Séra Davíð Þór segist víst hafa gift sig í kirkju Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. október 2019 12:00 Davíð Þór Jónsson er prestur í Laugarneskirkju. Fréttablaðið/Valli „Ég er bara kominn í vinnuna núna, sit á skrifstofunni og er að undirbúa vinnuvikuna,“ segir séra Davíð Þór Jónsson í samtali við Vísi. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í dag að Davíð Þór hefði gift sig á laugardag og væri nú staddur í brúðkaupsferð í Frakklandi. „Það var aðeins sagt vitlaust frá því. Við fórum alls ekki í neina brúðkaupsferð til Frakklands,“ segir Davíð Þór og hlær. Davíð Þór og Þórunn Gréta Sigurðardóttir formaður Tónskáldafélags Íslands giftu sig á laugardaginn og gistu svo tvær nætur á Hótel Búðum eftir brúðkaupið. Nú eru þau komin aftur í vinnuna og hversdagsleikinn tekinn við á ný. „Ég setti það á Facebook og af einhverjum ástæðum virðist Facebook hafa haldið að Hótel Búðir væru í Frakklandi. Það stendur á Facebook, Hótel Búðir í Reims, France. Mjög skrítið og blaðamaðurinn hefur ákveðið að ég væri á Hótel Búðum í Frakklandi eða bara ekki pælt meira í því.“Davíð Þór segir að það hljómi vissulega vel að fara í brúðkaupsferð í Frakklands, en þau völdu hins vegar að fara á Hótel Búðir hér á landi.Skjáskot/FacebookGiftu sig ekki hjá sýslumanni Sögusagnir fóru á flug um helgina að parið hafi valið að gifta sig hjá sýslumanni en ekki í kirkju. Hann prestur og hún fyrrum messuþjónn og organisti í kirkju. Saga sem kom mörgum spánskt fyrir sjónir. „Það þykir mjög fyndið, sú saga er náttúrulega miklu betri. En nei það er alveg úr lausu lofti gripið, það er bara eitthvað sem einhverjum hefur þótt fyndið,“ svarar Davíð Þór aðspurður hvort þetta sé satt. Hann segir að Séra Hjalti Jón Sverrisson samstarfsmaður hans hafi gefið þau saman í Laugarneskirkju, þar sem Davíð Þór er prestur. „Við erum búin að vera saman í 14 ár og eigum tvö börn svo það kom í sjálfum sér engum á óvart að við létum verða af því að gifta okkur. Að vissu leyti ætluðum við að vera löngu búin að því, það var einhvern vegin aldrei rétti tíminn til þess en við létum verða af því núna. Við buðum bara allra nánustu ættingjum í kaffiboð heima hjá okkur.“Davíð Þór og Þórunn eiga saman tvö börn en fyrir átti Davíð þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Í kringum 30 gestir glöddust með brúðhjónunum á stóra daginn. Davíð Þór segir að þau hafi verið saman svo lengi að í hreinskilni finni hann ekki mikinn mun á sambandinu eða þeirra samskiptum eftir að þau urðu hjón.„Eftir 14 ár er maður farinn að þekkjast nokkuð vel en það má segja náttúrulega að í þeirri stöðu sem við erum er bara ákveðið ábyrgðarleysi að vera ekki búin að þessu, bara svona gagnvart lögum og rétti.“ Hjónin voru mjög ánægð með daginn sinn og hvernig þau ákváðu að fagna þessu. „Við ákváðum að úr því að við vorum að fara að gera þetta, að gera þá svolítið úr því, nota þetta sem tilefni til þess að gera sér glaðan dag, fá fólkið sitt til sín.“ Ástin og lífið Reykjavík Tímamót Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Predikaði köngulær gegn guðfræði Pence Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar rétt utan við sóknarmörkin, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. 10. september 2019 08:15 Séra Davíð Þór og Þórunn í hnapphelduna Séra Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands, settu upp hringana á laugardag. 15. október 2019 06:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
