Víðtækt rafmagnsleysi í Kaliforníu Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 29. október 2019 08:38 Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í húsi sem hefur brunnið. AP/Ringo H.W. Chiu Gríðarlega víðtækt rafmagnsleysi er nú í Kalíforníuríki vegna eldanna sem þar geisa víða og er búist við að ein og hálf milljón manna til viðbótar missi rafmagnið hjá sér í dag. Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar. Áhöld eru um hvort þessar fyrirbyggjandi aðgerðir standist lög.Einn erfiðasti eldurinn sem nú brennur er svokallaður Getty eldur sem átti upptök sín í grennd við Getty listamiðstöðina í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við Arnold Schwarzenegger og Le Bron James hafa þurft að flýja heimili sín vegna hans. Lengra í norður, í Sonoma, hafa 180 þúsund manns neyðst til að flýja undan eldunum sem þar brenna. Sterkir vindar hafa leitt til þess að eldarnir dreifa mjög hratt úr sér. Minnst 96 byggingar hafa brunnið í eldunum í Sonoma. Eitthvað hefur þó hægt úr vindinum og hefur það hjálpað slökkviliðsmönnum við störf þeirra. AP fréttaveitan segir milljónir íbúa Kaliforníu undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og í einhverjum tilfellum gæti það varið í fimm daga eða jafnvel lengur. Margir þeirra eru alls ekki sáttir við raforkufyrirtækin. Þeir vilja ekki að þetta ástand vari til lengdar og óttast meðal annars að það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs. PG&E er í fjárhagskröggum en fyrirtækinu hefur verið kennt um þó nokkra elda undanfarin ár. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 24 prósent í gær og hefur lækkað um helming frá því á fimmtudaginn. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Gríðarlega víðtækt rafmagnsleysi er nú í Kalíforníuríki vegna eldanna sem þar geisa víða og er búist við að ein og hálf milljón manna til viðbótar missi rafmagnið hjá sér í dag. Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar. Áhöld eru um hvort þessar fyrirbyggjandi aðgerðir standist lög.Einn erfiðasti eldurinn sem nú brennur er svokallaður Getty eldur sem átti upptök sín í grennd við Getty listamiðstöðina í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við Arnold Schwarzenegger og Le Bron James hafa þurft að flýja heimili sín vegna hans. Lengra í norður, í Sonoma, hafa 180 þúsund manns neyðst til að flýja undan eldunum sem þar brenna. Sterkir vindar hafa leitt til þess að eldarnir dreifa mjög hratt úr sér. Minnst 96 byggingar hafa brunnið í eldunum í Sonoma. Eitthvað hefur þó hægt úr vindinum og hefur það hjálpað slökkviliðsmönnum við störf þeirra. AP fréttaveitan segir milljónir íbúa Kaliforníu undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og í einhverjum tilfellum gæti það varið í fimm daga eða jafnvel lengur. Margir þeirra eru alls ekki sáttir við raforkufyrirtækin. Þeir vilja ekki að þetta ástand vari til lengdar og óttast meðal annars að það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs. PG&E er í fjárhagskröggum en fyrirtækinu hefur verið kennt um þó nokkra elda undanfarin ár. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 24 prósent í gær og hefur lækkað um helming frá því á fimmtudaginn.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08
90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42