Tollasamningar Íslands við Evrópu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. október 2019 11:30 18-20% af allri innanlandsneyslu flutt inn Þann 17. september 2015 voru gerðir tollasamningar við ESB. Í þeim er gert ráð fyrir mikilli aukningu á innflutningi frá ESB. Árið 2021 er gert ráð fyrir að hann verði að fullu kominn til framkvæmda. Aukning í innflutningi er gríðarleg í þessum samningum og útflutningurinn í samningunum er að mestu bundinn við mjólkurafurðir og kindakjöt. En þegar magntölur í þessum samningi eru teknar saman þá sést hvað þessir samningar eru gríðarlega óhagstæðir og hreinlega aðför að íslenskum landbúnaði. Í stuttu máli þá munum við Íslendingar fá að flytja út 8.800 tonn af landbúnaðarvörum til Landa Evrópusambandsins. Á móti þá má flytja inn 3.812 tonn af landbúnaðarvörum til Íslands á lágum eða engum tollum frá Evrópusambandslöndum. Semsagt, Ísland með 338 þúsund íbúa leyfa innfluttning á 11,2 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn og fá í staðinn að flytja út 0,017 kg. á hvert mannsbarn í Evrópu í staðinn. Samkvæmt núgildandi tollasamningum er leyfilegt magn á innflutningi á svína- og kjúklingakjöti frá Evrópu um 12% af allri innanlandsneyslu hér á landi, sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er ótalið það magn sem flutt er inn í gegnum svokallaða „opna tollkvóta“ sem setur þetta hlutfall í 18-20% af innanlandsneyslu. Í samningnum eru stærstu flokkar innflutnings: Alifuglakjöt: 856 tonn, svínakjöt: 700 tonn og nautakjöt: 696 tonn. Í samningnum eru stærstu flokkar í útflutningi: Skyr: 4.000 tonn, Kindakjöt 3.050 tonn og Smjör: 500 tonn. Þessir tollasamningar eru með öllu óháðir afurðaverðmætum. Þessir samningar gætu því hæglega leitt til vöruskiptahalla. Þrátt fyrir þennan mun í tonnum talið þá getur verið mikill verðmunur á kjötvörum og afurðu inn og út úr landinu. Ísland er ekki að flytja út allt þetta magn mjólkurafurða sem kveðið er á um í samningnum og því líklegra en hitt að af þessum samningum er snýr að landbúnaðarvörum er gríðarlegur viðskiptahalli. Þessir tollasamningar eru því slæmir efnahagslega og framkvæmd þeirra er ansi ógagnsæ.Aftrar innlendri framleiðslu Það sem er samt alvarlegast við þessa samninga er sú staðreynd að þeir aftrar innlendri ræktun og framleiðslu. Innlendir framleiðendur eru heftir á mettum markaði. Þessi mikli innflutningur aftrar bændum frá því að fjárfesta í sínum greinum. Sérstaklega á þetta við um svínabændur og kjúklingabændur enda er verið að flytja inn 18-20% af allri innanlandsneyslu í þessum tveimur flokkum. Ofan á það er útfluttningur á þessum afurðum takmarkaður. Í svínakjöti má flytja inn 700 tonn frá Evrópu en eingögnu flytja út 500 tonn. Í Alifuglakjöti má flytja inn 856 tonn frá Evrópu en ekki flytja út nema 300 tonn. Samningarnir aftrar bændum að fjárfesta í tækjabúnaði, vöruþróun, nýsköpun og að stækka sín bú sem eykur hagræði sem skilar lægra vöruverði til neytenda. Miklu nær væri að gera samninga sem eru í sama hlutfalli á milli markaðssvæða. Ef slíkt yrði gert í þessum samningi og við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við meigum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla eða á lágum tollum eða sem nemur 0,017 kg. á hvert mannsbarn. En ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja út 5.725.621 tonn til Evrópu, eða sem nemur 11,27 kg. á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu. En ekki bara 8.800 tonn. Slíkir samningar, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum bændum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Hvort sem væri til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað eða til útfluttnings. Enda munar gríðarlega um 18 -20% hlutdeild á takmörkuðum markaði.Forsendubrestur í BREXIT Nú þegar Bretar eru að klára sín mál með útgöngu úr ESB þá vekur það vissulega upp spurningar um forsendur tollasamninga Íslands við Evrópusambandið. Það munar verulega um það þegar 67 milljóna manna markaður gengur út úr samningi við 512 milljóna manna markað. Um er að ræða 13% minnkun með þessari einu útgöngu. Utanríkisráðherra hefur þegar gert ákveðnar ráðstafanir með þá stöðu og gert ramma um samkomulag við Breta þegar og ef af BREXIT verður. Samhliða því ættu Íslensk stjórnvöld að undirbúa nýja samninga við Evrópusambandið í ljósi þessara breyttu forsendna og þá væri gott að menn hefðu í huga ofangreindar skekkjur sem verið hefur í tollasamningum milli Íslands og Evrópu.Höfundur er talsmaður FESK - Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
