Réttur til að eignast félagslegt leiguhúsnæði Egill Þór Jónsson skrifar 19. október 2019 14:23 Það er ótrúlegt en satt að stefnuleysi vinstri manna í Reykjavík í málaflokki félagslegs húsnæðis hefur ekki skilað árangri, þrátt fyrir mikinn fjáraustur. Félagslegu leiguhúsnæði hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þrátt fyrir það hefur meðalfjöldi umsókna í bið eftir félagslegu húsnæði haldist í kringum 850 síðustu sex ár.Heimatilbúinn vandi Eitt af grunnhlutverkum hvers sveitarfélags er að tryggja nægilegt magn af byggingalóðum fyrir íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði. Reykjavíkurborg hefur mistekist þetta og sýnir þessi fjölmenni biðlisti þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir ódýru húsnæði í höfuðborginni. Í þeirri viðleitni að stytta biðlista hefur borgin ryksugað upp ódýrt húsnæði af frjálsum markaði en það hefur aukið vandann enn frekar. Félagsbústaðir eiga nú tæplega 2.000 almennar íbúðir en síðustu ár hafa verið keyptar hundruð íbúða af frjálsum fasteignamarkaði, en einungis fimm íbúðir voru byggðar allt síðasta kjörtímabil sérstaklega fyrir Félagsbústaði. Afleiðingin er augljós, minna framboð er af ódýrum íbúðum til sölu á almennum markaði. Hefur þetta fyrirkomulag Félagsbústaða leitt til þess að tekjulágir einstaklingar neyðast til þess að sækja um félagslegt húsnæði í stað þess að geta keypt sitt eigið.Köngulóarvefur? Tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa rúmlega 20 leigjendur, eða einungis um 1% þeirra, komist úr kerfinu á ári. Félagslega kerfið er þannig byggt upp að fólk festist í því og á lítinn sem engan möguleika á að komast út á almennan markað. Eigna- og tekjumörk eru svo lág að einstaklingar sem hyggjast komast út úr kerfinu mega ekki vera með hærri mánaðarlaun en 445.000 kr. og sambúðarfólk samtals 624.000 kr. á mánuði og eignir þeirra mega ekki vera hærri en 5,8 milljónir. Það þýðir að fólk getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð og leigt félagslegt húsnæði á sama tíma. Meðal atriða sem koma leigjendum þannig í hættu á að missa íbúðina sína eru til dæmis launahækkanir, eignamyndun og nýr maki. Enginn ætti að þurfa að búa við slíka neikvæða hvata. Myndu Félagsbústaðir til dæmis bjóða upp á þann möguleika að fólk gæti eignast íbúðirnar sem það býr í myndi það virka sem stökkpallur aftur út í lífið úr köngulóarvef kerfisins. Félagslega kerfið á að vera byggt þannig upp að það grípi fólk í neyð en hjálpi því aftur út í lífið um leið og tækifærin gefast.Egill Þór JónssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt en satt að stefnuleysi vinstri manna í Reykjavík í málaflokki félagslegs húsnæðis hefur ekki skilað árangri, þrátt fyrir mikinn fjáraustur. Félagslegu leiguhúsnæði hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þrátt fyrir það hefur meðalfjöldi umsókna í bið eftir félagslegu húsnæði haldist í kringum 850 síðustu sex ár.Heimatilbúinn vandi Eitt af grunnhlutverkum hvers sveitarfélags er að tryggja nægilegt magn af byggingalóðum fyrir íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði. Reykjavíkurborg hefur mistekist þetta og sýnir þessi fjölmenni biðlisti þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir ódýru húsnæði í höfuðborginni. Í þeirri viðleitni að stytta biðlista hefur borgin ryksugað upp ódýrt húsnæði af frjálsum markaði en það hefur aukið vandann enn frekar. Félagsbústaðir eiga nú tæplega 2.000 almennar íbúðir en síðustu ár hafa verið keyptar hundruð íbúða af frjálsum fasteignamarkaði, en einungis fimm íbúðir voru byggðar allt síðasta kjörtímabil sérstaklega fyrir Félagsbústaði. Afleiðingin er augljós, minna framboð er af ódýrum íbúðum til sölu á almennum markaði. Hefur þetta fyrirkomulag Félagsbústaða leitt til þess að tekjulágir einstaklingar neyðast til þess að sækja um félagslegt húsnæði í stað þess að geta keypt sitt eigið.Köngulóarvefur? Tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa rúmlega 20 leigjendur, eða einungis um 1% þeirra, komist úr kerfinu á ári. Félagslega kerfið er þannig byggt upp að fólk festist í því og á lítinn sem engan möguleika á að komast út á almennan markað. Eigna- og tekjumörk eru svo lág að einstaklingar sem hyggjast komast út úr kerfinu mega ekki vera með hærri mánaðarlaun en 445.000 kr. og sambúðarfólk samtals 624.000 kr. á mánuði og eignir þeirra mega ekki vera hærri en 5,8 milljónir. Það þýðir að fólk getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð og leigt félagslegt húsnæði á sama tíma. Meðal atriða sem koma leigjendum þannig í hættu á að missa íbúðina sína eru til dæmis launahækkanir, eignamyndun og nýr maki. Enginn ætti að þurfa að búa við slíka neikvæða hvata. Myndu Félagsbústaðir til dæmis bjóða upp á þann möguleika að fólk gæti eignast íbúðirnar sem það býr í myndi það virka sem stökkpallur aftur út í lífið úr köngulóarvef kerfisins. Félagslega kerfið á að vera byggt þannig upp að það grípi fólk í neyð en hjálpi því aftur út í lífið um leið og tækifærin gefast.Egill Þór JónssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun