Víðtækt rafmagnsleysi í Kaliforníu Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 29. október 2019 08:38 Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í húsi sem hefur brunnið. AP/Ringo H.W. Chiu Gríðarlega víðtækt rafmagnsleysi er nú í Kalíforníuríki vegna eldanna sem þar geisa víða og er búist við að ein og hálf milljón manna til viðbótar missi rafmagnið hjá sér í dag. Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar. Áhöld eru um hvort þessar fyrirbyggjandi aðgerðir standist lög.Einn erfiðasti eldurinn sem nú brennur er svokallaður Getty eldur sem átti upptök sín í grennd við Getty listamiðstöðina í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við Arnold Schwarzenegger og Le Bron James hafa þurft að flýja heimili sín vegna hans. Lengra í norður, í Sonoma, hafa 180 þúsund manns neyðst til að flýja undan eldunum sem þar brenna. Sterkir vindar hafa leitt til þess að eldarnir dreifa mjög hratt úr sér. Minnst 96 byggingar hafa brunnið í eldunum í Sonoma. Eitthvað hefur þó hægt úr vindinum og hefur það hjálpað slökkviliðsmönnum við störf þeirra. AP fréttaveitan segir milljónir íbúa Kaliforníu undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og í einhverjum tilfellum gæti það varið í fimm daga eða jafnvel lengur. Margir þeirra eru alls ekki sáttir við raforkufyrirtækin. Þeir vilja ekki að þetta ástand vari til lengdar og óttast meðal annars að það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs. PG&E er í fjárhagskröggum en fyrirtækinu hefur verið kennt um þó nokkra elda undanfarin ár. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 24 prósent í gær og hefur lækkað um helming frá því á fimmtudaginn. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Gríðarlega víðtækt rafmagnsleysi er nú í Kalíforníuríki vegna eldanna sem þar geisa víða og er búist við að ein og hálf milljón manna til viðbótar missi rafmagnið hjá sér í dag. Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar. Áhöld eru um hvort þessar fyrirbyggjandi aðgerðir standist lög.Einn erfiðasti eldurinn sem nú brennur er svokallaður Getty eldur sem átti upptök sín í grennd við Getty listamiðstöðina í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við Arnold Schwarzenegger og Le Bron James hafa þurft að flýja heimili sín vegna hans. Lengra í norður, í Sonoma, hafa 180 þúsund manns neyðst til að flýja undan eldunum sem þar brenna. Sterkir vindar hafa leitt til þess að eldarnir dreifa mjög hratt úr sér. Minnst 96 byggingar hafa brunnið í eldunum í Sonoma. Eitthvað hefur þó hægt úr vindinum og hefur það hjálpað slökkviliðsmönnum við störf þeirra. AP fréttaveitan segir milljónir íbúa Kaliforníu undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og í einhverjum tilfellum gæti það varið í fimm daga eða jafnvel lengur. Margir þeirra eru alls ekki sáttir við raforkufyrirtækin. Þeir vilja ekki að þetta ástand vari til lengdar og óttast meðal annars að það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs. PG&E er í fjárhagskröggum en fyrirtækinu hefur verið kennt um þó nokkra elda undanfarin ár. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 24 prósent í gær og hefur lækkað um helming frá því á fimmtudaginn.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08
90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42