei, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að allir fullorðnir eigi að fara að kubba, púsla og lita, heldur er ég að tala um hugsunarháttinn. Börnin mín eru bæði ættleidd og eru dökk á hörund. Þegar þau voru á leikskóla þá bjóst ég alltaf við spurningunni „af hverju er hann brúnn en þú og pabbi hans ekki?“ en sú spurning kom aldrei. En spurningin „hvernig getur þú verið svona lítil mamma?“ kom nokkrum sinnum. Og það er er það sem ég á við, þau spurðu, þau horfðu ekki á mig og litu svo undan þegar ég lít til baka (eins og fullorðna fólkið gerir, þið getið ekki trúað því hvað það er horft mikið á mig þegar ég er úti t.d. að versla), þau voru hreinskilin, forvitin og spurðu. Og þegar ég svaraði „veistu, ég er bara lítil alveg eins og þú ert með blá augu, sumir eru bara svona“ þá var það tekið gott og gilt. Og annað, þau horfðu ekki einu sinni á húðlitinn. Börn fæðast ekki fordómafull, börn læra það sem fyrir þeim er haft. Og enn þá um þetta málefni. Þegar dóttir mín var um 8 ára, ég man ekki einu sinni hvað við vorum að tala um en það var eitthvað um að allir væru einstakir, og ég byrjaði „sko, ég er til dæmis pínulítil“ (og ætlaði að bæta við að það væri í bara í fína lagi) en þá stoppaði hún mig strax, varð töluvert reið við mig og sagði „nei mamma, í mínu hjarta þá ertu rosalega stór!“ Hún sem sagt „sá“ mig ekki með augunum, heldur hjartanu og þar var ég greinilega algjör risi. Í augum heimsins ertu kannski bara ein lítil manneskja, en í augum einnar lítillar manneskju þá ertu heimurinn. Og svona til að enda þetta, þá er hér saga úr vinnunni hjá mér. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum þá er stanslaus straumur sjúklinga og aðstandenda. Ég var að taka lyftuna frá kjallaranum upp á aðra hæð þegar lyftan stoppar á fyrstu hæð og inn kemur eldri maður. Honum greinilega brá þegar hann sá mig og sagði á ensku „WOW, where is the rest of you“ eða hvar er afgangurinn af þér. Ég fór að skellihlægja og svaraði auðvitað að það væri föstudagur og ég hefði skilið hann eftir heima, hann hefði ekki nennt í vinnuna í morgun. Vonandi eruð þið farin að hlæja jafn mikið og ég gerði. Þangað til næst.... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er lágvaxin. Ég er ekki bara lágvaxin, heldur er ég mjög lágvaxin. Og ég er ekki bara mjög lágvaxin, ég er mjög lágvaxin mamma. Og ég hef hugsað um það lengi, hvað ég vildi óska þess að fullorðnir hugsi eins og börn. Okei, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að allir fullorðnir eigi að fara að kubba, púsla og lita, heldur er ég að tala um hugsunarháttinn. Börnin mín eru bæði ættleidd og eru dökk á hörund. Þegar þau voru á leikskóla þá bjóst ég alltaf við spurningunni „af hverju er hann brúnn en þú og pabbi hans ekki?“ en sú spurning kom aldrei. En spurningin „hvernig getur þú verið svona lítil mamma?“ kom nokkrum sinnum. Og það er er það sem ég á við, þau spurðu, þau horfðu ekki á mig og litu svo undan þegar ég lít til baka (eins og fullorðna fólkið gerir, þið getið ekki trúað því hvað það er horft mikið á mig þegar ég er úti t.d. að versla), þau voru hreinskilin, forvitin og spurðu. Og þegar ég svaraði „veistu, ég er bara lítil alveg eins og þú ert með blá augu, sumir eru bara svona“ þá var það tekið gott og gilt. Og annað, þau horfðu ekki einu sinni á húðlitinn. Börn fæðast ekki fordómafull, börn læra það sem fyrir þeim er haft. Og enn þá um þetta málefni. Þegar dóttir mín var um 8 ára, ég man ekki einu sinni hvað við vorum að tala um en það var eitthvað um að allir væru einstakir, og ég byrjaði „sko, ég er til dæmis pínulítil“ (og ætlaði að bæta við að það væri í bara í fína lagi) en þá stoppaði hún mig strax, varð töluvert reið við mig og sagði „nei mamma, í mínu hjarta þá ertu rosalega stór!“ Hún sem sagt „sá“ mig ekki með augunum, heldur hjartanu og þar var ég greinilega algjör risi. Í augum heimsins ertu kannski bara ein lítil manneskja, en í augum einnar lítillar manneskju þá ertu heimurinn. Og svona til að enda þetta, þá er hér saga úr vinnunni hjá mér. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum þá er stanslaus straumur sjúklinga og aðstandenda. Ég var að taka lyftuna frá kjallaranum upp á aðra hæð þegar lyftan stoppar á fyrstu hæð og inn kemur eldri maður. Honum greinilega brá þegar hann sá mig og sagði á ensku „WOW, where is the rest of you“ eða hvar er afgangurinn af þér. Ég fór að skellihlægja og svaraði auðvitað að það væri föstudagur og ég hefði skilið hann eftir heima, hann hefði ekki nennt í vinnuna í morgun. Vonandi eruð þið farin að hlæja jafn mikið og ég gerði. Þangað til næst....
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun