Af hverju hugsum við ekki meira eins og börnin? Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 14:45 Ég er lágvaxin. Ég er ekki bara lágvaxin, heldur er ég mjög lágvaxin. Og ég er ekki bara mjög lágvaxin, ég er mjög lágvaxin mamma. Og ég hef hugsað um það lengi, hvað ég vildi óska þess að fullorðnir hugsi eins og börn. Okei, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að allir fullorðnir eigi að fara að kubba, púsla og lita, heldur er ég að tala um hugsunarháttinn. Börnin mín eru bæði ættleidd og eru dökk á hörund. Þegar þau voru á leikskóla þá bjóst ég alltaf við spurningunni „af hverju er hann brúnn en þú og pabbi hans ekki?“ en sú spurning kom aldrei. En spurningin „hvernig getur þú verið svona lítil mamma?“ kom nokkrum sinnum. Og það er er það sem ég á við, þau spurðu, þau horfðu ekki á mig og litu svo undan þegar ég lít til baka (eins og fullorðna fólkið gerir, þið getið ekki trúað því hvað það er horft mikið á mig þegar ég er úti t.d. að versla), þau voru hreinskilin, forvitin og spurðu. Og þegar ég svaraði „veistu, ég er bara lítil alveg eins og þú ert með blá augu, sumir eru bara svona“ þá var það tekið gott og gilt. Og annað, þau horfðu ekki einu sinni á húðlitinn. Börn fæðast ekki fordómafull, börn læra það sem fyrir þeim er haft. Og enn þá um þetta málefni. Þegar dóttir mín var um 8 ára, ég man ekki einu sinni hvað við vorum að tala um en það var eitthvað um að allir væru einstakir, og ég byrjaði „sko, ég er til dæmis pínulítil“ (og ætlaði að bæta við að það væri í bara í fína lagi) en þá stoppaði hún mig strax, varð töluvert reið við mig og sagði „nei mamma, í mínu hjarta þá ertu rosalega stór!“ Hún sem sagt „sá“ mig ekki með augunum, heldur hjartanu og þar var ég greinilega algjör risi. Í augum heimsins ertu kannski bara ein lítil manneskja, en í augum einnar lítillar manneskju þá ertu heimurinn. Og svona til að enda þetta, þá er hér saga úr vinnunni hjá mér. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum þá er stanslaus straumur sjúklinga og aðstandenda. Ég var að taka lyftuna frá kjallaranum upp á aðra hæð þegar lyftan stoppar á fyrstu hæð og inn kemur eldri maður. Honum greinilega brá þegar hann sá mig og sagði á ensku „WOW, where is the rest of you“ eða hvar er afgangurinn af þér. Ég fór að skellihlægja og svaraði auðvitað að það væri föstudagur og ég hefði skilið hann eftir heima, hann hefði ekki nennt í vinnuna í morgun. Vonandi eruð þið farin að hlæja jafn mikið og ég gerði. Þangað til næst.... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég er lágvaxin. Ég er ekki bara lágvaxin, heldur er ég mjög lágvaxin. Og ég er ekki bara mjög lágvaxin, ég er mjög lágvaxin mamma. Og ég hef hugsað um það lengi, hvað ég vildi óska þess að fullorðnir hugsi eins og börn. Okei, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að allir fullorðnir eigi að fara að kubba, púsla og lita, heldur er ég að tala um hugsunarháttinn. Börnin mín eru bæði ættleidd og eru dökk á hörund. Þegar þau voru á leikskóla þá bjóst ég alltaf við spurningunni „af hverju er hann brúnn en þú og pabbi hans ekki?“ en sú spurning kom aldrei. En spurningin „hvernig getur þú verið svona lítil mamma?“ kom nokkrum sinnum. Og það er er það sem ég á við, þau spurðu, þau horfðu ekki á mig og litu svo undan þegar ég lít til baka (eins og fullorðna fólkið gerir, þið getið ekki trúað því hvað það er horft mikið á mig þegar ég er úti t.d. að versla), þau voru hreinskilin, forvitin og spurðu. Og þegar ég svaraði „veistu, ég er bara lítil alveg eins og þú ert með blá augu, sumir eru bara svona“ þá var það tekið gott og gilt. Og annað, þau horfðu ekki einu sinni á húðlitinn. Börn fæðast ekki fordómafull, börn læra það sem fyrir þeim er haft. Og enn þá um þetta málefni. Þegar dóttir mín var um 8 ára, ég man ekki einu sinni hvað við vorum að tala um en það var eitthvað um að allir væru einstakir, og ég byrjaði „sko, ég er til dæmis pínulítil“ (og ætlaði að bæta við að það væri í bara í fína lagi) en þá stoppaði hún mig strax, varð töluvert reið við mig og sagði „nei mamma, í mínu hjarta þá ertu rosalega stór!“ Hún sem sagt „sá“ mig ekki með augunum, heldur hjartanu og þar var ég greinilega algjör risi. Í augum heimsins ertu kannski bara ein lítil manneskja, en í augum einnar lítillar manneskju þá ertu heimurinn. Og svona til að enda þetta, þá er hér saga úr vinnunni hjá mér. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum þá er stanslaus straumur sjúklinga og aðstandenda. Ég var að taka lyftuna frá kjallaranum upp á aðra hæð þegar lyftan stoppar á fyrstu hæð og inn kemur eldri maður. Honum greinilega brá þegar hann sá mig og sagði á ensku „WOW, where is the rest of you“ eða hvar er afgangurinn af þér. Ég fór að skellihlægja og svaraði auðvitað að það væri föstudagur og ég hefði skilið hann eftir heima, hann hefði ekki nennt í vinnuna í morgun. Vonandi eruð þið farin að hlæja jafn mikið og ég gerði. Þangað til næst....
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun