Skortir lagaheimildir fyrir þvingunarrúrræðum sem beitt er á geðdeild Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 15:50 Geðsvið Landspítalans á Kleppi. Vísir/Vilhelm Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nú hefur verið birt á vef embættisins. Stjórnvöldum er gefinn frestur til 1. maí 2020 til að bregðast við.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms, veiti það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana þó ekki sjálfkrafa heimild til að skerða réttindi sjúklinga. Skýrslan er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða, en umboðsmanni var falið það verkefni að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Skýrslan byggist á niðurstöðum úr eftirlitsheimsóknum á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík, réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfða endurhæfingargeðdeild en þar hafa einstaklingar jafnan verið vistaðir án samþykkis að því er segir í frétt á vef umboðsmanns. Tilmælum beint til þriggja ráðherra Fram kemur þó að almennt búi sjúklingar á deildunum þremur við góðan aðbúnað. Afþreying og endurhæfing sé almennt í góðu horfi og mönnun í lagi. Þó eru sett fram nokkrar ábendingar og tilmæli í skýrslunni. Bent er á að á Íslandi sé ekki til staðar sérstök geðheilbrigðislöggjöf, ólíkt því sem gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður komst einnig að því við athugun sína að vistun og meðferð sjúklinga sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda feli í sér frávik frá meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga miðað við núverandi framkvæmd. „Þrátt fyrir að ekki verði séð að sjúklingar þar séu beittir ómannlegri eða vanvirðandi meðferð verði ekki fram hjá því litið að ráðstafanir sem kunni að skerða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga verði að eiga sér fullnægjandi lagastoð,“ segir meðal annars í frétt á vef umboðsmanns um málið. Þar til úr þessu verði bætt beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Landspítalans að taka skipulag og starfsemi deildanna til skoðunar. Tilmælum er jafnframt beint til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um lagaleg álitaefni. Þá er athygli félagsmálaráðherra enn fremur vakin á því að skortur sé á félagslegum búsetuúrræðum sem getur valdið því að vistun fólks á spítalanum geti orðið lengri og þungbærari en ella. Heilbrigðismál Landspítalinn Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjá meira
Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nú hefur verið birt á vef embættisins. Stjórnvöldum er gefinn frestur til 1. maí 2020 til að bregðast við.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms, veiti það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana þó ekki sjálfkrafa heimild til að skerða réttindi sjúklinga. Skýrslan er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða, en umboðsmanni var falið það verkefni að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Skýrslan byggist á niðurstöðum úr eftirlitsheimsóknum á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík, réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfða endurhæfingargeðdeild en þar hafa einstaklingar jafnan verið vistaðir án samþykkis að því er segir í frétt á vef umboðsmanns. Tilmælum beint til þriggja ráðherra Fram kemur þó að almennt búi sjúklingar á deildunum þremur við góðan aðbúnað. Afþreying og endurhæfing sé almennt í góðu horfi og mönnun í lagi. Þó eru sett fram nokkrar ábendingar og tilmæli í skýrslunni. Bent er á að á Íslandi sé ekki til staðar sérstök geðheilbrigðislöggjöf, ólíkt því sem gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður komst einnig að því við athugun sína að vistun og meðferð sjúklinga sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda feli í sér frávik frá meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga miðað við núverandi framkvæmd. „Þrátt fyrir að ekki verði séð að sjúklingar þar séu beittir ómannlegri eða vanvirðandi meðferð verði ekki fram hjá því litið að ráðstafanir sem kunni að skerða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga verði að eiga sér fullnægjandi lagastoð,“ segir meðal annars í frétt á vef umboðsmanns um málið. Þar til úr þessu verði bætt beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Landspítalans að taka skipulag og starfsemi deildanna til skoðunar. Tilmælum er jafnframt beint til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um lagaleg álitaefni. Þá er athygli félagsmálaráðherra enn fremur vakin á því að skortur sé á félagslegum búsetuúrræðum sem getur valdið því að vistun fólks á spítalanum geti orðið lengri og þungbærari en ella.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjá meira