Özil opnar sig um árásina í sumar í ítarlegu viðtali Anton Ingi Leifsson skrifar 17. október 2019 16:45 Özil og Kolasinac á góðri stundu. vísir/getty Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um hnífa árásina sem hann og liðsfélagi hans, Sead Kolasinac, urðu fyrir í sumar. Arsenal-mennirnir voru úti með konum sínum að keyra á götum Lundúnarborgar er tveir vopnaðir menn réðust að bílnum. Özil og Kolasinac ásamt eiginkonum þeirra komust í burtu eftir mikinn hamagang en þetta varð til þess að þeir misstu af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar enda var óttast um öryggi þeirra. Þjóðverjinn opnaði sig um atvikið í samtali við The Athletic. „Ég keyrði frá heimili mínu til Sead. Hann var fyrir utan og við spjölluðum saman. Kona mín sat við hliðina á mér og svo komu þessir menn. Við horfðum á hvorn annan í tíu eða fimmtán sekúndur,“ sagði Özil við The Athletic. „Við vorum að hugsa um hvort þeir vildu taka mynd því það hafði gerst áður. Síðan sáum við að þeir voru með vopn og þá vissum við að það væri eitthvað rangt. Þeir sáu stóran bíl og Sead rétti mér eitthvað þá sáu þeir að hann var með dýrt úr.“ Eiginkona Özil var með honum í bílnum og sá þýski var ekki að hugsa um sjálfan sig á þessum tímapunkti. „Við vorum nýlega gift og ég var hræddur um konuna mína. Ég var hræddur um Sead. Ég var ekki að hugsa um sjálfan mig. Ég var hræddur um að þeir myndu koma inn um hurðina hjá konunni minni og þeir reyndu það en ég náði að komast framhjá konu minni og læsa hurðinni.“An honest & explosive interview with @MesutOzil1088. The German discusses: his #Arsenal future 'ridiculous' criticism & his form the attack on him & his wife the row that saw him quit Germany. Interview with @David_Ornstein. Subscribe: https://t.co/9wy9lS5pRn — The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 17, 2019 „Ég sá einn möguleika og það var að keyra í burtu. Ef þeir hefðu náð konunni minni þá hefði eitthvað skelfilegt hafa gerst. Þetta gerðist svo hratt að þú gast ekki hugsað almennilega.“ Özil var fljótur til. Hann settist í bílstjórasætið, sagði Kolasinac að hoppa í og brunaði í burtu. „Ég keyrði aðeins fram og sagði Sead að hoppa inn og sem betur fer gerði hann það. Annar gaurinn reyndi að komast inn. Sead lokaði hurðinni og ég tók U-beygju. Þeir tóku múrsteina og steina og köstuðu í átt að bílnum.“ „Ég keyrði í burtu en þeir fylgdu okkur. Ég var að keyra mjög hratt en þeir héldu áfram að elta okkur. Ég reyndi að hreyfa bílinn, koma í veg fyrir þá en þeir fylgdu okkur alltaf. Konan mín var mjög hrædd,“ sagði Þjóðverjinn. Árásarmennirnir fundust að endingu og hafa nú verið ákærðir fyrir þessa lífshættulegu árás. Enski boltinn Tengdar fréttir Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um hnífa árásina sem hann og liðsfélagi hans, Sead Kolasinac, urðu fyrir í sumar. Arsenal-mennirnir voru úti með konum sínum að keyra á götum Lundúnarborgar er tveir vopnaðir menn réðust að bílnum. Özil og Kolasinac ásamt eiginkonum þeirra komust í burtu eftir mikinn hamagang en þetta varð til þess að þeir misstu af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar enda var óttast um öryggi þeirra. Þjóðverjinn opnaði sig um atvikið í samtali við The Athletic. „Ég keyrði frá heimili mínu til Sead. Hann var fyrir utan og við spjölluðum saman. Kona mín sat við hliðina á mér og svo komu þessir menn. Við horfðum á hvorn annan í tíu eða fimmtán sekúndur,“ sagði Özil við The Athletic. „Við vorum að hugsa um hvort þeir vildu taka mynd því það hafði gerst áður. Síðan sáum við að þeir voru með vopn og þá vissum við að það væri eitthvað rangt. Þeir sáu stóran bíl og Sead rétti mér eitthvað þá sáu þeir að hann var með dýrt úr.“ Eiginkona Özil var með honum í bílnum og sá þýski var ekki að hugsa um sjálfan sig á þessum tímapunkti. „Við vorum nýlega gift og ég var hræddur um konuna mína. Ég var hræddur um Sead. Ég var ekki að hugsa um sjálfan mig. Ég var hræddur um að þeir myndu koma inn um hurðina hjá konunni minni og þeir reyndu það en ég náði að komast framhjá konu minni og læsa hurðinni.“An honest & explosive interview with @MesutOzil1088. The German discusses: his #Arsenal future 'ridiculous' criticism & his form the attack on him & his wife the row that saw him quit Germany. Interview with @David_Ornstein. Subscribe: https://t.co/9wy9lS5pRn — The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 17, 2019 „Ég sá einn möguleika og það var að keyra í burtu. Ef þeir hefðu náð konunni minni þá hefði eitthvað skelfilegt hafa gerst. Þetta gerðist svo hratt að þú gast ekki hugsað almennilega.“ Özil var fljótur til. Hann settist í bílstjórasætið, sagði Kolasinac að hoppa í og brunaði í burtu. „Ég keyrði aðeins fram og sagði Sead að hoppa inn og sem betur fer gerði hann það. Annar gaurinn reyndi að komast inn. Sead lokaði hurðinni og ég tók U-beygju. Þeir tóku múrsteina og steina og köstuðu í átt að bílnum.“ „Ég keyrði í burtu en þeir fylgdu okkur. Ég var að keyra mjög hratt en þeir héldu áfram að elta okkur. Ég reyndi að hreyfa bílinn, koma í veg fyrir þá en þeir fylgdu okkur alltaf. Konan mín var mjög hrædd,“ sagði Þjóðverjinn. Árásarmennirnir fundust að endingu og hafa nú verið ákærðir fyrir þessa lífshættulegu árás.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil Árásin vakti mikla athygli á Englandi enda einkar óhugnanleg. 25. september 2019 11:30