Ritstjórnarvald ríkisins Jóhannes Stefánsson skrifar 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. Tími orða sé liðinn og komið að aðgerðum. Lítum að svo stöddu framhjá sjónarmiðum um kynjatvíhyggju. Almennt hljóta einkafyrirtæki að mega velja af hverjum þau kaupa þjónustu. Það vakna þó spurningar þegar fyrirtæki í ríkiseigu eða stofnanir ríkisins eru annars vegar. Úr því að Íslandsbanki er búinn að taka af skarið gætu önnur ríkisfyrirtæki og stofnanir fylgt í kjölfarið. Samfélagsábyrgð er enda vaxandi partur í starfsemi þeirra og varla til sú stofnun sem hefur ekki sett sér samfélagsleg markmið. Taka mætti dæmi um embætti landlæknis. Ekki yrði keypt af fjölmiðli sem birtir efni sem gæti talist andstætt lýðheilsu, t.d. með auglýsingum sem hvettu til óholls mataræðis eða viðtölum þar sem ekki er fjallað um neyslu áfengis, tóbaks eða orkudrykkja með nægilega gagnrýnum hætti.Fleiri stofnanir myndu auðvitað vilja sýna samfélagsábyrgð í verki. Umhverfisstofnun kaupir ekki af fjölmiðli sem birtir greinar þar sem efast er um gagnsemi eða nauðsyn aðgerða gegn loftslagsvá, né af miðlum sem ekki eru kolefnishlutlausir. Byggðastofnun ekki af miðlum sem sýna ekki nægilegt jafnvægi í umfjöllun um mál sem varða hagsmuni landsbyggðarinnar. Öll ábyrg ríkisfyrirtæki og stofnanir fylgjast með fjölmiðlum og halda úti lista þeirra sem sýna ekki samfélagsábyrgð í verki. Það væri jafnvel tilvalið að fjölmiðlanefnd fengi það hlutverk að fylgjast með og flagga þeim fjölmiðlum sem brjóta gegn skilmálum hverrar og einnar stofnunar. Þegar allir hafa sýnt samfélagsábyrgð sína í verki er hlutverk fréttamanna fyrst og fremst að birta fréttatilkynningar frá upplýsingafulltrúum ríkisfyrirtækja og -stofnana. Jafnframt að veita forstöðumönnum þeirra viðtöl um samfélagsleg markmið sín. Hlutverk ritstjórna væri þá aðallega að meta og leiðbeina um hvað teldist birtingarhæft í auglýsingum einkafyrirtækja, skera úr um hvað skuli gert ef fréttatilkynning eins stangast á við samfélagsmarkmið annars og passa upp á að viðmælendur flytji ekki mál sem væri andstætt samfélagsábyrgð. Með þessu má tryggja að öllum samfélagslegum markmiðum verði náð miklu hraðar og betur en ella.Höfundur er fyrrverandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Jóhannes Stefánsson Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. Tími orða sé liðinn og komið að aðgerðum. Lítum að svo stöddu framhjá sjónarmiðum um kynjatvíhyggju. Almennt hljóta einkafyrirtæki að mega velja af hverjum þau kaupa þjónustu. Það vakna þó spurningar þegar fyrirtæki í ríkiseigu eða stofnanir ríkisins eru annars vegar. Úr því að Íslandsbanki er búinn að taka af skarið gætu önnur ríkisfyrirtæki og stofnanir fylgt í kjölfarið. Samfélagsábyrgð er enda vaxandi partur í starfsemi þeirra og varla til sú stofnun sem hefur ekki sett sér samfélagsleg markmið. Taka mætti dæmi um embætti landlæknis. Ekki yrði keypt af fjölmiðli sem birtir efni sem gæti talist andstætt lýðheilsu, t.d. með auglýsingum sem hvettu til óholls mataræðis eða viðtölum þar sem ekki er fjallað um neyslu áfengis, tóbaks eða orkudrykkja með nægilega gagnrýnum hætti.Fleiri stofnanir myndu auðvitað vilja sýna samfélagsábyrgð í verki. Umhverfisstofnun kaupir ekki af fjölmiðli sem birtir greinar þar sem efast er um gagnsemi eða nauðsyn aðgerða gegn loftslagsvá, né af miðlum sem ekki eru kolefnishlutlausir. Byggðastofnun ekki af miðlum sem sýna ekki nægilegt jafnvægi í umfjöllun um mál sem varða hagsmuni landsbyggðarinnar. Öll ábyrg ríkisfyrirtæki og stofnanir fylgjast með fjölmiðlum og halda úti lista þeirra sem sýna ekki samfélagsábyrgð í verki. Það væri jafnvel tilvalið að fjölmiðlanefnd fengi það hlutverk að fylgjast með og flagga þeim fjölmiðlum sem brjóta gegn skilmálum hverrar og einnar stofnunar. Þegar allir hafa sýnt samfélagsábyrgð sína í verki er hlutverk fréttamanna fyrst og fremst að birta fréttatilkynningar frá upplýsingafulltrúum ríkisfyrirtækja og -stofnana. Jafnframt að veita forstöðumönnum þeirra viðtöl um samfélagsleg markmið sín. Hlutverk ritstjórna væri þá aðallega að meta og leiðbeina um hvað teldist birtingarhæft í auglýsingum einkafyrirtækja, skera úr um hvað skuli gert ef fréttatilkynning eins stangast á við samfélagsmarkmið annars og passa upp á að viðmælendur flytji ekki mál sem væri andstætt samfélagsábyrgð. Með þessu má tryggja að öllum samfélagslegum markmiðum verði náð miklu hraðar og betur en ella.Höfundur er fyrrverandi blaðamaður.
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun