Víðtækt rafmagnsleysi í Kaliforníu Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 29. október 2019 08:38 Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í húsi sem hefur brunnið. AP/Ringo H.W. Chiu Gríðarlega víðtækt rafmagnsleysi er nú í Kalíforníuríki vegna eldanna sem þar geisa víða og er búist við að ein og hálf milljón manna til viðbótar missi rafmagnið hjá sér í dag. Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar. Áhöld eru um hvort þessar fyrirbyggjandi aðgerðir standist lög.Einn erfiðasti eldurinn sem nú brennur er svokallaður Getty eldur sem átti upptök sín í grennd við Getty listamiðstöðina í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við Arnold Schwarzenegger og Le Bron James hafa þurft að flýja heimili sín vegna hans. Lengra í norður, í Sonoma, hafa 180 þúsund manns neyðst til að flýja undan eldunum sem þar brenna. Sterkir vindar hafa leitt til þess að eldarnir dreifa mjög hratt úr sér. Minnst 96 byggingar hafa brunnið í eldunum í Sonoma. Eitthvað hefur þó hægt úr vindinum og hefur það hjálpað slökkviliðsmönnum við störf þeirra. AP fréttaveitan segir milljónir íbúa Kaliforníu undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og í einhverjum tilfellum gæti það varið í fimm daga eða jafnvel lengur. Margir þeirra eru alls ekki sáttir við raforkufyrirtækin. Þeir vilja ekki að þetta ástand vari til lengdar og óttast meðal annars að það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs. PG&E er í fjárhagskröggum en fyrirtækinu hefur verið kennt um þó nokkra elda undanfarin ár. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 24 prósent í gær og hefur lækkað um helming frá því á fimmtudaginn. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Gríðarlega víðtækt rafmagnsleysi er nú í Kalíforníuríki vegna eldanna sem þar geisa víða og er búist við að ein og hálf milljón manna til viðbótar missi rafmagnið hjá sér í dag. Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar. Áhöld eru um hvort þessar fyrirbyggjandi aðgerðir standist lög.Einn erfiðasti eldurinn sem nú brennur er svokallaður Getty eldur sem átti upptök sín í grennd við Getty listamiðstöðina í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við Arnold Schwarzenegger og Le Bron James hafa þurft að flýja heimili sín vegna hans. Lengra í norður, í Sonoma, hafa 180 þúsund manns neyðst til að flýja undan eldunum sem þar brenna. Sterkir vindar hafa leitt til þess að eldarnir dreifa mjög hratt úr sér. Minnst 96 byggingar hafa brunnið í eldunum í Sonoma. Eitthvað hefur þó hægt úr vindinum og hefur það hjálpað slökkviliðsmönnum við störf þeirra. AP fréttaveitan segir milljónir íbúa Kaliforníu undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og í einhverjum tilfellum gæti það varið í fimm daga eða jafnvel lengur. Margir þeirra eru alls ekki sáttir við raforkufyrirtækin. Þeir vilja ekki að þetta ástand vari til lengdar og óttast meðal annars að það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs. PG&E er í fjárhagskröggum en fyrirtækinu hefur verið kennt um þó nokkra elda undanfarin ár. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 24 prósent í gær og hefur lækkað um helming frá því á fimmtudaginn.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08
90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42