„Ég er bara kominn í vinnuna núna, sit á skrifstofunni og er að undirbúa vinnuvikuna,“ segir séra Davíð Þór Jónsson í samtali við Vísi. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í dag að Davíð Þór hefði gift sig á laugardag og væri nú staddur í brúðkaupsferð í Frakklandi. „Það var aðeins sagt vitlaust frá því. Við fórum alls ekki í neina brúðkaupsferð til Frakklands,“ segir Davíð Þór og hlær. Davíð Þór og Þórunn Gréta Sigurðardóttir formaður Tónskáldafélags Íslands giftu sig á laugardaginn og gistu svo tvær nætur á Hótel Búðum eftir brúðkaupið. Nú eru þau komin aftur í vinnuna og hversdagsleikinn tekinn við á ný. „Ég setti það á Facebook og af einhverjum ástæðum virðist Facebook hafa haldið að Hótel Búðir væru í Frakklandi. Það stendur á Facebook, Hótel Búðir í Reims, France. Mjög skrítið og blaðamaðurinn hefur ákveðið að ég væri á Hótel Búðum í Frakklandi eða bara ekki pælt meira í því.“Davíð Þór segir að það hljómi vissulega vel að fara í brúðkaupsferð í Frakklands, en þau völdu hins vegar að fara á Hótel Búðir hér á landi.Skjáskot/FacebookGiftu sig ekki hjá sýslumanni Sögusagnir fóru á flug um helgina að parið hafi valið að gifta sig hjá sýslumanni en ekki í kirkju. Hann prestur og hún fyrrum messuþjónn og organisti í kirkju. Saga sem kom mörgum spánskt fyrir sjónir. „Það þykir mjög fyndið, sú saga er náttúrulega miklu betri. En nei það er alveg úr lausu lofti gripið, það er bara eitthvað sem einhverjum hefur þótt fyndið,“ svarar Davíð Þór aðspurður hvort þetta sé satt. Hann segir að Séra Hjalti Jón Sverrisson samstarfsmaður hans hafi gefið þau saman í Laugarneskirkju, þar sem Davíð Þór er prestur. „Við erum búin að vera saman í 14 ár og eigum tvö börn svo það kom í sjálfum sér engum á óvart að við létum verða af því að gifta okkur. Að vissu leyti ætluðum við að vera löngu búin að því, það var einhvern vegin aldrei rétti tíminn til þess en við létum verða af því núna. Við buðum bara allra nánustu ættingjum í kaffiboð heima hjá okkur.“Davíð Þór og Þórunn eiga saman tvö börn en fyrir átti Davíð þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Í kringum 30 gestir glöddust með brúðhjónunum á stóra daginn. Davíð Þór segir að þau hafi verið saman svo lengi að í hreinskilni finni hann ekki mikinn mun á sambandinu eða þeirra samskiptum eftir að þau urðu hjón.„Eftir 14 ár er maður farinn að þekkjast nokkuð vel en það má segja náttúrulega að í þeirri stöðu sem við erum er bara ákveðið ábyrgðarleysi að vera ekki búin að þessu, bara svona gagnvart lögum og rétti.“ Hjónin voru mjög ánægð með daginn sinn og hvernig þau ákváðu að fagna þessu. „Við ákváðum að úr því að við vorum að fara að gera þetta, að gera þá svolítið úr því, nota þetta sem tilefni til þess að gera sér glaðan dag, fá fólkið sitt til sín.“
Ástin og lífið Reykjavík Tímamót Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Predikaði köngulær gegn guðfræði Pence Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar rétt utan við sóknarmörkin, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. 10. september 2019 08:15 Séra Davíð Þór og Þórunn í hnapphelduna Séra Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands, settu upp hringana á laugardag. 15. október 2019 06:00 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Predikaði köngulær gegn guðfræði Pence Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar rétt utan við sóknarmörkin, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. 10. september 2019 08:15
Séra Davíð Þór og Þórunn í hnapphelduna Séra Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands, settu upp hringana á laugardag. 15. október 2019 06:00