18-20% af allri innanlandsneyslu flutt inn Þann 17. september 2015 voru gerðir tollasamningar við ESB. Í þeim er gert ráð fyrir mikilli aukningu á innflutningi frá ESB. Árið 2021 er gert ráð fyrir að hann verði að fullu kominn til framkvæmda. Aukning í innflutningi er gríðarleg í þessum samningum og útflutningurinn í samningunum er að mestu bundinn við mjólkurafurðir og kindakjöt. En þegar magntölur í þessum samningi eru teknar saman þá sést hvað þessir samningar eru gríðarlega óhagstæðir og hreinlega aðför að íslenskum landbúnaði. Í stuttu máli þá munum við Íslendingar fá að flytja út 8.800 tonn af landbúnaðarvörum til Landa Evrópusambandsins. Á móti þá má flytja inn 3.812 tonn af landbúnaðarvörum til Íslands á lágum eða engum tollum frá Evrópusambandslöndum. Semsagt, Ísland með 338 þúsund íbúa leyfa innfluttning á 11,2 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn og fá í staðinn að flytja út 0,017 kg. á hvert mannsbarn í Evrópu í staðinn. Samkvæmt núgildandi tollasamningum er leyfilegt magn á innflutningi á svína- og kjúklingakjöti frá Evrópu um 12% af allri innanlandsneyslu hér á landi, sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er ótalið það magn sem flutt er inn í gegnum svokallaða „opna tollkvóta“ sem setur þetta hlutfall í 18-20% af innanlandsneyslu. Í samningnum eru stærstu flokkar innflutnings: Alifuglakjöt: 856 tonn, svínakjöt: 700 tonn og nautakjöt: 696 tonn. Í samningnum eru stærstu flokkar í útflutningi: Skyr: 4.000 tonn, Kindakjöt 3.050 tonn og Smjör: 500 tonn. Þessir tollasamningar eru með öllu óháðir afurðaverðmætum. Þessir samningar gætu því hæglega leitt til vöruskiptahalla. Þrátt fyrir þennan mun í tonnum talið þá getur verið mikill verðmunur á kjötvörum og afurðu inn og út úr landinu. Ísland er ekki að flytja út allt þetta magn mjólkurafurða sem kveðið er á um í samningnum og því líklegra en hitt að af þessum samningum er snýr að landbúnaðarvörum er gríðarlegur viðskiptahalli. Þessir tollasamningar eru því slæmir efnahagslega og framkvæmd þeirra er ansi ógagnsæ.Aftrar innlendri framleiðslu Það sem er samt alvarlegast við þessa samninga er sú staðreynd að þeir aftrar innlendri ræktun og framleiðslu. Innlendir framleiðendur eru heftir á mettum markaði. Þessi mikli innflutningur aftrar bændum frá því að fjárfesta í sínum greinum. Sérstaklega á þetta við um svínabændur og kjúklingabændur enda er verið að flytja inn 18-20% af allri innanlandsneyslu í þessum tveimur flokkum. Ofan á það er útfluttningur á þessum afurðum takmarkaður. Í svínakjöti má flytja inn 700 tonn frá Evrópu en eingögnu flytja út 500 tonn. Í Alifuglakjöti má flytja inn 856 tonn frá Evrópu en ekki flytja út nema 300 tonn. Samningarnir aftrar bændum að fjárfesta í tækjabúnaði, vöruþróun, nýsköpun og að stækka sín bú sem eykur hagræði sem skilar lægra vöruverði til neytenda. Miklu nær væri að gera samninga sem eru í sama hlutfalli á milli markaðssvæða. Ef slíkt yrði gert í þessum samningi og við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við meigum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla eða á lágum tollum eða sem nemur 0,017 kg. á hvert mannsbarn. En ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja út 5.725.621 tonn til Evrópu, eða sem nemur 11,27 kg. á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu. En ekki bara 8.800 tonn. Slíkir samningar, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum bændum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Hvort sem væri til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað eða til útfluttnings. Enda munar gríðarlega um 18 -20% hlutdeild á takmörkuðum markaði.Forsendubrestur í BREXIT Nú þegar Bretar eru að klára sín mál með útgöngu úr ESB þá vekur það vissulega upp spurningar um forsendur tollasamninga Íslands við Evrópusambandið. Það munar verulega um það þegar 67 milljóna manna markaður gengur út úr samningi við 512 milljóna manna markað. Um er að ræða 13% minnkun með þessari einu útgöngu. Utanríkisráðherra hefur þegar gert ákveðnar ráðstafanir með þá stöðu og gert ramma um samkomulag við Breta þegar og ef af BREXIT verður. Samhliða því ættu Íslensk stjórnvöld að undirbúa nýja samninga við Evrópusambandið í ljósi þessara breyttu forsendna og þá væri gott að menn hefðu í huga ofangreindar skekkjur sem verið hefur í tollasamningum milli Íslands og Evrópu.Höfundur er talsmaður FESK - Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar